Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 42

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 42
198 LÆKNABLAÐIÐ Áætlunamefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um líftækni hefur nýlega ákveðið að veita 1,35 milljón danskra króna til samvinnu Norðurlandanna um HUGO-rannsóknir á erfðamengi mannsins. Stór hluti framlagsins (um 650.000 DKK) verður nýttur til að koma á fót sameiginlegum norrænum banka erfðalykla, þ.e. safni PCR-lykla sem verða meðal annars notaðir til að gera tengslagreiningar (linkage analysis) á áhugaverðum erfðasjúkdómunr. Þess er vænst að lyklabankinn nýtist til að kortleggja gen sem valda erfðasjúkdómum og erfðabreytileika. Bankinn mun leggja áherslu á lykla sem gefa fjölbreytilegt mynstur (»microsatellite« lyklar). Áætlað er að innan eins árs muni bankinn eiga 300 lyklapör sem dreifast með 10 centi-Morgan bili að jafnaði um erfðamengið. Aðgang að þessum lyklabanka eiga vísindamenn á Norðurlöndunum. Bankinn mun veita upplýsingar og efnivið til rannsókna á erfðasjúkdómum á Norðurlöndunum. Umsjón með lyklabankanum hefur Claes Wadelius2) ásamt Ueena Peltonen3). Þeir vísindamenn sem hafa áhuga geta haft samband við annað þeirra til að fá frekari upplýsingar um lyklabankann. Þá stendur norræna HUGO-áætlunin fyrir ráðstefnu um kortlagningu erfðamengisins og á að kynna þann efnivið sem til er og samræma rannsóknir innan sviðsins. Samvinna um þá stærðfræðilegu útreikninga sem tengslagreiningin krefst er mikilvæg. Vísindamönnunt sem vinna að kortlagningu gena í dýrum og plöntum er einnig boðið á ráðstefnuna. Uars Bolund4) er aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar, en hún verður haldin í Danmörku 21.-23. september 1992. Enn er að nefna starfsemi sent tengist sjálfvirkni á sameindalíffræðilegum aðferðum og úrvinnslu á DNA-raðgreiningu. Skipulagður verður vinnuhópur þar sem vísindamenn geta miðlað reynslu af sjálfvirkri DNA-raðgreiningu. Hans Prydz skipuleggur 2) Avdelningen för klinisk genetik, Akademiska Sjukhuset, Uppsala. 3) Department of Molecular Biology, National Public Health Institute, Helsingfors. 4) Institute of Human Genetics, The Bartholin Building, University of Aarhus, DK-8000 Aarhus C. ráðstefnuna sem er fyrirhuguð 7.-8. nóvember 1992. Tölvuúrvinnsla á niðurstöðum raðgreiningar og kortlagningar (Biocomputing) er einnig umfangsmikið viðfangsefni. Það er mikilvægt fyrir norræna vísindantenn að samhæfa starfsemi sína og þekkingu á þessu sviði. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Nils Einar Eriksson5', en fyrirhugaður er vinnuhópur undir handleiðslu hans. Að lokum var ákveðið að halda siðfræðiráðstefnu. Á þar að stefna saman einstaklingum sem þekkingu hafa á læknisfræðilegum, lagalegum, heimspekilegum og siðfræðilegum þáttum HUGO- áætlunarinnar. Aðalumsjón með þessari ráðstefnu hefur Káre Berg6). Stýrihópurinn um norrænt samstarf HUGO-rannsókna vinnur nú að áætlun fyrir HUGO-rannsóknir fyrir árin 1993- 1997 og verður gengið frá áætluninni í Kaupmannahöfn haustið 1992. Kostnaður við Norðurlandasamstarfið er áætlaður um fimm milljónir danskra króna á ári. Kortlagning og raðgreining á erfðamengi mannsins mun ekki einungis veita upplýsingar til greiningar og meðhöndlunar á sjúkdómum í framtíðinni, heldur má einnig nálgast niðurstöður úr hinni áttinni, þ.e. erfðasjúkdómar geta veitt upplýsingar um staðsetningu gena í erfðamengi mannsins. Þá er gerð tengslagreining sem byggir á því að einangrað er erfðaefni úr að minnsta kosti þrernur kynslóðum í ætt með háa tíðni ákveðinna sjúkdóma og síðan er fylgt eftir niður kynslóðimar bútamynstri á ákveðnum litningi og athugað er hvort fylgni sé á milli munstursins og sjúkdómsins. Þannig fást upplýsingar um hvort áhættugen sjúkdómsins sé á litningasvæðinu og hvemig innbyrðis niðurröðun gena er á þessu svæði þ.e. kortlagning er gerð á genunt á ákveðnu litningasvæði. Aðstæður til HUGO-rannsókna á íslandi eru að ýmsu leyti fýsilegar. Ibúaskráning er nákvæm, skráning sjúkdóma ítarleg og fólksflutningar til landsins eru litlir. Þessi sérstaða Islands gæti gert hlut okkar 5) Dataavdelningen, Box 570, BMC, 751 23 Uppsala. 6) Institut for medicinsk genetik, Oslo Universitet, P.O. Box 1036, 0315-Oslo 3.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.