Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 17

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 173 3) Apoprótín (a) (apo (a)); tengist apo B (LDL) sennilega um tvísúlfíð tengi og myndar fituprótínið (a) (Lp (a)). Hlutverk Lp (a) er ennþá óþekkt, en nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að apo (a) er mjög skylt plasminogeni að uppbyggingu (18) og hefur því athyglin beinst að því hvort hér kunni að vera tengslin milli æðakölkunar og blóðsegamyndunar (19). Apo (a) er framleitt í lifur og er mjög mismunandi að stærð, 300-700 kD. Þéttni Lp (a) í blóði er í öfugu hlutfalli við stærð apo (a) (20). Lp (a) hefur reynst vera sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdómi (11, 21). Jafnframt mælingum á apoprótínum og blóðfitu, var inæld þéttni HDL-kólesteróls, en litlar upplýsingar hafa legið fyrir um dreifingu HDL-kólesteróls í Islendingum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Úrtakið, 317 íslendingar (151 karl og 166 konur) á aldursbilinu 15-79 ára, var fengið úr neyslukönnun Manneldisráðs 1990 (slembiúrtak) og náði til íbúa á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Selfossi, Hveragerðishreppi, Biskupstungnahreppi, Gerðahreppi og Njarðvík (22). Þátttakendum í neyslukönnuninni var boðin mæling á blóðfitum og tóku um 65% þátttakenda því boði. Um 75% þeirra mættu til blóðsýnatöku. Útilokuð frá útreikningum voru þau sem tóku kólesteróllækkandi lyf, thyroxín eða barkstera. Einnig voru þau útilokuð sem þjáðust af sykursýki og þær sem voru bamshafandi. Blóðsýnataka var gerð á Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Heilsugæslustöð Selfoss og Heilsugæslustöð Suðumesja á þátttakendum eftir næturlanga föstu, liggjandi og með stasa í minna en eina mínútu. Allar mælingar voru gerðar á Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Mælingar á blóðfitum voru flestar gerðar samdægurs, sermi sem tekið var utan Reykjavíkur var geymt við 4° hita og mælt innan tveggja sólarhringa. Sermi fyrir apoprótín mælingar var sett í - 20° kæli innan við tvær klukkustundir frá sýnatöku. Aldur sýna við mælingu apoprótína var einn til fjórir mánuðir. Heildarkólesteról og þríglýseríðar voru mæld með vélvæddri ensímatískri, kólórímetískri aðferð (Cobas Mira, Roche). HDL-kólesteról var mælt eftir útfellingu annarra fituprótína, með fosfótungstatsýru/magnesíum (Cobas Mira, Roche). Breyta má mmól/líter í mg/dl kólesteróls með því að margfalda með 38,7. Stuðullinn 88,5 er notaður þegar breyta á mmól/1 þríglýseríða í mg/dl (23). Apo AI og B voru mæld með vélvæddri immunoturbidimetric aðferð (Cobas Mira, Roche) og apo (a) var mælt með radioimmunoassay (Pharmacia Diagnostics AB, Svíþjóð). Gefið var upp að 1 U/1 af apo (a) jafngildi um það bil 0,1 mg/dl af Lp (a). LDL-kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds (23): LDL-kólesteról = heildarkólesteról - (HDL- kólesteról) - (þríglýseríð/2,17) Jafnan gildir aðeins ef þéttni þríglýseríða er minni en 4,5 mmól/1 og öll gildi eru í mmól/1. Ef öll gildin í jöfnunni eru í mg/dl þá þarf að deila með 5 í þríglýseríða. Þyngdarstuðull var reiknaður sem þyngd/(hæð)2 (kg/m2). Innri og ytri viðmiðunarsýni voru notuð við mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og HDL- kólesteróli. Þurrfryst viðmiðunarsýni voru notuð fyrir mælingar á apo AI, B og (a). Heildar breytistuðull (Coefficient of Variation) fyrir hverja mæliaðferð er fenginn með því að deila meðaltali mælinga á viðmiðunarsýnum í staðalfrávik mælinganna og margfalda með eitt hundrað. Lýsir þá breytistuðullinn nákvæmni (precision) mæliaðferðarinnar í hundraðshlutum. Allir tölfræðiútreikningar voru gerðir með SPSS 4,0 forritinu (Chicago, Illinois). Munur á meðalgildum milli kynja var reiknaður með t-prófun. Fylgni (correlation) milli tveggja breyta var reiknuð með aðferð Pearson’s. Gildi á þríglýseríðum og apo (a) voru ekki normaldreifð og því var þeim umbreytt með lógaritmafalli fyrir fylgniútreikninga. Marktækni var náð ef p<0,05. NIÐURSTÖÐUR Hlutfallslegur breytistuðull (Coefficient of Variation) fyrir mælingar á blóðfitum, HDL- kólesteróli, apo AI, B og (a), eru í töflu I. I mælingum á apoprótínum er ónákvæmni mest í mælingum á apo (a), en nákvæmni er meiri í mælingum á apo AI og B. Breytistuðlar fyrir heildarkólesteról, þríglýseríð og HDL- C eru meðaltöl yfir fimm mánaða tímabil. Þar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.