Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 115-26. 115 Guðmundur Björnsson ÁRDAGAR AUGNLÆKNINGA Á ÍSLANDI Á öndverðu ári 1990 voru hundrað ár liðin síðan Bjöm Olafsson, læknir frá Ási í Skagafirði kom til starfa á íslandi eftir sérfræðinám í augnlækningum í Kaupmannahöfn. Er hann fyrsti sérfræðingurinn, sem sest hér að og stundar sérgrein sína sem aðalstarf eftir að hann sest að í Reykjavík. Áður en Bjöm tók til starfa var vart um augnlæknisþjónustu að ræða hér á landi aðra en þá, sem hinir fáu héraðslæknar gátu veitt, en sú þjónusta var mjög takmörkuð, enda hófst kennsla í augnsjúkdómum við Læknaskólann ekki fyrr en í lok síðustu aldar. I skýrslum sínum til landlæknis á síðustu öld greina læknamir frá slímhimnubólgu í augum og hvarmabólgu. Þessir kvillar voru þá mjög algengir hér á landi. Orsökina töldu margir þeirra vera frá móreyknum og kófinu í hlóðaeldhúsunum, þar sem fólk dvaldist oft langtímum saman. Héraðslæknamir minnast ekki á alvarlega sjúkdóma í augum, sem orsaka skerðingu á sjón, svo sem gláku eða ský á augasteini, en þessir öldrunarsjúkdómar voru tíðasta orsök meiri háttar sjónskerðingar og blindu á síðustu öld og reyndar langt fram á þá tuttugustu. Blinda meðal aldraðra var mjög mikil hér á landi allt fram á miðja þessa öld, en hefur á síðustu áratugum farið sí minnkandi vegna bættrar heilsugæslu, framfara á sviði læknavísinda og vegna aukins skilnings heilbrigðisyfirvalda og almennings á fyrirbyggjandi aðgerðum. Bjöm Ólafsson var Skagfirðingur í báðar ættir, fæddur að Ási á Hegranesi 11. aprfl 1862. Faðir hans Ólafur Sigurðsson var merkisbóndi, búsýslumaður mikill og tók mikinn þátt í framfaramálum sveitar sinnar og var alþingismaður um tíma. Móðir Bjöms var Sigurlaug Gunnarsdóttir frá Skíðastöðum í Laxárdal. Var hún hin mesta atgerfis- og fyrirmyndarkona, stundaði nokkuð Björn Ólafsson augnlæknir. ljósmóðurstörf og var hjálpfús við bágstadda og sjúka. Bjöm stundaði nám í Lærðaskólanum og tók stúdentspróf vorið 1884. Næsta haust hóf hann nám í Læknaskólanum í Reykjavík, en þetta sama haust fluttist skólinn í hið nýbyggða Sjúkrahús Reykjavíkur í Þingholtum (Þingholtsstræti 25), sem var reist af Sjúkrahúsfélagi Reykjavíkur. Læknaskólinn var stofnaður 1876 með fimm nemendum. Skólinn hafði þá aðalbækistöð í fyrsta sjúkrahúsinu í Reykjavík, sem stóð við Kirkjustræti 2 (Klúbbinn) og var starfrækt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.