Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1991, Page 19

Læknablaðið - 15.03.1991, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 103 stunda frá innlögn og var speglun gerð hjá 299 sjúklingum (85.7%) (sjá töflu II). Hundraðshluti þeirra jókst frá 77.6% á fyrri helmingi rannsóknartímans í 94.4% á seinni helmingi hans. Væri speglun ekki framkvæmd, var ástæðan venjulega veikindi á lokastigi, þar sem þekking á blæðingarorsök þótti ekki líkleg til að hafa áhrif á meðferð. Aðeins einn sjúklingur neitaði speglun. í hópi speglaðra fannst blæðingarorsök hjá 248 (82.9%). Merki um nýlega blæðingu var að finna hjá 98 (32.8%). Speglun hjá þeim sýndi eftirfarandi: Blæðing sjáanleg frá sári (29), blóðkökkur í eða við sár (64) eða æð sjáanleg í sárinu (13). Að því er varðaði fjölda sjúklinga með merki um nýlega blæðingu, skipti ekki máli hvenær á fyrstu 48 stundum eftir innlögn speglun var framkvæmd (tafla II). Af 299 spegluðum sjúklingum dóu 18 (6%). Sex þeirra höfðu merki um nýlega blæðingu. Röntgengreining: Röntgenskoðun á efri hluta meltingarfæra var gerð hjá 140 sjúklingum (40.1%). Röntgenskoðun var eðlileg hjá 45 (32.1%), sár sást hjá 54 (38.6%), grunur var um æxli hjá þremur (2.1%) og hjá 38 (27.1%) var annað óeðlilegt að finna. Blœðingarorsök: Orsakir blæðingar voru greindar hjá 293 sjúklingum (83.9%) (tafla III). Ekki tókst að finna blæðingarstað hjá 56 (16.1%), þar af voru 26 ekki speglaðir. Blæðingarmynstur kemur fram í töflu IV. Oftast hætti blæðingin sjálfkrafa (80.2%). Af þessum hópi þurftu 17 sjúklingar (6%) aðgerðar við og af þeim dóu 11 (3.9%). Hjá þrjátíu og tveimur (9.2%) blæddi aftur, þar af hjá sjö af 13 sem höfðu sjáanlega æð við speglun. Fimmtán þessara sjúklinga (46.9%) komu síðar til aðgerðar og dóu þrír (9.4%). Af sjúklingum með stöðuga blæðingu þurftu 26 (70.3%) á aðgerð að halda, þar af dóu 16 (43.2%). Blæðing var talin stöðug, ef hún annað hvort leiddi til aðgerðar eða dauða sjúklings. Af 37 sjúklingum með stöðuga blæðingu þurftu 26 (70.3%) á aðgerð að halda, þar af dóu 16 (43.2%). Ellefu sjúklingar dóu af óstöðvandi blæðingu án þess að til aðgerðar kæmi. Afdrif: Af 310 sjúklingum dóu 30 (9.7%), 20 karlar og 10 konur. Meðalaldur þeirra var 72.4 ár (SD 15), en 58.8 (SD 18.4) hinna sem eftir lifðu. Dánartíðni 304 sjúklinga sem voru innlagðir vegna blæðingar var 6.6% en Table V. Relationship of various clinical factors, laboratory results and mortality. Mortality (%) Patients admitted for hemorrhage 20/304 (6.6) Patients in hospital at onset of bleeding 10/45 (22.2) History of cardio- vascular disease 17/107 (15.8) No history of cardio- vascular disease 13/242 (5.4) Continuous hemorrhage 16/37 (43.2) Spontaneous cessation of hemorrhage 11/280 (3.9) Needing surgery 10/58 (17.0) Not needing surgery 20/291 (6.9) Systolic blood pressure <100 mmHg 9/25 (36.0) Systolic blood pressure >100 mmHg 21/324 (6.5) Hemoglobin on admission <1 Og/dl 22/161 (13.7) Hemoglobin on admission >1 Og/dl 8/188 (4.3) Mean age for patients who died. 72.43 years*) Mean age for patients who survived. 58.76 years*) *)P<0.0005 Table VI. The cause of bleeding in patients who died. Source of bleeding Death related Death not related to hemorrhage to hemorrhage Gastric ulcer .. 6 2 Duodenal ulcer 2 1 Gastric cancer 1 3 Hemorrhagic gastritis .. 1 2 Varices 2 - Mallory Weiss tear 1 - Esophageal ulcer 1 - Source unknown 6 2 Total 20 10 var 22.2% hjá þeim sem voru á spítala þegar blæðing hófst. Tafla V sýnir samband milli dánartíðni og ýmissa einkenna og rannsóknamiðurstaðna. Dauði 20 sjúklinga (6.4%) stóð í beinu sambandi við blæðinguna en 10 (3.2%) dóu í sjúkrahúslegunni af óskyldum orsökum. I töflu VI koma fram orsakir blæðingar hjá sjúklingum sem dóu og sýnir taflan samband á milli þeirra og dánartíðni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.