Læknablaðið - 15.05.1992, Page 44
200
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 200-4
Btzéfl tiL Blaösins
Athugasemdir
viðgreinaflokkinn
»Skoðanir lækna
á starfssviðum sérgreina«
í septemberhefti Læknablaðsins 1991 birtist
finrmta og síðasta greinin um ofangreint
efni eftir þá Jóhann Ág. Sigurðsson, Hjalta
Kristjánsson, Guðjón Magnússon og Leif
Berggren (1-5). Efni greinanna er byggt á
skoðunum íslenskra lækna á 65 fullyrðingum.
Leitað var til 185 sérmenntaðra lækna í sjö
greinum, 150 svöruðu og var skiptingin
eftirfarandi (innan sviga fjöldi þeirra
sem svöruðu): Heimilislæknar 58 (58),
bamalæknar 32 (20), öldrunarlæknar 4 (4),
kvensjúkdómalæknar 26 (21), geðlæknar 30
(20), háls-, nef- og eymalæknar 18 (16) og
lyflæknar 17 (11). Hér var um samnorræna
könnun að ræða og voru fullyrðingamar sóttar
í doktorsritgerð síðast talda höfundarins, Leif
Berggren við Gautaborgarháskóla (6). Svörin
voru dregin saman í megin niðurstöður og er
einnig rætt vítt og breitt um störf íslenskra
lækna og fyrirkomulag heilbrigðiskeríisins.
Meðferð niðurstaðna, ályktanir, tölfræðilegir
útreikningar og ýmsar staðhæfingar í greinum
þessum eru með þeim hætti, að ekki verður
konrist hjá að gera við þær athugasemdir.
Segja má, að meginefni greinaflokksins sé sótt
í áðurnefnda doktorsritgerð, sem fjallar um
svokallaða vallhöslun bæði einstaklinga og
hópa í sænska heilbrigðiskerfinu. Fyrri hluti
ritgerðarinnar er framsetning á tilgátum um
vallhöslun, að hún sé fyrir hendi, hvernig
hennar verði vart og svo framvegis. í seinni
hluta hennar era kenningamar prófaðar og það
er í þeini hluta sem fullyrðingamar 65 koma
fram. Undirritaður skildi doktorsritgerðina svo,
að svörin við fullyrðingununr væru notuð til
að sýna fram á, að vallhöslun væri fyrir hendi
og þar er ekki með tölfræðiúrvinnslu lagt
mat á skoðanamun eftir sérgreinum, nema að
litlu leyti og þá með svokallaðri multivariate
analysis.
Fullyrðingarnar 65 eru fróðlegar útaf fyrir
sig, en það er ámælisvert hvernig svörin eru
túlkuð. Gefnir voru fimm valmöguleikar á
svörum:
(a) »Hiklaust sammála«
(b) »Samþykki með nokkrum efasemdum«
(c) »Hef ekki skoðun á málinu«
(d) »Neita með nokkrum efasemdum«
(e) »Neita hiklaust«
Við mat og túlkun á niðurstöðum voru famar
tvær ólíkar leiðir. Sú fyrri var að skipta
svarendum í þrennt, þ.e. draga saman þá
sem eru sammála (svara »a« eða »b«), þá
sem tóku ekki afstöðu (svöruðu »c«) og þá
sem voru ósammála (svöruðu »d« eða »e«).
Þessi skipting er sýnd á skýran hátt í öllum
myndum greinanna. Seinni leiðin var að gefa
stig fyrir svörin, þannig:
(a) »Hiklaust sammála«............ 100 stig
(b) »Samþykki með nokkrum
efasemdum«...................... 75 stig
(c) »Hef ekki skoðun á málinu«.... 50 stig
(d) »Neita með nokkrum
efasemdum«...................... 25 stig
(e) »Neita hiklaust« ............... 0 stig
Svör einstakra sérfræðihópa eru svo metin
þannig, að reiknaður er meðalstigafjöldi
hvers hóps. Við samanburð eru bomar saman
skoðanir heimilislækna annars vegar og
skoðanir einstakra sérfræðihópa hins vegar
og þá borinn saman meðalstigafjöldi hópanna.
Hvort skoðanamunurinn er marktækur eða
ekki er metið með svokölluðu kí-kvaðratprófi
(1).
Hinn mjói vegur tölfræðinnar er vandrataður
og nrikilvægt að reglunr hennar sé fylgt.
Ofangreind leið til að meta ntarktækni á
skoðanamun er ekki rétt og skulu hér raktar
nokkrar ástæður þess:
1. Óheimilt er að beita kí-kvaðratprófi
á meðalstigafjölda! Einungis má nota