Læknablaðið - 15.12.1990, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ
511
Tafla IV. Mat aöstandenda á fjárhagsvandamálum
'sem orsakast af veikindum sjúklinganna.
Geödeildir Aörar deildir Alls
Mikil................... 7 8 15
Nokkkur................ 14 7 21
Engin ................. 15 25 40
Samtals 36 40 76
Fjórir aöstandenda sjúklinga á geödeildum tóku ekki þátt í
könnuninni.
Tafla V. Áfallnar skuldir er fjölskyldan hefur oröiö aö
greiöa.
Geödeildir Aörar deildir Alls
Skuldir greiddar ... 6 1 7
Engin greiðsla .. 30 39 69
Samtals 36 40 76
Fjórir aöstandendur sjúklinga á geödeildum tóku ekki þátt í
könnuninni.
Tafla VI. Svör aöstandenda varöandi greiöslur
sjúklinga til heimilishalds.
Geödeildir Aörar deildir Alls
Greiösla.................. 16 25 41
Engin greiösla......... 20 15 35
Samtals 36 40 76
Fjórir aöstandendur sjúklinga á geödeildum tóku ekki þátt í
könnuninni.
tímabundið til þess að geta annast sjúklingana
en níu (22.5%) aðstandendur sjúklinga á
öðrum deildum. Munur á aðstandendum er
ekki marktækur.
Tafla V sýnir að sex (20%) aðstandendur
sjúklinga á geðdeildum og einn aðstandandi
sjúklings á öðrum deildum höfðu orðið að
greiða áfallnar skuldir sem sjúklingar stofnuðu
til vegna veikinda sinna.
Við spumingu um kostnað af skuldum sem
sjúklingur stofnaði til fyrir veikindi sín,
(tilurð þeirra því óháð veikindum sjúklings),
kom í ljós að í tveimur tilfellum höfðu
aðstandendur sjúklinga á geðdeildum orðið
að bera kostnað af slíkum skuldum, en enginn
meðal aðstandenda annarra sjúklinga.
Við spumingunni um hvort einhver meðlimur
í fjölskyldunni hafi tekið lán til að greiða
kostnað sem tengist veikindum sjúklings
kom í ljós að fimm aðstandendur sjúklinga
á geðdeildum höfðu tekið lán og þrír
aðstandendur sjúklinga á öðmm deildum.
Tafla VI sýnir að fleiri sjúklingar á
öðmm deildum en geðdeildum tóku þátt í
heimiliskostnaði.
UMRÆÐA
Sjúklingar sem og aðstandendur tóku þessum
hluta könnunarinnar vel og svömðu eftir
bestu getu. Þeir töldu mikilvægt og jákvætt að
veita upplýsingar um áhrif veikinda á fjárhag.
Mat á áhrifum veikinda á vinnu verður ætíð
einstaklingsbundið og jafnvel stundum háð
viðbrögðum vinnuveitenda. Tveir þriðju hlutar
sjúklinga á öllum deildum töldu veikindin
þó hafa skert starfsgetu umtalsvert. Flestir
þeirra lýstu áhyggjum yfir því hvort þeir yrðu
vinnufærir, fengju starf eða héldu starfi sínu.
Nokkrir höfðu verið óvinnufærir alllengi og
fáir sjúklingar, sérstaklega á geðdeildum, voru
í fastri vinnu. Mun algengara var að sjúklingar
á geðdeildum hefðu fjárhagsáhyggjur sem
þeir yfirleitt töldu orsakast af veikindum.
Ahyggjumar komu meðal annars fram í
óvissu um afkomu eða um fjárhagslega
getu til þess að bjarga sér og fjölskyldu
sinni, þegar hún var fyrir hendi. Lögboðnar
tryggingar samkvæmt áunnum réttindum
stóðu engan veginn undir fjárþörf þeirra og
dugðu því ekki til að draga úr áhyggjum.
Rétt er að ítreka, að hér var um að ræða
raunhæfar áhyggjur. Svo virðist sem þeir hafi
áður barist í bökkum og getan til að mæta
fjárhagsskerðingu vegna veikinda því verið
mjög takmörkuð. Bætur þeirra sjúklinga er
lágu á geðdeildum komu nær einvörðungu
frá sjúkrasamlögunum eða Tryggingastofnun
ríkisins, en sjúklingar á öðrum deildum
nutu oftar bóta úr öðmm sjóðum, svo sem
lífeyrissjóðum. Fjárhagur sjúklinga á öðmm
deildum var almennt mun betri fyrir veikindin.
Einnig kom í ljós að sjúklingar á geðdeildum
vom aðstandendum almennt fjárhagslega
dýrari, ekki síst í daglegum þörfum.
Algengara var að aðstandendur sjúklinga á
geðdeildum (39%) þyrftu að hætta við vinnu
til þess að annast sjúklingana. Þó þurftu
tæplega 23% aðstandenda sjúklinga á öðmm
deildum að hætta vinnu. Einnig kom í ljós
í viðræðum við sjúklinga og aðstandendur