Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 25

Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 107-8. 107 t Úrsúla Lore Schaaber 17. ágúst 1946 27. nóvember 1990 Úrsúla Schaaber geðlæknir lést eftir stutta en stranga sjúkdómslegu þann 27. nóvember. Úrsúla var fædd í Göttingen í Þýskalandi 1946, og ólst upp á menningarheimili foreldra sinna, hjónanna Eriku og Ottos Schaaber. Faðir hennar var eðlisfræðingur að mennt og veitti forstöðu stóru fyrirtæki sem vann að rannsóknum á málmum. Hann naut álits og virðingar og var eftirsóttur fyrirlesari um sín fræði. Hann lést 1981. Erika, móðir Úrsúlu, vann um skeið við rannsóknarstörf, en eftir að hún giftist helgaði hún sig fjölskyldunni og uppeldi bama sinna. Þau hjónin eignuðust fjögur böm og komust þau öll til góðra mennta og vegnaði vel. Þau voru auk Úrsúlu, Regina sem er lögfræðingur, Jörg þjóðháttafræðingur og Eva sem er félagsfræðingur. Eru þau öll þekkt fyrir áhuga sinn og störf að jafnréttis- og mannúðarmálum. Átta ára flutti Úrsúla með fjölskyldu sinni til Bremen og tók þar stúdentspróf 1966. Var eftir það í eitt ár skiptinemi í Bandaríkjunum. Hóf síðan nám við læknadeild háskólans í Bonn. Á stúdentsárunum var Úrsúla virk í félagsmálum og stjómmálum og var um tíma formaður frjálsra demókrata, F.D.P., innan háskólans. Lauk svo kandídatsprófi með hárri einkunn 1972 og ári síðar doktorsritgerð um blóðsjúkdóma. Var síðan í Bandaríkjunum í tæp tvö ár við nám og störf á sjúkrahúsum og fékk þarlent lækningaleyfi að loknum tilskildum prófum. Upp úr því fór hún til starfa og sémáms í Freiburg í Þýskalandi og fékk réttindi sem sérfræðingur í svæfingalækningum 1980. Sama ár lá leið hennar hingað til Islands, og hér var hún búsett æ síðan. Fyrsta árið vann hún sem svæfingalæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ákureyri, fluttist síðan suður og stundaði um skeið almennar lækningar, bæði á Akranesi og í Vestmannaeyjum og í framhaldi af því vann hún við svæfingar á Borgarspítalanum og síðar á Landspftalanum. Árið 1984 markaði þáttaskil á ferli hennar, en þá réðist hún að geðdeild Landspítalans sem var vinnustaður hennar upp frá því. Ég hygg að aðdragandi þessa tilflutnings Úrsúlu milli sérgreina, sem virðast talsvert óskyldar, hafi verið sá að með henni hafði kviknað mikill og einlægur áhugi á áfengis- og vímuefnavandamálinu, meðferð þess og fyrirbyggjandi aðgerðum. Það var síðan stöðugt hugðarefni hennar að bæta við þekkingu sína á því sviði. Hún réðist til að byrja með að áfengisdeild geðdeildarinnar, nánar tiltekið að Vistheimilinu að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.