Læknablaðið - 15.03.1991, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 1991: 77: 101-6.
101
Kjartan B. Örvar, Stefnir Guönason, Ólafur Gunnlaugsson, Tómas Á. Jónasson
BRÁÐ BLÆÐING
FRÁ EFRI HLUTA MELTINGARVEGAR: PRJÚ
HUNDRUÐ FJÖRUTÍU OG NÍU TILVIK Á
LANDAKOTSSPÍTALA 1976 TIL 1985
ÚTDRÁTTUR
Afturvirk rannsókn var gerð á 310
sjúklingum með 349 blæðingar frá efri hluta
meltingarvegar. Algengustu blæðingarorsakir
voru magasár (32.2%), skeifugamarsár
(18.7%), blæðandi magabólga (10.7%)
og Mallory Weiss heilkenni (6.6%).
Æðamisvöxtur, sem ekki fannst á fyrri
helmingi rannsóknartímans, var greindur í
5.6% tilvika á seinni helmingi hans. Þetta
gefur til kynna að æðamisvöxtur hafi stundum
valdið magablæðingum, sem áður voru
taldar af óþekktum uppmna. Æðahnútar í
vélinda orsökuðu blæðingar í aðeins 3.1%
tilvika og er það í samræmi við lága tíðni
lifrarskorpnunar á íslandi. Af 310 sjúklingum
dóu 30 (9.7%) og má rekja 20 (6.6%)
dauðsföll beint til blæðinga. Aukin dánartfðni
var tengd eftirfarandi áhættuþáttum: Háum
aldri, fyrri sögu um hjarta- og æðasjúkdóma,
byrjun blæðingar eftir innlögn á spítalann,
viðvarandi blæðingu, þörf fyrir skurðaðgerð
og slagbilsþrýstingi <100 mmHg og
blóðrauða <10 g/dl við innlögn.
INNGANGUR
Blæðing frá efri hluta meltingarfæra er algeng
ástæða fyrir innlögn á spítala. Tíðni hennar er
ekki þekkt hér á landi, en í Bandaríkjunum
er áætlað, að slíkar blæðingar leiði til 150
innlagna á 100 þúsund íbúa á ári (1). í
Bretlandi er tíðnin áætluð lægri, eða um 50
innlagnir á 100 þúsund íbúa (2). Ef gert er
ráð fyrir að um þriðjungur sjúklinga með
bráðar blæðingar, sem urðu hjá 150 þúsund
íbúum, hafi verið lagðir inn á spítala okkar á
rannsóknartímanum, má álykta að tíðnin hér
á landi sé milli 50 og 100 á hver eitt hundrað
þúsund.
Frá St. Jósefsspítala Landakoti. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Kjartan B. Örvar
Bráð blæðing frá efri hluta meltingarvegar er
algeng og oft erfið í greiningu og meðferð.
Dánartíðni hefur ekki lækkað að ráði síðustu
40 árin, þrátt fyrir skjóta og nákvæma
greiningu, ef til vill vegna þess að sjúklingar
með þessar blæðingar eru eldri en áður var
og algengara, að þeir séu haldnir öðrum
alvarlegum sjúkdómum (3).
Hér á eftir fara niðurstöður úr afturvirkri
rannsókn á 349 magablæðingum hjá 310
sjúklingum á 10 ára tímabili, 1976-1985.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
I rannsóknina voru teknir 310 sjúklingar, sem
lagðir voru inn á Landakotsspítala með bráða
blæðingu frá efri hluta meltingarvegar eða
byrjaði að blæða á spítalanum.
Blæðingartilvik voru 349. Þar af 212 (60.7%)
hjá körlum og 137 (39.3%) hjá konum.
Blæðing var ástæða fyrir innlögn hjá 304
(87.1%). Hjá 45 (12.9%) byrjaði blæðingin
í legu á spítalanum, 25 körlum (55.6%) og 20
konum (44.4%).
Meðalaldur var 60.2 ár (SD 18.3), heldur
hærri hjá konum 63.7 (SD 17.0) en hjá
körlum 58.0 ár (SD 18.8). Aldursdreifingin
var frá einu ári í 95 ár.
Blóðuppköst, tjöruhægðir eða blóð við
magaskolun voru skilyrði fyrir þátttöku í
rannsókninni. Sjúklingar voru nær allir í umsjá
meltingarsérfræðings eða skurðlæknis, oft
beggja.
Blæðingarorsök var oftast greind með speglun
sem tveir höfunda gerðu (OG eða TÁJ)
og í sumum tilvikum með röntgenskoðun,
skurðaðgerð eða krufningu. Blæðingarorsök
var talin sönnuð, ef teikn fundust um
blæðingu við speglun, til dæmis fersk
blæðing, viðloðandi blóðkökkur eða æð
sem skagaði upp frá sári (3). Væru þessi