Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Síða 21

Læknablaðið - 15.09.1989, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 241 Sigrún Helgadótir, Margrét Þormar, Bergljót Sigríöur Einarsdóttir MANNVIST í ÞÉTTBÝLI INNGANGUR Hér verða settar fram nokkrar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum er gætu stuðlað að betra mannlífi, heilbrigði og bættu andlegu og líkamlegu atgervi komandi kynslóða - eins og segir í keppnisgögnum læknafélaganna. I sömu gögnum er tekið fram, að ekki sé ætlast til að teknir séu til umfjöllunar sögulegir þættir þessara mála, það verður þó gert hér, vegna samhengis og er beðið forláts á því. í fyrstu er reynt að átta sig á því, hvað er manninum nauðsynlegt til að halda góðu andlegu og líkamlegu atgervi. Síðan er reynt að horfa á söguna m.t.t. fyrirmynda um framtíðina, því það er nú reyndar svo, »að fortíðin getur verið lykill framtíðar«. Núverandi aðstæður verða ræddar til að finna, hvað í þeim hindrar ofannefnd markmið, hverju þarf helst að breyta til að líf manna geti verið sem best. Þá verða settar fram megin hugmyndir um framtíðarskipulag í þéttbýli, sérstaklega teknir fyrir einstakir þættir þess, samgöngur og umhverfisfræðsla, og að lokum getið sérstöðu Islands. MAÐURINN Lífsnauðsynjar Líklega geta allir verið sammála um hverjar séu hinar nauðsynlegu líkamlegu þarfir mannsins: Hreint loft og vatn, næringarrík fæða án eiturefna, gott og heilsusamlegt húsnæði, næg hreyfing og aðhlynning (hjúkrun, læknun). Væntanlega er eitthvað umdeildara hvað fólki sé nauðsynlegt til að öðlast sem bestan andlegan þroska og heilbrigði. Aðhlynning eða umhyggja er í þeim flokkinum líka, einnig virðast flestir vera á þeirri skoðun að þar skuli vera: Fullvissan um að vera að gera gagn, tilfinningatengsl við

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.