Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1992, Side 27

Læknablaðið - 15.05.1992, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 183 Tafla I. Sanianburður milli fœrslna á dánarvottorð og niðurstaðna krufninga. 1976 (%) 1986 (%) Samtals (%) Heildarmisræmi 123 (49) 164 (48) 287 (49) Misræmi í dánarorsök 59 (24) 87 (26) 146 (25) í sama líffærakerfi 14 (6) 23 (7) 37 (6) í ööru líffærakerfi 45 (18) 64 (19) 109 (18,5) Misræmi í öörum alvarlegum sjúkdómum 81 (32) 115 (34) 196 (33) Fjöldi líkrannsókna 250 339 589 Tafla II. Dreifing misrœmis dánan’ottorða og niðurslaðna krufninga eftir því, hvort dánarvottorð var undirritað á undan (»fyrir rannsókn«) eða sama dag og (eða síðar en) frumgreining krufningar (»eftir rannsókn«). 1976 1986 Samtals Fyrir rannsókn Eftir rannsókn Fyrir rannsókn Eftir rannsókn Fyrir rannsókn Eftir rannsókn N (%) N (%) N (%) N (%) N (%) N (%) Heildarmisræmi Misræmi í dánarorsök Misræmi í öörum alvarl. sjd Fjöldi líkrannsókna . 12 (54,5) 111 (48,7) . 4 (18,2) 55(24) . 10 (45,5) 71 (31) . 22 228 8 (50) 156(48) 4 (25) 83 (25,7) 7 (43,8) 108(33,4) 16 323 20 (52,6) 8 (21) 17 (44,7) 38 267 (48,5) 138 (25) 179 (32,5) 551 veikindum og dauða. Höfundum eru engu að síður fullljósar takmarkanir á getu krufninga til þess að leiða fram endanlegan sannleika um orsakir og tildrög dauða. Til þess að fækka eftir mætti vafaatriðum í túlkun, voru í rannsókn okkar einungis skráð til misræmis þau atriði er flestir læknar munu sammála um að þar heyri til. Þegar tilgreind skal ein heimild unt almennt heilsufar verða dánarvottorð án efa fyrst til viðmiðunar. Heilbrigðisyfirvöld flestra þjóða birta með vissu millibili samantektir, sem meðal annars eru byggðar á dánarvottorðum, þar sem tilgreind eru grunnmein (»underlying cause of death«) og oftast aðrir sjúkdómar er teljast skipta máli. Areiðanleiki dánarvottorða heyrist sjaldan dreginn í efa og aðrar mikilvægar skýrslur, svo sem krabbameinsskrár, byggja að hluta á upplýsingum dánarvottorða (9, 10). í ljósi þessa mikilvægis dánarvottorðs er sýnt, að gæðaeftirlit með þessu skjali er nauðsynlegt, líkt og í öðrum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Flestir munu sammála um, að líkrannsókn sé sú læknisrannsókn, sem líklegust sé til að upplýsa sem nákvæmast dánarmein og annað alvarlegt sjúkdómsástand, sem samverkandi er að dauða (11,12). Með óbeinum hætti þjónar krufning hagsmunum hins látna og fjölskyldu hans með því að skýra sjúkdómsferli og aðdraganda dauða (13). I öðru lagi er hlutverk krufninga við rannsóknir í læknisfræði verulegt (14). I þriðja lagi telja flestir læknar þessa rannsókn mikilvæga við gæðaeftirlit greiningar og læknismeðferðar (15). Að þessum forsendum gefnum virðist líklegt, að líkrannsókn sé vel til þess fallin að kanna áreiðanleika dánarvottorða. Fyrri rannsóknir um áreiðanleika dánarvottorða, sem byggðar eru á samanburði við krufningar, hafa allar leitt í ljós að þar gætir verulegs misræmis. Kircher o.fl. (16) fundu heildarmisræmi í 55% tilvika, þar sem dreifingin milli beinnar dánarorsakar (26%) og annars alvarlegs sjúkdómsástands (29%) var áþekk. Engel o.fi. fundu misræmi í 51% tilvika (10). Cameron og McGoogan í Skotlandi (17) báru niðurstöður 1152 sjúkrahúskrufninga saman við dánarvottorð og staðfestu misræmi í 39% tilvika hvað varðaði dánarorsök eina. Niðurstöður hafa verið svipaðar í rannsóknum sem beinst hafa að tilteknum sjúkdómaflokkum. Við rannsókn á dánarvottorðum 1405 sjúklinga, sem greinst höfðu með illkynja æxli, fundu Gobbato o.fl. (18) að ein sér voru vottorðin ónothæf til skráningar á krabbameini. Mollo o.fl. (19) rannsökuðu 4927 sjúklinga með krabbamein og fundu misræmi í 44% tilvika. Misræmi hvað varðar aðra sjúkdóma en krabbamein er sömuleiðis algengt, einkum langæja lungnasjúkdóma (20) og lungnarek (21,22). Þessum rannsóknum var þó ekki fyrst

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.