Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 28

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 28
184 LÆKNABLAÐIÐ og fremst ætlað, fremur en okkar athugun nú, að bera niðurstöður krufninga saman við opinberar skýrslur um dánarmein. Ekki er sjálfgefið, að rangfærslur á dánarvottorðum rati beint í opinberar skýrslur um grunnmein. I þeirri rannsókn, sem hér er skýrt frá, fengust niðurstöður mjög svipaðar þeim sem fyrr er frá greint. Heildarmisræmi milli dánarvottorðs og krufningar fannst í rétt tæplega helmingi tilvika (49%) og breyttist ekki marktækt eftir að háþróaðar greiningaraðferðir ruddu sér til rúms. Væri heildarmisræmi sundurgreint í beina dánarorsök og aðra alvarlega sjúkdóma varð heldur ekki marktæk breyting á. Samræmi hvað varðar beina dánarorsök jókst ekki, minnkaði reyndar lítillega, ef dánarvottorð var undirritað sama dag og (eða síðar en) frumgreining krufningar, jafnvel þótt ætla mætti að ritandi vottorðs hafi haft handbærar niðurstöður krufningar. Nokkuð dró úr misræmi (44,7% í 32,5%), þótt ekki næði tölfræðilegu marktæki hvað varðaði aðra alvarlega sjúkdóma, við það að frumgreining lá fyrir. Tvö síðasttalin atriði virðast við fyrstu sýn í mótsögn sem þó á án efa einfaldar skýringar. Þannig bendir minnkun misræmis hvað varðar alvarlega sjúkdóma aðra en beina dánarorsök beinlínis til þess, að læknum hins látna hafi verið kunnar niðurstöður krufningar þar eð þessir sjúkdómar, t.d. illkynja æxli á snemmstigi, uppgötvast oft fyrst við líkrannsókn. Obreytt og röng dánarorsök gefur fyrst og fremst annað tveggja til kynna: Að menn útfylli dánarvottorð ranglega, telji t.d. grunnmein beina dánarorsök, eða álíti litlu skipta upplýsingar á dánarvottorði, að því tilskildu að grunnmein (til dæmis krabbamein eða hjartadrep) komi þar einhvers staðar fram. Því er ástæða til að árétta, að færslur á dánarvottorð virðast alls ekki endurspegla lokasjúkdómsgreiningar þeirra lækna er þau útfylla. í nýlegri íslenskri samanburðarrannsókn á lokagreiningum lækna og niðurstöðum krufninga hjá 434 sjúklingum (23) reyndist misræmi milli beinnar dánarorsakar, skráðrar annars vegar af lækni sjúklings strax eftir andlátið og hins vegar af meinafræðingi eftir krufningu, svipað og nú, eða 53%. Sú rannsókn leiddi hins vegar í ljós, að verulega dró úr misræmi hvað varðaði aðra alvarlega sjúkdóma milli áranna 1976 (38%) og 1986 (25%). Má leiða að því getum, að tilkoma nýrra greiningaraðferða hafi orðið til þess að fleiri alvarlegir sjúkdómar finnist nú á snemmstigi en áður. Þessi viðbótarvitneskja kemur þó að litlu eða engu leyti fram á dánarvottorði. Rannsókn okkar heimilar engar ályktanir uin greiningargetu íslenskra sjúkrahúslækna, enda sá ekki tilgangur hennar. Hitt virðist augljóst að dánarvottorð þeirra eru, líkt og annars staðar, um margt gölluð heimild um lokasjúkdóma og dánarmein. SKIL 1. Rannsókn á krufningum frá þremur sjúkrahúsum í Reykjavík leiddi í ljós verulegt misræmi (50%) milli niðurstaðna krufninga og færslna á dánarvottorð. 2. Ekki dró úr misræmi þótt ritarar dánarvottorðs hefðu handbærar niðurstöður krufningar. 3. Nákvæmar greiningaraðferðir, til dæmis tölvusneiðmyndun og ómskoðun, auðvelda greiningu alvarlegra sjúkdóma á snemmstigi, en þessara sjúkdóma er ekki getið á dánarvottorði. SUMMARY Death certificates are a crucial source of vital statistics in society. Major policy decisions and the allocation of funds in the health sector are based on data derived from death certificates. Autopsy, despite its limitations, remains the standard against which ante mortem clinical diagnoses may best be measured. Further, the reliability of death certificates should be enhanced for those deaths, where autopsy was performed. We compared the entries on death certificates with autopsy reports for autopsies performed at three hospitals in Reykjavik during two years, 1976 (250 cases) and 1986 (339 cases), excluding stillbirths, perinatal and forensic deaths. Overall discrepancy between death certificates and autopsy reports was 49% (1976) and 48% (1986). For immediate cause of death, discrepancies were observed in 24% (1976) and 26% (1986) of cases. For major diseases other than the immediate cause of death, discrepancies were seen in 32% (1976) and 34% (1986). We investigated changes in discrepancy when the death certificate was signed before (38 autopsies) or on the same day or later (551 autopsies) than the autopsy. No significant improvement occurred except for other major disease, where discrepancies dropped from 45% to 33%. We conclude that death certificates 1. are an unreliable source of information on causes of death and major contributing diseases, 2. do not appear to be completed using information obtained at autopsy, even when such information is accessible. 3. have

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.