Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1989, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.09.1989, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 235 Jafnframt þessu verður skýrt með »skematískum« hönnunardæmum, hvemig hönnunarverkefni yrðu útfærð samkvæmt hinum nýju stefnumiðum. Eftirfarandi er yfirlit yfir nýju stefnumiðin: 1. Hólfunartilhneigingunni sé mætt með blöndun, tengingum og myndun heilda. 2. Vélrænu heimsmyndinni sé mætt með lífrænum skipulagsmynstmm. 3. Fúnksjónalisma sé mætt með áherslu á listræn og mannleg gildi. 1. Hólfunartilhneigingunni sé mœtt með blöndun og tengingum A síðustu 10 árum hafa komið fram merkar bækur um rætur hinnar ríkjandi, vélrænu heimsmyndar. J. Rifkin, höfundur bókarinnar »Entropy - A New World View« (1981) (12), segir t.d. um einkenni okkar tíma: »Öld nútímans er öld vélarinnar. Nákvæmni, hraði og óskeikulleiki eru æðstu gildin.« (Bls. 17). Önnur merk bók er eftir I. Prigogine (fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði 1977) og I. Stengers. Utgangspunktur í þessari bók er líka sá nýi og dýpri skilningur á óreiðu (entropy), sem hefur komið fram nýlega í skammtafræðinni (quantum physics). Formáli bókarinnar »Order out of Chaos« (1984) (13), byrjar á eftirfarandi hátt: »Skilningur okkar á náttúmnni er að breytast á róttækan hátt til hins margfalda, hins tímabundna og hins flókna. f langan tíma hefur vélræna heimsmyndin ráðið lögum og lofum í vestrænum vísindum. í þessari heimsmynd sýnist heimurinn stór sjálfhreyfivél.« (Bls. XXVII). Eitthvert helsta einkenni vestrænu vísindaheimsmyndarinnar er sundurskurðaraðferðin (dissection), og mótaðist hún mest í starfi Bacons, Descartes og Newtons um miðja sautjándu öld. Aðferðarfræði þessi nálgast verk þannig að fyrirliggjandi verkefni er skorið niður í búta og hver hluti þess tekinn til meðferðar af sérfræðingi. Þessi aðferð skilaði (og skilar enn) gífurlegum árangri innan margra vísindagreina, sérstaklega í raunvísindum. Galli er aftur á móti sá að í greinum þar sem hin ýmsu sérsvið í raun hafa svo mikil tengsl að rangt er að dæma um afmörkuð atriði án þess að gæta að hvort önnur svið kynnu að vera áhrifavaldar. Oft er það t.d. nefnt sem dæmi að læknum geti sést yfir að orsakir líkamlegra kvilla geta verið komnir til vegna rangs fæðis eða slæms andlegs ástands. Vegna stórra sigra sinna í vísindum varð sundurskurðaraðferðin smám saman að fyrirmynd okkar í því hvemig skyldi taka á fiestum málum, og heldur sú þróun áfram þó nú sé víða unnið ötullega að því að búa til þekkingu sem brúar bilin á milli sérfræðigreinanna. Mynd 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.