Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 30

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 30
186 LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 186-9 Helga Hansdóttir 1), Hlynur Þorsteinson 2), Þorsteinn Blöndal 3), Ársæll Jónsson 1) BERKLAPRÓF MEÐAL ALDRAÐRA INNGANGUR Niðurstöður berklaprófa hafa lengi verið notaðar til að meta útbreiðslu á mýkóbakteríusýkingum og þá sérstaklega sýkingu af völdum Mycobacterium tuberculosis - berklasýkils. Góð gögn eru til um niðurstöður berklaprófa í aldursflokkum 6-16 ára og hjá miðaldra fólki (1) en engin skipulögð berklapróf hafa verið gerð meðal aldraðs fólk hérlendis þótt vitað sé að stærsti hluti nýrra berklatilfella komi einmitt fram meðal þeirra öldruðu sem tóku berklabakteríuna á sínum yngri árum (2). Berklar voru útbreiddir á Islandi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Mætti því ætla að jákvæð berklapróf séu algeng meðal þeirra sem eru gamlir nú. Væg tegund ónæmisbæklunar á sér stað samfara háum lífaldri (3-5). Athyglisvert væri að vita hvort það sé vegna ellinnar sjálfrar eða vegna þeirra margvíslegu sjúkdóma sem hrjá gamalt fólk, þar á meðal heilabilun (dementia). Svörun líkamans við tuberkúlíni byggist á síðkominni ofnæmissvörun og er þekkt að sú svörun getur týnst í ýmsum sjúkdómum. Erlendar athuganir hafa bent til að minnkuð frumubundin ofnæmissvörun sé samfara minnkuðum lífslflcum aldraðs fólks á hjúkrunarheimilum (6-9). Það þótti því áhugavert að gera berklapróf á fólki á sjúkrastofnunum fyrir aldraða og skoða niðurstöður með tilliti til þessara þátta. EFNI OG AÐFERÐIR Veturinn 1986-1987 voru gerð berklapróf á öldruðu fólki, sem dvaldi í B-álmu Borgarspítalans, á vist- og hjúkrunarheimili Droplaugarstaða, vistheimili Seljahlíðar og langlegudeild Hvítabandsins. Urtakshópurinn Frá 1) lyflækningadeild Borgarspitala, 2) Heilsugæslustöð Hafnarfjaröar, 3) lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndar- stöövar Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ársæll Jónsson. var 221 manns. Þrír neituðu að taka þátt, þrír voru fjarstaddir svo eftir voru 215. Við mat á sjálfbjargargetu var farið eftir hjúkrunarþyngd og miðað við staðsetningu fólks á stofnun. Heilabilun var metin eftir Goldfarb próíi (mental status questionnaire) sem er einfalt 10 liða spurningapróf. Þeir einstaklingar sem aðeins náðu fimm eða færri atriðum réttum voru álitnir sýna merki um heilabilun. Úr skrám lungna- og berklavamadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur fengust upplýsingar um fyrri berklaveiki, brjósthimnubólgu, kalk í lungum við röntgenskoðun, fyrra berklapróf og bólusetningu gegn berklaveiki. Gert var Mantoux-próf með PPD R-23 5-TU á öllum 215. Lesið var úr prófinu 48-72 klukkustundum síðar og flokkað jákvætt ef húðþroti mældist 8 mm eða meira (11). Árið 1990 var farið í skrár Hagstofu íslands og athugað hverjir væru dánir af hópnum og dánartíðni borin saman við svörun á berklaprófi 1987. Þeir sem höfðu haft jákvætt berklapróf samkvæmt skrám lungna- og berklavamadeildar voru athugaðir sérstaklega og þeir sem haldið höfðu jákvæðu svari voru bomir saman við þá þar sem svarið hafði dvínað eða horfið. NIÐURSTÖÐUR í rannsóknarhópnum töldust 215 manns, 46 karlar og 169 konur. Af þeim voru 113 taldir rólfærir og 102 þyngri umönnunarsjúklingar. Einkenni um alvarleg glöp höfðu 86 einstaklingar (MSQ < 6) en 129 með vægari eða engin marktæk glöp. Meðaldur karla var 84,2 ár (60-90 ára) og meðalaldur kvenna var 84,1 ár (76-101 ár). Jákvætt berklapróf höfðu 29,3% (tafla I). Svörunin var óháð kyni, MSQ og því, hvort fólkið væri á vist- eða sjúkradeild. Lægsti aflestur var 8 mm en sá hæsti 27 mm.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.