Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1992, Side 41

Læknablaðið - 15.05.1992, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 197-9 197 Sigurður Ingvarsson Rannsóknir á erfðamengi mannsins Norrænt HUGO verkefni HUGO (Human Genome Organization) er alþjóðlegt samvinnuverkefni um könnun á erfðamengi mannsins og er tilgangur þess að einangra og kortleggja gen. Þegar er búið að einangra um það bil 1% af þeim 100.000 genum sem talin eru vera í erfðamengi mannsins, þannig að miklu verki er enn ólokið. Gert er ráð fyrir að erfðaefnið verði raðgreint, þ.e. greining verði gerð á byggingareiningum erfðaefnisins. Tækninnni fleygir fram og úrvinnsla á niðurstöðum raðgreininga og kortlagningu fer fram í mjög fullkomnu tölvukerfi. Á fyrstu árum HUGO- rannsókna hefur einkum verið unnið að úrbótum á tækni, svo sem við einangrun gena, kortlagningu og sjálfvirka raðgreiningu. Avinningur: Niðurstöður rannsóknanna munu veita mikilvægar upplýsingar um líffræðilega starfsemi mannsins, erfðir og umhverfisþætti, líffræðilegan breytileika, auk upplýsinga sem auðvelda sjúkdómsgreiningu og meðferð. Talið er að erfðir eigi þátt í um það bil 4.000 sjúkdómum og eru þar með talin krabbamein, hjarta- og æðasjúkdómar. Verkefnið er upphaflega bandarískt og frumkvöðull þess er James D. Watson. Nú veita Bandaríkjamenn hundruðum milljóna dollara til verkefnisins árlega. Einnig koma mikilvæg framlög frá Ástralíu, Japan og Evrópu. Samstarf er hjá Evrópubandalagsþjóðum á þessu sviði og gert er ráð fyrir auknum umsvifum á komandi árunt. Einnig er hafið Norðurlandasamstarf um verkefnið. Fyrsta norræna ráðstefnan um HUGO-rannsóknir var haldin í Visby á Gotlandi 15.-17. maí 1991. Sextíu og sjö vísindamenn frá Norðurlöndunum og tveir sérfræðingar frá Bandaríkjununum tóku þátt í ráðstefnunni. Á dagskrá var greining á erfðamengi, kortlagning og raðgreining erfðaefnis, greining á stökkbreytingum, kortlagning sjúkdóma og stefnumótun rannsókna innan og milli landa. Á ráðstefnunni kom greinilega fram að háþróaðar rannsóknir á erfðamengi mannsins eru gerðar á Norðurlöndunum. Stýríhópur um norrænt HUGO-samstarf var skipaður á ráðstefnunni í Visby. I stýrihópnum er einn meðlimur frá hverju Norðurlandanna (Ulf Petterson Svíþjóð, Albert de la Chapelle Finnlandi, Sigurður Ingvarsson íslandi, Lars Bolund Danmörku, Káre Berg Noregi). Stýrihópurinn hélt fundi í Helsinki í september 1991 og í Uppsölum í janúar 1992 til að skipuleggja Norðurlandasamstarfið fyrir árið 1992 og leggja drög að fimm ára samstarfsáætlun. Annað þing um HUGO- rannsóknir á Norðurlöndunum var haldið í Osló 14.-16. maí 1992. Aðalskipuleggjandi þingsins var Hans Prydz, Oslóarháskóla1*. Norðurlöndin hafa lagt sitt af mörkum til HUGO-verkefnisins. Má til dæmis nefna þróun á sjálfvirkri raðgreiningu (Automated Laser Fluorescent A.L.F. DNA sequencer) sem Tom Kristensen og samstarfsmenn hans við Oslóarháskóla áttu stóran þátt í. Einnig má nefna vinnu við Tækniháskólann í Stokkhólmi sem Mathias Uhlén stjómar. Þar er unnið að mögnun erfðaefnis með svokallaðri PCR-tækni (Polymerase Chain Reaction) og hreinsun þess fyrir raðgreiningu. Sama tækni er einnig notuð við kortlagningu gena og litninga, en þá er aðferðin fólgin í því að stuttir bútar erfðaefnis (lyklar) eru notaðir til að kortleggja stærri svæði. í Danmörku er góð samhæfing á HUGO rannsóknum, einkum með stofnun »Danish Centre for Human Genome Research« árið 1991 sem er styrkt af dönsku líftækniáætluninni (Danish Biotechnology Research and Development Programme). Fimm rannsóknastofnanir eiga aðalþátt í dönsku HUGO-rannsóknunum, þrjár í Árósum og tvær í Kaupmannahöfn. 1) University of Oslo, Biotechnology Centre of Oslo, P.O. Box 1125, Blindern, N-0317 Oslo 3.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.