Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 20
400 LÆKNABLAÐIÐ Andersen og fleiri (14) einkennalausa hækkun mótefna hjá 52% af 54 börnum á aldrinum eins til sex ára sem mæld voru árlega. Muldoon og fleiri (15) fundu 25% algengi mótefna gegn L. pneumophila SG 1 í 126 börnum yngri en 10 ára. Niðurstaða beggja var að sýkingar með L. pneumophila eða náskyldri bakteríu væri algeng í umræddu þýði og að L. pneumophila geti valdið vægum öndunarfæraeinkennum í börnum. í nýlegri rannsókn í Frakklandi fundu Couvreur og fleiri (32) 2% mótefnasvörun gegn L. pneumophila SG 1 í 278 börnum, 168 þeirra voru yngri en 2ja ára. Mundel og fleiri (33) lýstu fyrstir rannsókn á mótefnum gegn 11 mismunandi Legionella species, mældum með glitprófi á 167 börnum í ísrael og voru fimm börn með mælanleg mótefni. Tíðni mótefna sem finnst í slíkum rannsóknum er háð þeim viðmiðunarmörkum sem valin eru. í rannsókninni á íslensku börnunum var > 1/32 valið sem viðmiðunargildi með hliðsjón af niðurstöðum Klein og fleiri (18) og Di Capua og fleiri (19). Viðmiðunartítri > 1/64 eða > 1/128 hefðu gefið niðurstöður 8% eða 2%. Algengi Legionella mótefna er einnig háð fjölda tegunda sem prófað er fyrir. Að þessu leyti er rannsóknin á íslensku börnunum eingöngu sambærileg við rannsókn Mundel og félaga (33) en hann prófaði fyrir 11 mótefnum og fann svörun hjá 3% barnanna, þ.e. lægri tíðni en í umræddri rannsókn. Beer og fleiri (34) sýndu fram á að algengi mótefnasvörunar gegn L. pneumophila meðal barna með astma var meiri en í samanburðarhópi. í íslensku rannsókninni fannst enginn slíkur munur. Orsök fyrir hinni augljósu aukningu á tíðni mótefna gegn Legionella ssp við þriggja til fjögurra ára aldur er óljós. Hvort aukin virkni barna á þessum aldri, leikir í sandkössum og pollum, sundlaugaferðir, dvöl á barnaheimili og fleira spilar þar með er ekki vitað. Jafnframt er óvenjulegt að mun fleiri stúlkur hafa marktæk mótefni en drengir. Þó enn hafi ekki verið greindur faraldur af legionellosis á íslandi hafa einstök tilfelli verið allalgeng á undanförnum árum (35, 36). Vatn í Reykjavík, kalt sem heitt, hefur enn ekki verið fyllilega rannsakað en gæti hugsanlega átt þátt í hinni háu tíðni mótefna gegn Legionella ssp meðal barna á íslandi. ÞAKKIR: Höfundar þakka læknum og starfsfólki barnadeildar Landakotsspítala fyrir aðstoð við töku sýnanna og söfnun upplýsinga, starfsfólki rannsóknarstofu Landakots fyrir forvinnslu og frágang sýnanna og Ellen Jörgensen fyrir mælingarnar. HEIMILDIR 1. Fraser DW, Tsai TR, Orenstein W, et al: Legionnaires’ disease: Description of an epidemic of pneumonia. N Engl J Med 1977; 297: 1188-97. 2. McDade JE, Shepard CC, Fraser DW et al: Legionnaires’ disease: Isolation of a bacterium and demonstration of its role in other respiratory diseases. N Engl J Med 1977; 297: 1197-1203. 3. Fraser DW, McDade JE: Legionellosis. Sc Am 1979; 241: 82-99. 4. McDade JE, Brenner DJ, Bozeman FM: Legionnaires’ disease bacterium isolated in 1947. Ann Intern Med 1979; 90: 659-61. 5. Meyer RD. Legionella infections: A review of five years of research. Rev Infect Dis 1983; 5: 258-77. 6. Editorial: How common is Legionnaires’ disease? Lancet 1983; 1: 103-4. 7. Eickhoff TC. Epidemiology of Legionnaires’ disease. Ann Intern Med 1979; 90: 499-502. 8. Storch G, Baine WB, Fraser DW et al. Sporadic community-acquired Legionnaires’ disease in the United States. Ann Intern Med 1979; 90: 596-600. 9. Engeland AC, Fraser DW, Plikaytis BD et al. Sporadic Legionellosis in the United States: The first thousand cases. Ann Intern Med 1981; 94: 164-70. 10. Winn WC, Jr. Legionella and Legionnaires’ disease: A review with emphasis on environmental studies and laboratory diagnosis. CRC Crit Rev Clin Lab Sci 1985; 21: 323-81. 11. Collins MT, Cho SN, Reif JS. Prevalence of antibodies to Legionella pneumophila in animal pópulations. J Clin Microbioi 1982; 15: 130-6. 12. Poshni 1A, Millan SJ. Seroepidemiology of Legionella pneumophila serogroup 1 in healthy residents of New York City. NY State J Med 1985; 85: 10-14. 13. Edson DC, Harlan ES, Wenthworth BB, et al. Prevalence of antibodies to Legionnaires’ disease. Ann Intern Med 1979; 90: 691-3. 14. Andersen RD, Lauer BA, Fraser DW, et al. Infections with Legionella pneumophila in children. J Infect Dis 1981; 143: 386-90. 15. Muldoon RL, Jaecker DL, Kiefer HK. Legionnaires’ disease in children. Pediatrics 1981; 67: 329-32. 16. Orenstein WA, Overturf GD, Leedom JM, et al. The frequency of Legionella infection determined in children hospitalized with pneumonia. J Pediat 1981; 99: 403-6. 17. Farshy CE, Cruce DD, Klein Gc, Wilkinson HW, Feeley JC: Immunoglobulin Specificity of the Microagglutination Test for the Legionnaires’ Disease Bacterium. Ann Intern Med 1979; 90: 690. 18. Klein GC, Jones W, Feeley JC. Upper limit of normal titer for detection of antibodies to Legionella pneumophila by the microagglutination test. J Clin Microbiol 1979; 10: 754-5. 19. Di Capua A, Temperanza AM, Ciarrochi S, et al. Upper limit of normal titer for Legionella

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.