Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1991, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.03.1991, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 121 kvillum. Lýsir hann sumum þeirra ítarlega í sjúkraskrám sínum og nær oft góðum árangri og stundum ágætum. Athyglisverðastir eru húðflutningar. Flytur hann skinnbætur teknar af innanverðum upphandlegg og græðir þær við augnalokin eftir að hafa losað um samvexti og herping. Er Bjöm fyrstur íslenskra lækna til að flytja húð úr einum stað á annan. Er hann þar sem í svo mörgu langt á undan sinni samtíð og hygg ég að um hálf öld líði þar til sambærilegar lýtaaðgerðir eru gerðar hér á landi svo nokkru nemi. Fyrsta skinnflutning, sem skráður er, gerði Bjöm Olafsson þegar árið 1894 á 60 ára bónda af Vatnsleysuströnd, er hafði fengið ígerð í kinn og drep hlaupið í. Myndaðist síðan svo mikill örvefur, að hann varð afskræmdur í framan, munnurinn skakkur og efri vörin dregin upp á við, neðra augnalokið dregið niður á við og sneri slímhúðin út rauð og þrútin eins og segir í sjúkradagbókinni. Eftir viðeigandi undirbúningsaðgerð fletti Bjöm húðlappa af upphandlegg og græddi á kinnina og auk þess flutti hann til húð af gagnauga (transplant »ved drejning«) og tókst þar með að láta augnalokið falla að auganu. Aðgerðin var gerð í staðdeyfingu, með því að sprauta kókaínblöndu í vefinn. Þá þekktust ekki önnur staðdeyfingarlyf. Bjöm framkvæmdi húðflutning bæði á fullorðnum og bömum og er með fyrstu læknum hérlendis til að beita smitgát við skurðlækningar. Oft iýsir hann af mikilli nákvæmi aðferðum sínum, einkum skapnaðaraðgerðum, eða hann kennir aðferðimar við þá lækna, sem fyrst lýstu þeim, svo sem Krause, Diefenbach, Wharton Jones, Wolfe í Glasgow og Le Fort í París. Hinir tveir síðasttöldu munu fyrstir hafa framkvæmt skinnflutninga úr einum stað á annan árið 1892. Allir voru þessir læknar samtímamenn Bjöms. Kona, sem Bjöm framkvæmdi húðflutning á er látin fyrir um tveimur áratugum. Mörgum árum áður en höfundur þessarar greinar vissi um sjúkradagbækur Bjöms Olafssonar sagði hún honum, er hún laust innan fermingaraldurs fékk ígerð í efra augnalok vinstra auga. Um líkt leyti hafði móðir hennar fengið heimakomu í andlitið. Atti hún heima á Vatnsleysuströnd. Ekki náðist í lækni í Keflavík fyrr en fjórum dögum eftir að hún veiktist og var augað þá sokkið og stakk læknirinn á ígerðinni. Eftir nokkum tíma kom herpingur í efra augnalokið með mikilli örmyndun og gat hún af þeim sökum ekki lokað auganu og þurfti sífellt að hafa bundið um það. Nokkrum mánuðum síðar var farið með hana til Bjöms, augnlæknis í Reykjavík, er framkvæmdi húðflutning á efra augnaloki. Sagði hún að aðgerðin hafi verið gerð í svæfingu heima hjá venslafólki hennar, er bjó við Bergstaðastræti. Var skurðarborðið þrjár kommóður, sem var raðað saman. Voru fjórir eða fimm læknar eða læknanemar með Bimi, að sögn sjúklingsins er aðgerðin var gerð. Skinnbótin var fremur lítið áberandi, en nokkuð þykk, ljósari en húðin í kring og náði yfir allt augnalokið frá augnhárum upp að augabrún og deplaði hún auganu eðlilega. Konan hafði góða sjón á þessu auga, en hitt var alblint vegna gláku. Er höfundur fór að blaða í sjúklingabókum Bjöms árið 1970, fann hann fljótt sögu þessa sjúklings og kemur frásögn konunnar vel heim við sjúkra- og aðgerðarlýsingu Bjöms. Þar sem lýtaaðgerðir Bjöms á augnalokum og andliti eru svo merkilegt brautryðjandastarf á sviði skurðlækninga hér á landi og þegar fallnar í gleymsku væri freistandi að gera þeim betri skil. Er athyglisvert hversu nákvæmlega hann lýsir aðgerðum sínum og bera þær vitni um handlagni og lærdóm. Hann endurtekur aðgerðir uns árangur næst. Meðal annars segir frá einum sjúklingi með augnglufuþrengsli er var nær blind vegna örvefsmyndunar á glæru (homhimnu). Gerir hann fyrst viðeigandi aðgerð á augnalokinu og síðan lituhögg, þar sem skýið var þynnst og fékk sjúklingurinn nothæfa sjón eftir aðgerðina. Eitt af mörgu, sem háði aldamótaskurðlæknum vom deyfingar, því þá voru ekki fundin þau lyf, sem auðvelda aðgerð í staðdeyfingu. Bjöm notaði deyfingaraðferð Schleichs. Er hún fólgin í því að dæla saltvatnsupplausn í vefinn, sem skorið er í. Deyfingaraðferð þessari beitir hann 1897 og eru þá aðeins liðin tvö til þrjú ár frá því Carl Ludvig Schleich, þýskur skurðlæknir, byrjaði á slíkum deyfingum. Tekur Bjöm fram, að þessi deyfing hafi reynst vel. Algengast var þó, að aðgerðir sem þessar væru gerðar í klóroformsvæfingu. Lýtaaðgerðir, sem Bjöm gerði, voru tiltölulega nýjar af nálinni og framkvæmir hann

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.