Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1989, Page 55

Læknablaðið - 15.09.1989, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 269 Kára þegar hann blæs, verður að vera hluti af námi hvers íslendings. Og listin. Böm þurfa strax að fá að túlka skynjun sína og fá hvatningu til að halda því áfram svo lengi sem þau vilja og þurfa. Listin hefur ævinlega fylgt manninum og verið mótuð af umhverfi hans. í tónlistartímum þarf að þjálfa böm í að hlusta á náttúmna, brimið, rigninguna, vindinn, fuglasönginn og síðan bætast við manngerð hljóð og vélarhljóð. Getum við heyrt einhver þessara hljóða í tónverkum meistaranna, getum við sjálf búið til tónverk með þessum hljóðum? Hvemig er umhverfinu lýst í ljóðum og sögum, myndlist og leiklist og hvemig getum við gert það sjálf? Borgarbúar verða einnig að læra að meta hið manngerða umhverfi, lesa það og skilja, festa í því rætur. Saga Reykjavíkur er jafn löng sögu íslensku þjóðarinnar. Uti í Viðey er verið að grafa upp bæ frá landnámsöld og klaustur frá miðöldum. Ungt fólk verður að fá að fylgjast með því starfi sem þar er unnið, taka þátt í því í smáhópum undir leiðsögn og með teskeiðar að vopni. Finna sjálf og skilja hvemig forfeður okkar og mæður lifðu, hvað borðuðu þau, hver voru verkefni þeirra og áhöld. Reykjavík nútímans er byggð upp á stuttum tíma og hefur vaxið svo hratt á síðustu áratugum, að hús sem byggð em um eða fyrir síðustu aldamót þykja gömul. Flest eru þessi hús byggð úr timbri og með hinni »séríslensku« bárujámsklæðningu. Mörg þeirra em listaverk, unnin af góðum handverksmönnum sem kunnu vel að nýta efniviðinn. Aðalbyggingarefni var upphaflega timbur og er fróðlegt að skoða hvemig húsin hafa vaxið í takt við auknar þarfir. Algengt var að húsin yrðu fallegri með hverri breytingu. Upp úr 1915, eða eftir brunann mikla, breyttist afstaða manna til timburhúsa í þéttbýli og eftir að steinsteypan hóf innreið sína í íslenska byggingarlist, lagðist bygging timburhúsa að mestu leyti niður. A sjöunda áratugnum, um það leyti er aðalskipulag Reykjavíkur var unnið, náði niðurlæging gömlu timburhúsanna hámarki og enn í dag er talið ráðlegast að fjárfesta í steinsteypu. Allt þetta má lesa úr húsunum þegar gengið er um götur Reykjavíkur. Fræðsla um þessi gömlu hús og sögu þeirra er nauðsynleg. Hún hlýtur að vekja skilning á mikilvægi þess að varðveita gömul hús. Því miður er enn verið að »fleygja skinnhandritum« með því að rífa hús sem segja sögu borgarinnar. Það er bmðl að rífa allt gamalt og henda því, í stað þess að byggja það upp og nota og njóta þess. Að ganga götu þar sem standa hús frá ýmsum tímum og að skynja aldur þeirra, efni, byggingarstfl og fleira, örvar hugann og gerir menn frjórri og hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft, er þá ekki mótsögn í því að læra út í ystu æsar um bardaga og stríð einhverra höfðingja fyrr á öldum, kannski í útlöndum, en þekkja ekki sögu sinnar eigin borgar? Margt hefur verið ritað um sögu byggðar í þéttbýli og ennþá er hægt að ganga Laugaveginn og skoða þar hús frá árinu 1848 og allt fram á okkar daga. Mikilvægt er að handverkskunnátta fyrri tíma gleymist ekki og í nútíma tækniþjóðfélagi er það nauðsynlegra en nokkm sinni, þessi kunnátta tengir okkur fortíðinni sterkum böndum. A íslandi er enn ekki til skóli í húsagerðarlist. Eina leiðin til að eignast okkar eigin hefð í þeirri list, er að tengja nútíðina við fortíð og þar með byggja upp framtíð okkar. Umhverfið er hluti af einstaklingnum, einstaklingurinn er hluti af umhverfi sínu, hann setur sín spor, spor sem ekki mega gleymast. Umhverfi okkar, bæði náttúmlegt og manngert er þjóðinni nauðsynlegt, þjóð sem vill halda sínum sérkennum. En tíminn er naumur. Fræðslustarfið þarf að hefja sem fyrst. Skólar Það starf sem nú er unnið í leikskólum, gmnnskólum, skólagörðum og vinnuskólum þarf allt að verða ein markviss, samfelld heild. Við hvem skóla þarf að koma fyrir gróðurhúsi, gróðurskála og vermireitum, þ.e. gróðrarstöð þorpsins, þaðan sem öll gróðurvemd og ræktun í þorpinu væri skipulögð. Leiðbeinendur þar ynnu með kennumm skólans að ýmsum verkefnum, með matreiðslukennara væri sáð fyrir matjurtum og séð um þær, með líffræðikennurum væru gerðar ýmsar tilraunir og athuganir, t.d. með ræktun nýrra tegunda o.s.frv. Sumarstarf við ræktun og fegmn í þorpinu væri undirbúið í skólanum og gróðrarstöðinni á vetuma, nám og starf yrði samfellt allt árið.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.