Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Síða 12

Læknablaðið - 15.09.1989, Síða 12
234 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 3. andlegu álagi að það verður að leita allra ráða til að styrkja andlegt þrek nemendanna. Út af þessu gefur háskólaspítalinn í Berkeley, Kalifomíu, út rit með lista yfir þær helstu andlegu þarfir (t.d. það að vera einn, að syngja með fólki, finna til samkenndar í náttúrunni o.s.frv.) sem fólk ætti að reyna að fá uppfylltar. (Má líkja við minnislista yfir fæðutegundir og þau vítamín sem manninum er nauðsynlegt að neyta). Bæklingurinn útskýrir á eftirfarandi hátt hvers vegna þetta mat á andlegu lífi þurfi að fara fram(ll): »Við erum að biðja þig að gera úttekt á þínu andlega lífi vegna þess að tilfinningar þínar um andlega þætti, geta haft áhrif á heilsu þína... Menning okkar leggur áherslu á hið rökvísa (rationala). Háskólar okkar og heilbrigðiskerfi styðjast við rök og vísindi... Tap hins mannlega (dehumanization) sem oft gerist á nútíma spítölum minir okkur á, að rofin við andlegan þátt lífs okkar getur haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar.« (Bls. 99). Þetta rit bendir með fordæmi sínu á, að hliðstæðar úttektir mætti gera yfir það hvaða staðir í borg séu andlega mikilvægastir fyrir íbúana. Með þessu væri fengin rökvís aðferð til að sýna fram á t.d. hvaða staði ætti að verja öðrum fremur fyrir ágangi og breytingum. Það er mikið verk að gera svona könnun en til þess að gefa tilfinningu fyrir því hvemig hún gæti litið út í Reykjavík bað ég tíu kunningja mína að raða nöfnum tíu staða í röð eftir tilfinningalegu mikilvægi. Þetta er niðurstaðan: Stig alls Mikilvægisrööun tíu Reykvíkinga 1 Austurvöllur. . 91 1 1 1 2 3 3 1 1 4 2 2 Tjörnin 80 3 3 4 4 1 2 4 3 1 5 3 Arnarhóll .... 74 5 4 2 1 2 5 2 2 6 7 4 Austurstræti . 72 2 2 7 6 7 6 3 4 2 1 5 Skólavöröuhæö 61 6 6 5 3 6 1 5 5 8 4 6 Landakotshæö 46 7 10 3 8 8 4 8 7 3 6 7 Grjótaþorp . . . 42 9 5 10 5 4 8 9 8 7 3 8 Bernhöftstorfa 41 4 7 8 7 9 9 6 6 5 8 9 Laugarnes. . . 34 8 9 4 9 5 7 7 9 9 9 10 Háaleitishverfi 13 10 8 9 10 10 10 10 10 10 10 KAFLI III: ÝMSIR FRUMÞÆTTIR NÝRRAR SKIPULAGSSTEFNU OG HÖNNUNARDÆMI ER ÚTSKÝRA ÚTFÆRSLU ÞEIRRA Um efnistök þessa kafla Við höfum nú, á fræðilegan hátt, glöggvað okkur á helstu göllum í núverandi fræðigrunni skipulagsfræðinnar. Bent hefur t.d. verið á það, að núna þurfi hönnun og skipulag að fara að snúa sér af meira afli að uppfylla mannlegar og andlegar þarfir mannvistar í borgum. Fræðilega vinnan og sú leiðrétting á skipulagslögunum, sem í kjölfar hennar þarf að fylgja, er mikilvægasti þáttur þessa starfs. Hér á eftir verður fmmþáttum nýrrar mannlegrar og lífrænnar skipulagsstefnu skipað niður í þætti og bent á hverjar breytingar þurfa að verða á skipulagslögunum í hveiju tilfelli.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.