Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1990, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.12.1990, Qupperneq 28
502 LÆKNABLAÐIÐ Hóstarkirtilsskurður. Þessari aðgerð var fyrst beitt við VSF árið 1911 (12). Framanaf dóu flestir sjúklinganna vegna miðmætisbólgu. Með nútíma skurð-, svæfingar- og gjörgæslutækni og lyfjameðferð hefur dánartíðnin hins vegar verið að nálgast núll á bestu stöðum. Aðgerðin ber árangur í allt að 80% tilvika (og í nálega helmingi þeirra tilvika hverfa öll einkenni). Vinsældir aðgerðarinnar hafa því farið vaxandi og er hún nú víðast hvar einn af homsteinum meðferðar VSF. Vara verður sjúklinginn við því að árangurinn komi oft ekki fram fyrr en eftir marga mánuði eða allt upp undir ár. Ekki er vitað hvers vegna aðgerðin ber árangur, því ekki er hægt að skýra áhrif aðgerðarinnar með því að hún bæli frumubundna ónæmiskerfið eða myndun mótefna almennt. Helst er talið að batinn stafi af því að hóstarkirtillinn innihaldi það sem þarf til að vekja upp og viðhalda mótefnamynduninni gegn AKN, þ. e. mótefnavakann (AKN, sem er á fmmum sem líkjast fmmum beinagrindarvöðva) og frumur sem »kynna« mótefnavakann fyrir ónæmiskerfinu. Hægt er að nálgast hóstarkirtilinn í gegnum bringubeinið eða frá hálsinum. Síðamefnda leiðin er minna inngrip og örið verður minna áberandi, en meiri hætta er á að eitthvað verði eftir af hóstarkirtlinum, þannig að oftast er farið í gegnum bringubeinið. Allir eru sammála um að fjarlægja þurfi hóstarkirtilsæxli, þar sem þau geta vaxið yfir í aðlæg líffæri. Flestir telja einnig rétt að grípa fljótt til aðgerðarinnar hjá ungum sjúklingum með útbreidd einkenni. Flestum ber saman um að ekki sé þá rétt að hefja langtímameðferð með barksterum fyrr en eftir aðgerðina, þar sem þeir torveldi framgang hennar. Hár steraskammtur í æð (1 g metýlprednisólons) rétt fyrir aðgerðina hefur hins vegar reynst vel og sama gildir um notkun blóðvatnsskipta fyrir og/eða eftir aðgerð. Barksterar eru einnig virk meðferð við VSF. Aður fyrr notuðu menn ACTH, en í dag prednisólon. Verulegum bata er lýst í 60-90% tilvika. Verkunarmynstrið er óþekkt. Fram koma tvenns konar áhrif. Fyrst (innan þriggja vikna) kemur gjaman versnun einkenna, sem ekki er talin stafa af ónæmisbælingu, heldur beinum áhrifum á boðflutninginn yfir tauga- vöðva mótin. Síðan (eftir fjórar til sex vikur) kemur bati, sem nær gjaman hámarki eftir fjóra til sex mánuði. Hann byggist sennilega bæði á ónæmisbælandi og bólgueyðandi áhrifum prednisólons. Lyfinu er einkum beitt ef ónógur árangur fæst eftir hóstarkirtilsskurð eða þegar ekki þykir rétt að beita aðgerðinni. Gæta verður þess að fara ekki of ört af stað, því þá geta einkennin versnað mikið. Skoðanir em talsvert skiptar á því hvemig fyrirkomulag og skammtar sterameðferðar henti best. Almennt má þó segja að þetta ráðist af því hversu alvarleg einkennin eru, þ. e. hversu mikið liggi á að árangur náist. Til að draga úr hjáverkunum gefa flestir lyfið annan hvom dag. Sumir gefa það þó daglega til að byrja með, en breyta yfir í annan hvom dag þegar bati kemur fram. Til að draga sem mest úr upphafsversnun má byrja með tiltölulega lágum skammti, t. d. 25 mg annan hvom dag og auka hann smám saman, á nokkrum mánuðum, upp í 75-100 mg. Einnig má komast hjá upphafsversnuninni með því að hefja meðferðina með stómm skömmtum af metýlprednisóloni í æð, áður en byrjað er á prednisólon töflum. Vegna hættunnar á upphafsversnun er sterameðferðin oft hafin á sjúkrahúsi. Gjöf prednisólons annan hvom dag geta fylgt vemlegar sveiflur, með miklum einkennum á lyfjalausa deginum. Þessu má draga úr með því að gefa lítinn prednisólonskammt þann daginn. Viðhaldsskammtur lyfsins er yfirleitt mun minni, en mjög einstaklingsbundinn. Meðferðinni verður oft að halda áfram ámm saman, einkum hjá þeim sem ekki gangast undir hóstarkirtilsskurð og þá geta smám saman komið alvarlegar hjáverkanir, svo sem augndrer, sykursýki, úrkölkun beina með tilheyrandi samfalli hryggjarliða, sýkingar, magablæðingar og rugl. Öflugri ónæmisbœlandi lyf. Vegna hættu á alvarlegum hjáverkunum eru þessi lyf fyrst og fremst notuð þegar allt annað bregst. Einkum hefur verið notað azathioprine (Imuran, 2,5 mg/kg/dag), en einnig cýklófosfamið. (Sendoxan) og cíklósporin (Sandimmun). Ahrifin eru ámóta mikil og af barksterunum, en láta enn lengur á sér standa (koma eftir hálft til eitt ár) og hér getur einnig þurft að halda meðferðinni áfram í mörg ár.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.