Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1991, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.03.1991, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1991: 77: 99. 99 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL ■ 3> I Læknafélag íslands og ■■■ Læknafélag Rcykjavikur 77. ÁRG. - MARS 1991 Ritstjórnargrein Ég vil þakka þann heiður, sem mér er sýndur með því að vera orðinn meðritstjóri Læknablaðsins. Mig grunar þó að þessi bikar geti orðið nokkuð beiskur ef ekki er gætt hófs í gagnrýni. Skurðlæknar áttu síðast fulltrúa í ritstjóm blaðsins 1965-66 (Árna Björnsson). Það er ljóst að skurðlækningar hafa verið í nokkrum öldudal »akademískt« þótt faglega hliðin hafi kannski verið í nokkurri sókn uppá síðkastið (til dæmis hjartaskurðlækningar). Framlag skurðlækna til Læknablaðsins hefur verið fremur fátæklegt að undanfömu. Ég gerði mér það til dundurs að fara yfir árganga 1985-89 og kanna framlag skurðlækna. Einungis er tekið með efni þar sem skurðlæknir er fyrsti höfundur eða greinin unnin af skjólstæðingi (súperkandídat/ aðstoðarlækni) skurðlæknis. Ekki er talið efni frá öðrum deildum þó svo að einhver skurðlæknir eigi nafn á greininni í krafti embættis síns. í ljós kemur að framleiðslan er næsta lítil. (Augndeild Landakots er ekki talin með hér en þaðan hafa komið fimm greinar á þessu tímabili.) Því er haldið fram að skurðlæknar eigi eingöngu að skera, pappírsvinna sé ekki þeirra mál. Þetta sjónarmið er löngu úrelt. Skurðlæknum, eins og öðrum læknum, ber skylda til þess að gera grein fyrir árangri læknisaðgerða sinna til þess að réttlæta áframhaldandi starfsemi eða til þess að fá ábendingar / hugmyndir um að ef til vill sé einhverra breytinga þörf. Einnig er bráðnauðsynlegt að upplýsa aðra lækna Greinaskríf eftir spítölum og deildum Borgarspítali: HNE 2 Heila- og taugaskurðdeild 3 Skurðlækningadeild 4 Slysa- og bæklunarlækningadeild 3 Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri: 2 Landakotsspítali: 3 Landspítali: Bæklunarlækningadeild 1 Kvennadeild 10 Lýtalækningadeild 2 Skurölækningadeild 1 Þvagfæraskurðdeild 1 Ýmsar deidir: 6 Samtals 38 Skrif eftir efni: Bréf 1 Feröasaga 1 Hestaval 1 Minning 1 Ritstjórnargrein 3 Sjúkratilfelli (<5 sjúklingar) 5 Sögulegt yfirlit 3 Uppgjör 21 Yfirlit 2 Samtals 38 um árangur og á hvaða deildum honuin sé náð. Heilbrigð og fagleg samkeppni kemur sjúklingum örugglega til góða. Sá tími er löngu liðinn að hægt sé að segja á fundum »árangur er mjög góður hjá okkur«, menn verða að staðfesta niðurstöður sínar vilji þeir verða marktækir. Eftir þessa léttu brýningu vona ég, að sem flestir íslenskir skurðlæknar hafi skrifkrampa næsta hálfa árið að minnsta kosti. Eldri félagar gætu til dæmis skrifað um horfna tíma og meðferð, einnig væru yfirlit hvers konar vel þegin. Ætli íslenskir skurðlæknar að láta taka mark á sér, verða þeir að byrja að huga að rannsóknum. Slíkt leiðir til meiri áhuga á kennslu, meiri þekkingar á árangri meðferðar og skapar á allan hátt betra andrúmsloft fyrir stúdenta. Þar með erum við samkeppnisfærari um besta efniviðinn til að tryggja framgang fagsins. Jónas Magnússon

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.