Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 201 raunverulega tíðni svara en ekki prósentutölur, hlutföll eða aðrar afleiddar stærðir (7, 8). 2. Oheimilt er við tölfræðiútreikninga á rannsóknamiðurstöðum að nota nákvæmari kvarða við útreikningana en notaður er við mælinguna sjálfa (9). Svarendum var ekki gerð grein fyrir vægi svaranna við könnunina sjálfa. 3. Þegar meðalstigafjöldi einhvers er reiknaður verða tölumar að vera á bilkvarða (9). Ljóst má vera, að skoðanir lækna er ekki hægt að mæla með einhverjum stigum þar sem »hiklaust sammála« vegur tvöfalt meira en »hef ekki skoðun á málinu«. 4. Engin viðhlítandi skýring er gefin á því hvers vegna 50 stig fást fyrir að hafa ekki skoðun á málinu. 5. Hvergi í tölfræðiútreikningunum er tekið tillit til hversu margir svöruðu, heimturnar voru mismunandi, allt frá 100% niður í 63%. 6. Kí-kvaðratprófinu má ekki beita á mælingar af mælikvarða heldur einungis fjölda (7). Niðurstöður af svörum læknanna við fullyrðingunum eru ekki á neinum mælikvarða heldur í orðum og með því að telja hversu margir í hverjum sérfræðingahópi svara á einhvern hátt má bera það saman við fjölda úr öðrum hópi og beita kí-kvaðratprófinu til að meta marktækni. í greinaflokki fjórmenninganna eru svörin umreiknuð í stigatölu á óleyfilegan hátt (sjá lið 3 hér að ofan). Stigatalan er síðan sett inn í kí- kvaðratprófið sem aftur ekki má (sjá lið 1 hér að ofan). Ekki virðist hafa verið til þess tekið, að öldrunarlæknar í könnuninni eru aðeins fjórir, sem setur verulegar skorður við beitingu kí-kvaðratprófs, verði væntanlegt gildi (expected value) lægra en 5 (7-9). 7. Sagt er, að notaðar séu sömu aðferðir og í Gautaborg (1) og að þeim sé lýst í doktorsritgerðinni áðumefndu eftir Leif Berggren. Þar eru niðurstöður svaranna birtar í töflum og má þar glögglega sjá hvemig hver sérgrein svaraði hverri spumingu lið fyrir lið. Hvergi er þar minnst á marktækni í skoðanamun reiknaða með kí-kvaðrat prófi! Hins vegar er þar beitt svokölluðu multivariate analysis á aðeins fjórar fullyrðingar sem er allt annað mál. Þar er og sérstakur viðauki um tölfræðilega úrvinnslu og þar segir (bls 190); »When many characteristics, such as «type of physician», sex and age covariate with each other and with an attitude, it is hard to see which characteristics cause the attitude«. Með öðrum orðum, ekki er hægt að fullyrða að til dæmis munur á svörum heimilislækna og barnalækna stafi af mismunandi sérgrein heldur verði að athuga aðra mögulega kosti eins og kyn, aldur, menntunarstað, starfsaldur, vinnustað, hjúskaparstétt og svo framvegis. Þess vegna er skoðanamunur metinn með svokallaðri multivariate contingency table, þar sem fjölmargir þættir eru teknir með í reikninginn. Slíkir útreikninar eru umfangsmiklir enda er þeim aðeins beitt á fjórar fullyrðingar í doktorsritgerð Leif Berggren. Að öðru leyti er hvergi minnst á tölfræðilega marktækni á skoðanamun heimilislækna og annarra sérfræðinga. Þama er á ferðinni verulegt ósamræmi milli frumheimildar og greinaflokks fjórmenninganna og þeim mun furðulegra sem sami maðurinn, Leif Berggren, er höfundur beggja verka. Honum til afsökunar má geta þess, að í ensku ágripi í lok hverrar greinar er hvergi getið um tölfræðilegar aðferðir og hlýtur það að teljast miður þar sem í þeim er fjallað um hluti sem eru marktækir upp á p<0,001 án þess að geta aðferðarinnar sem beitt er. Fullyrðingamar 65 eru misjafnar og margar þess eðlis að örðugt er að svara þeim. Þetta á til dæmis við um fullyrðingar nr. 16, 23, 30 og 36 þar sem því er haldið fram, að mikilvægara sé fyrir lækna sem annast ungbamaeftirlit/ hjúkrunarheimili/ mæðraeftirlit/ áfengissjúka að þekkja heilbrigðisástand og félagslegar aðstæður en að hafa sérfræðiþekkingu í barnasjúkdómum (nr. 16), öldrunarsjúkdómum (nr. 23), kvensjúkdómum (nr. 30) eða sjúklegri ofneyslu (nr. 36). Af svipuðum toga er fullyrðing nr. 2: »777 að stuðla að heilbrigðara líferni sjúklinga er mikilvœgara að þekkja umhverfi þeirra og lifnaðarhœtti en að hafa séifrœðiþekkingu á einstökum sjúkdómum«. Hvemig er hægt að ætla annað en að sérfræðingur á einhverju ákveðnu sviði álíti sérþekkinguna mikilvægasta? Þama eru nefnilega tvö atriði í hverri fullyrðingu, mikilvægi heilbrigðisástands og félagslegra aðstæðna annars vegar og sérþekking á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.