Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 38
412 LÆKNABLAÐIÐ engar eitlastækkanir fundust í holhöndum. Lungnahlustun var eðlileg. Hjartaskoðun var eðlileg utan útstreymisóhljóðs í systolu. Á kvið var ör í miðlínu frá nafla til lífbeins en engar fyrirferðaraukningar eða líffærastækkanir fundust, kviðurinn var mjúkur og eymslalaus. Garnahljóð voru eðlileg. Endaþarmsskoðun var eðlileg. Á útlimum og baki voru hvergi merki um liðbólgu eða eymsli, en á fótum vottaði fyrir bjúg. Skoðun á taugakerfi leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Rannsóknir: Hb 133 g/1, Hct 0,406 1/1, sökk 80 mm/klst, Hbk 14,6 * 10 9 /1 MCHC 334 g/1, MCV 92 U, MCH 30,8 pg, rbk 4,46 *10 12 /1. Deilitalning: stafir: 2%, segm 60%, lymf 34%, eos 1%, mono 3%. Blóðflögur: auknir, tox. gran + +. Leynt blóð fannst ekki í hægðum. Almenn þvagskoðun: 1-4 rbk pHpF, 0-3 hvblk, að öðru leyti eðlilegt. Rafvakar (electrolytar): se-Na 139 mmól/l, se-K 3,6 mmól/1, se-Cl 114 mmól/1, se-HC03 23 mmól/1, sykur í sermi 8,8 mmól/1, se-kreatínin 85 mól/1, se-alk fosf 43 U/l, se- ALAT(GPT) 25 U/l, se-GGT 37 U/l. Se-prótín rafdráttur: se-prótín 71 g/1, se-albúmín 38 g/1, se-alfa 1 glóbulín 4 g/1, se-alfa 2 glóbulín 9 g/1, se-beta glóbulín 8 g/I, se gamma glóbulín 11 g/1. Plasma prótín status: se-haptoglóbulín 5,04 g/1, se-orosomucoid 2.04 g/1, se IgA 1,67 g/1, se-IgG 11,93 g/1, se-IgM 0,86 g/1. Röntgen rannsóknir: eðlileg hjarta- og lungnamynd. Aðrar rannsóknir: Blóðvatnspróf vegna veirusjúkdóma: Engin nýleg sýking. Ræktun stroksýna frá hálsi var neikvæð. Saursýni sýndi engan vöxt af Salmonella eða camphylobacter og var neikvætt fyrir veirum með ELISU og almennum ræktunaraðferðum. Blóðræktanir og þvagræktanir voru neikvæðar. RF-Rheumaton og RF ELISA auk ANA voru neikvæð. Antistreptolysin O (AST;ASO) og antistaphylolysin (ASTA) voru neikvæð. VRDL og Mantoux var neikvætt. EKG var innan eðlilegra marka. Tekið var sýni frá útbroti á upphandlegg. Vefjasvar leiddi í ljós talsverða bólgufrumuíferð í leðurhúð og í þekjunni, sem eru aðallega kleifkjarna hvít blóðkorn (neutrophilar) en einstaka eosínfíklar (eosinophilar), einnig hnattfrumur. Æðar eru þunnveggja og án fjölgunar. SVAR Sjúklingar með hita af óþekktum uppruna og hrattvaxandi útbrot auk almenns slappleika eru oft rannsakaðir ítarlega á lyflækningadeildum spítalanna. Orsakir hita af óþekktum uppruna geta verið margvíslegar. Eina orsök hans hefur lítið borið á góma hérlendis þó að nauðsynlegt sé að hafa hana með í mismunagreiningunni: Sweet’s syndrome. Húðsýni frá upphandlegg staðfesti einmitt þá sjúkdómsgreiningu sem sérfræðingur í húðsjúkdómum hafði sett efst á blað: Sweet’s syndrome (acute febrille neutrophilic dermatosis). Sweet’s syndrome (1) verður oftast hjá konum á aldrinum 30 til 60 ára og lýsir sér með hratt vaxandi útbrotum, fyrst og fremst á útlimum, í andliti og á hálsi. Þessum útbrotum fylgir hár hiti og almennur slappleiki. Orsakir Sweet’s syndrome eru ókunnar. Nýlegar rannsóknir benda til galla í viðbrögðum við efnaáreiti (chemotaxis) á kleifkjarna hvítum blóðkornum (neutrophilum) (2) og ofstarfsemi gleypla (3). Sjúkdómurinn byrjar oftast með einkennum sem líkjast inflúensu eða efri loftvegasýkingu. Auk þess hefur Sweet’s syndrome verið Iýst í kjölfar bólusetningar. Einkennin leyna sér ekki þó að sjúkdómurinn sé oftast ekki greindur fyrr en eftir ótal rannsóknir sem útiloka aðra kerfissjúkdóma. Sjúklingurinn er með háan viðvarandi hita og hefur oft einkenni blóðborinnar sýkingar. Sökkið er yfirleitt talsvert hækkað og kleifkjarna hvít blóðkornahækkun (neutrophilia) er algeng. Útbrotin eru aum viðkomu og rauð-bláleit eða daufrauð þykkildi, stundum óregluleg eða með auðum bletti miðsvæðis (annuler). Oftast samhverf og hverfa eftir 2-3 vikur. Á seinni stigum geta komið graftarbólur (pustulur). Algengir fylgifiskar eru slímhimnubólga í augum og hvítubólga (episcleritis), vöðva- og liðverkir, sem skemma ekki liðina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.