Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 251 Reyndar er umhverfi borga víða að verða meira einsleitt og minna heillandi og hvetjandi en það var, t.d. þegar gömul hús með mikla sögu eru rifin og ný hús eru byggð í staðinn með sama svipmóti og nýju húsin í kring. Lífríki borga er oft harla einsleitt eða er gert það. Gott dæmi um þetta er Reykjavík. Hún er byggð í mjög fjölbreyttri náttúru, fjallasýn er mikil og falleg, langar fjörur, iðandi af óvenju fjölbreyttu lífi, landið mishæðótt, ýmist votlend fífusund eða þurrar klappir og holt, og borgarlandið á bæði tjamir og ár. Borgin sýnist hafa verið byggð nær algjörlega óháð því hvort íbúar hennar fái notið útsýnis eða ekki. A bestu útsýnisstöðunum hafa verið byggð verslunar- og verksmiðjuhverfi. Dæmi um þetta eru t.d. Múlahverfið ofan Suðurlandsbrautar og hverfin báðum megin Elliðavogs. Strandlengja borgarinnar hefur verið eyðilögð, ýmist með uppfyllingu eins og í Elliðavogi og meðfram Skúlagötu eða með mengun eins og við Ægissíðu og Nauthólsvík. Um leið hvarf náttúrulegt lífrfki fjörunnar og einhver besti skóli borgarinnar. Gróðurlendi borgarlandsins, sem einu sinni var fjölbreytt, verður nú æ einsleitara. Við skipulag nýrra hverfa er hvorki hlíft lyngmóum holtanna né fífu og störum mýranna. Opin svæði eru ýmist skrúðgarðar, rennisléttar grasflatir með blómum og trjám í beinum röðum eins og Hljómskálagarðurinn, eða þeim er breytt í samfelldan skóg eins og Oskjuhlíð og Elliðaárdal. Skógurinn þurrkar upp votlendið og breiðir sig yfir jökulsorfnar klappir. Um leið fækkar bæði blómategundum og fuglategundum þ.e. umhverfið verður einsleitara, fábreyttara hvað varðar alla skynjun, sjón, heym, ilman, smekk og tilfinningu. Talið er víst að forvitni bama, könnunarfýsn og hugvitsemi sé miklu frekar kæfð í fábreyttu umhverfi en fjölbreyttu og fábreytt umhverfi er á allan hátt minna heillandi en fjölbreytt, fyrir alla aldurshópa. Hættulegast er þó, að böm í borg alast ekki upp í þeirri skynjun, að þau séu hluti af hringrás lífsins, að »af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða«. Mjólk og annar matur kemur úr búðinni og ruslabfllinn fjarlægir sorpið. Orkuneysla Talið er, að menn hafi kunnað að fara með eld fyrir um 500 þúsund ámm síðan (Peking- maðurinn). Sú kunnátta gerði þeim kleift að breyta umhverfi sínu á annan og afdrifaríkari hátt en aðrar lífvemr gerðu. Menn fóm að nota kol til eldiviðar fyrir um 3000 ámm, en þau vom yfirleitt óaðgengileg og það var ekki fyrr en á síðustu öld sem þau urðu algengara eldsneyti en viður. Arið 1857 er fyrst vitað til að olía hafi verið seld til eldsneytis. Nú er henni dælt upp úr iðmm jarðar í því magni að flestu venjulegu fólki er ofraun að skilja það magn túlkað í tölum. Allar heimildir sem kannaðar hafa verið eru sammála um það, að draga muni vemlega úr olíuframleiðslu fljótlega eftir næstu aldamót og verð hækka vemlega. Olía er mikilvægt hráefni í ýmis konar iðnaðarframleiðslu, allt of mikilvægt til þess að skynsamlegt sé að brenna henni svo gegndarlaust sem nú er gert. Með sömu orkunotkun áfram og nú er í heiminum, munu nýtanlegar olíulindir heimsins vera uppumar eftir 50-60 ár. Brennsla á kolum og olíu hefur eftirfarandi í för með sér: * Magn koltvísýrings í lofti eykst. Frá því fyrir iðnbyltingu hefur magn koltvísýrings í lofti aukist um 21% og því er spáð, að um miðja næstu öld verði það orðið tvöfalt meira en það var þá. Aukning koltvísýrings í lofti hefur s.k. gróðurhúsaáhrif og talið er, að lofthiti jarðar muni hækka um 1,5-4,5° C á næstu 60 ámm og e.t.v. tvisvar til þrisvar sinnum það við pólana. Slík hitaaukning mun aftur auka svo bráðnun jökla, að sjávarmál hækkar um 25-140 cm og margar borgir og stór svæði af frjósamasta og mest ræktaða landi heimsins fer undir sjávarmál (Our Common Future, bls. 175-176). * Staðbundin mengun andrúmslofts eykst, sérstaklega í þéttbýli vegna iðnaðar og bfla. Þegar mengunar fór að gæta mjög vemlega í borgum, jafnvel svo að fólk lést af völdum hennar s.s. í Lundúnum í byrjun desember 1952, var farið að byggja háa skorsteina til að fjarlægja mengun frá yfirborði jarðar. Þá fór að bera á annars konar mengun: * Súrnun umhverfis. Mengunarefnin ganga í samband við vatn í andrúmsloftinu og mynda sým sem síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.