Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 52
460 LÆKNABLAÐIÐ meðferðaráætlanir um til þess að gera sjúklingana virkari þátttakendur við meðferðina, þannig að læknir og sjúklingur geti betur gert sér grein fyrir því hvort sú meðferð, sem beitt er, er i samræmi við bestu þekkingu. Vegna M 20: Áætlun verði gerð að starfsemi og mönnun heilsugæslustöðva komist i það horf sem lög gera ráð fyrir. Lögin verði endurskoðuð, sbr. M 18, og breytt í það horf að fjölga læknum í heilsugæslu þannig að mönnun H1 heilsugæslustöðva breytist. Vegna M 21: Skýr skil verði gerð milli sérfræðistarfa á sjúkrahúsum og utan. Sérfræðingar í fullu starfi á sjúkrahúsum sinni ekki sérfræðistarfi utan sjúkrahússins. Sérstakir læknar verði ráðnir á göngudeildir sjúkrahúsanna til sérfræðistarfa og verksvið göngudeilda skýrar ákveðið. Vegna M 22: Við endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu verði sérstakt tillit tekið til endurhæfingarmála. Vegna M 23: Lög um almannatryggingar verði endurskoðuð með tilliti til þess að tannlækningar verði gerðar greiðsluskyldar á sama hátt og læknisstörf. Vegna M 24: í reglugerð um sjúkrahús, sbr. M 4, verði hlutverk svæðissjúkrahúsanna í Reykjavik og á Akureyri skilgreint sérstaklega. Sérfræðingar og göngudeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akureyri verði tengd ákveðnum heilsugæsluumdæmum og komið verði upp sérstöku kerfi farandsérfræðinga í þeim sérgreinum þar sem það er álitlegt. Vegna M 25: Geðlæknisþjónustan verði endurskipulögð með tilliti til þess að heilsugæslustöðvar taki að sér ákveðin verkefni á því sviði. Áfengis- og fíkniefnameðferð verði endurskoðuð sérstaklega með tilliti til samræmingar stofnanaþjónustunnar og göngudeildarþjónustan verði í svo miklum mæli sem unnt er flutt inn á heilsugæslustöðvar. Áfengis- og fíkniefnamál unglinga verði athuguð sérstaklega. Vegna M 26: Skil verði gerð milli öldrunarlækningadeilda og hjúkrunardeilda og kappkostað að leysa allan hjúkrunarvanda svæðisbundið. Heimaþjónusta vegna aldraðra og langvarandi veikra verði skipulögð fyrir landið í heild með tilliti til þess að nýta sem best allt hjúkrunarrými. Vegna M 27: Almannatryggingalög verði endurskoðuð í heild með sérstöku tilliti til þess að jafna aðstöðumun fólks í landinu til heilbrigðisþjónustunnar. Ákvæði um örorkumat verði endurskoðuð og sett á laggirnar áfrýjunarnefnd. Vegna M 28: Lög um lyfjamál og lyfjadreifingu verði endurskoðuð með tilliti til þess annars vegar að færa lyfjaafgreiðslu til heilsugæslunnar þar sem það á við og að ráða lyfjafræðinga að heilsugæslustöðvum til að sinna lyfjasölu á sama hátt og annað starfslið heilsugæslu er nú ráðið og hins vegar til aukins frjálsræðis án þess að slaka á kröfum um sérþekkingu. Vegna 29: Löggjöf verði sett eða samningar gerðir við tryggingafélög um að koma á sérstökum tryggingum vegna sjúklinga sem hljóta örorku eða miska vegna lækninga. Vegna M 30: Gerð verði rammaáætlun vegna bygginga heilbrigðisstofnana til næstu 10 ára og ítarleg áætlun til næstu 5 ára. Vegna M 31: Gera þarf áætlun um mannaflaþörf í heilbrigðisþjónustunni á öllu sérhæfðu starfsliði næstu 5 ár og næstu 10 ár miðað við breytingar í þjóðfélaginu og aldursskiptingu. Endurskoða þarf námsskrá skóla heilbrigðisstétta með tilliti til þeirrar áherslu sem leggja þarf á heilbrigðisfræðslu og heilsuvernd. Vegna M 32: Fullnægjandi upplýsingakerfi til eftirlits og mats á heilbrigðisþjónustunni verði komið á. Sérstök rannsóknaráætlun verði gerð vegna framkvæmdar þessarar heilbrigðisáætlunar og jafnframt tekið tillit til áætlana Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna HFA 2000. Vegna M 33: Sérstök athugun fari fram á alþjóðasamstarfi Islands í heilbrigðismálum og gerð áætlun um framtíðaráform um áframhaldandi starf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.