Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 42
120
LÆKNABLAÐIÐ
í augnbotnum sem stafar af of háum þrýstingi
í heilabúi. Þó ekki væri í þá daga vitað
um orsök ýmissa slíkra breytinga, má af
lýsingum ráða, hvaða sjúkdóm er um að
ræða. Til dæmis er æðabreytingum lýst, sem
hljóta að eiga við hækkaðan blóðþrýsting,
en blóðþrýstingsmæling þekktist ekki um
síðustu aldamót. Verður hér tilfært eitt dæmi,
sem gefur vissulega tilefni til að ætla að
um breytingar í augum samfara hækkuðum
blóðþrýstingi sé að ræða: »Papillan á hœgra
auga er nokkuð hyperæmisk, mjóar arteríur,
digrar og bugðóttar venur, ofan og utan við
papilluna er hvítur blettur og nokkrir hvítir
smádeplar.«
Bjöm veitti athygli arfgengi ýmissa
augnsjúkdóma. I sumum sjúkrasögum telur
hann upp ættmenni með sömu einkenni og
sama sjúkdóm svo sem hvítingja, hægfara
gláku og litarefnahrömun sjónu (retinitis
pigmentosa), sem hann greinir ótrúlega oft.
Eins og fyrr er frá sagt varð Bjöm fljótt
landsþekktur fyrir skurðaðgerðir sínar á
augum. Þar sem sjúkraskrár hans fyrstu tvö
starfsárin eru glataðar er ekki vitað um fyrstu
aðgerðir hans, nema þær sem varðveist hafa
í munnlegri geymd. Bjöm gerði allmargar
aðgerðir á augum, er hann var héraðslæknir
á Akranesi. Fyrsta skráða aðgerðin er gerð 24.
júlí 1892 á 70 ára karlmanni frá Skálholti.
Var það skapnaðaraðgerð á augnalokum
vegna innhverfingar augnhára. Hann gerir þar
dreraðgerðir meðal annars á 39 ára gamalli
konu frá Kalastaðakoti, er hafði alltaf verið
mjög sjóndöpur vegna meðfædds drers (ský
á augasteinum). Aðgerðin tókst með ágætum
og fékk hún líka gleraugu, sem við áttu eftir
slíka aðgerð. Var sjónmælingin það nákvæm,
að sjónskekkja, sem gjaman kemur fram eftir
dreraðgerð var leiðrétt með sýlinderglerjum.
Á Akranesi framkvæmdi Bjöm fyrstu
glákuskurði á íslandi og verður nánar vikið
að glákulækningum hans síðar. Þar gerði hann
sínar fyrstu skjálgaðgerðir og að minnsta kosti
tvær aðgerðir vegna augnvöðvalömunar. Eru
færðir til augnvöðvar og þeir saumaðir við
hvítuna, er var sjaldgæft að gera í þá daga,
en sinaskurður (tenotomia) var þá ríkjandi
skjálgaðgerð.
Er Bjöm flyst til Reykjavíkur í janúarbyrjun
árið 1894 mætti ætla að aðstaða hans
til skurðlækninga hafi batnað þar eð í
höfuðstaðnum var sjúkrahús, sem jafnframt
var kennslustofnun fyrir læknanema. En
svo var þó ekki. Aðbúnaður á sjúkrahúsinu
í Reykjavík var mjög lélegur eins og áður
er getið, sjúkrarúm fá og aðsóknin dræm,
enda stunduðu læknamir fæsta sjúklinga
sína þar. Bjöm hélt því áfram að gera
aðgerðir sínar heima hjá sjúklingum, enda
því vanur frá Akranesi. Það er ekki fyrr en
St. Jósefsspítalinn tekur til starfa nær níu árum
síðar að Bjöm gerir aðgerðir á sjúkrahúsi.
Frá því á miðju ári 1892 þar til hann andast
1909 gerir Bjöm að minnsta kosti 355
aðgerðir á augum, er stóraðgerðir mega
kallast en öllum minni háttar aðgerðum er
sleppt svo sem táragangsaðgerðum, enda
teljast flestar þeirra vart til stóraðgerða og
voru nær daglegur viðburður. Langflestar
aðgerðimar gerði hann árið 1894, fyrsta
árið í Reykjavík og 1909, síðasta árið,
sem hann lifði, enda þá byrjaður á nýjum
glákuskurði, sem gaf góðar vonir eins og
síðar verður skýrt frá. Algengustu skurðimir
voru drer- og glákuskurðir. Bjöm gerði ekki
marga skjálgskurði fremur en starfsbræður
hans erlendis, vegna óvissunnar um bata,
enda skurðtækni hvarvetna á því sviði á
bemskuskeiði. Var lækning augnskekkju á
frumstigi og aðgerðir nær eingöngu gerðar
vegna útlitsbreytinga og þá einkum á ungu
fólki. Athyglisvert er að Bjöm gerir auk
sinaskurðar bæði styttingu og lengingu á
augnvöðvum og saumar vöðvann við hvítuna.
Var sjaldgæft að gera slíkan tilflutning á
vöðvum í þá daga, en einfaldur sinaskurður
(tenotomia) var ríkjandi skjálgaðgerð og
reyndar nokkuð fram eftir þessari öld.
Bjöm beitti oftast aðferð van Graefes við
dreraðgerðir. Oft náði hann góðum árangri
við þessa skurði, enda þótt aðstæður til slíkra
aðgerða væru hinar frumstæðustu. Það eru
einmitt þessar aðgerðir er gefa blindum sýn,
sem bera hróður hins fyrsta augnlæknis um
landið.
Þegar hefur verið sagt frá því að bólga í
augnslímhúð og augnalokum hafi verið
algengir kvillar og þrálátir og leiddu þeir
oft til örvefsmyndunar og úthverfingar á
augnalokum (ectropion), svo að sjúklingamir
gátu ekki lokað augunum. Bjöm gerði
allmargar aðgerðir til lagfæringar á þessum