Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 52

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 52
206 LÆKNABLAÐIÐ hingað til lands til að skipuleggja þessa rannsókn. Við áttum einnig marga fundi með honum þegar úrvinnsla gagna fór fram. Til fróðleiks má einnig benda KG á þá staðreynd að í Læknablaðinu er sjaldnast lýst tölfræðilegum aðferðum í enskum útdráttum. Við erum sammála KG um að sumar spuminganna hafi verið flóknar. Við gerðum því grein fyrir þessu vandamáli í fyrstu greininni. TÚLKUN NIÐURSTAÐNA Auðvitað eru tilvísanir meðal annars til þess að »stýra sjúklingaflœðinu« eins og greinilega kemur fram í lýsingu KG á sögu tilvísana. Sjúklingur verður þá fyrst að fara til heimilislæknis síns og ef heimilislæknirinn getur ekki leyst vandann beinir hann sjúklingnum til annars, ekki bara til ákveðinnar sérgreinar heldur oftast til ákveðinnar persónu. Þetta kallast að okkar mati að »stýra flœðinu«. KG gagnrýnir einnig »túlkun okkar« á öðrum atriðum og vitnar í ýmsar setningar úr greinum okkar máli sínu til stuðnings. I þessum tilvikum erum við að vitna í skoðanir annarra eins og greinilegt er og heimilda getið (sem KG sleppir), en ekki að gerast spámannlegir sjálfir. KG ræðir síðan um það, hvort það sé kostur eða galli að hafa tilvísanir. Þarna kemur hann að kjarna málsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var ekki að athuga hvort ein skoðun væri betri en önnur, heldur að mæla hvort einhver skoðanamunur væri á milli Iækna í þessum efnum. I grein okkar er vikið að því að HNE - lækningar séu fremur ung sérgrein vegna tækniþróunar síðari tíma. Hér vitnuðum við aðeins í textabók í kafia um sögu læknisfræðinnar. Að vísu var verið að tala um 19. öldina, sem okkur láðist að geta um í þessu samhengi og við efumst ekki um að skýringar KG á sögu HNE séu réttar. Við erum algjörlega ósammála KG um að umfjöllunin hafi verið einlit eins og mörg dæmi vitna um í greinum okkar. Dæmi úr grein III: »Ekki var spurt hvort œskilegt vœri að hafa þá í hlutastarfi á heilsugœslustöðvum og þá innan sinna sérgreina. Slík samvinna heimilislœkna og annarra sérfrceðinga er víða komin á hér á landi og er talin mjög góður kostur«. í V grein. »Ekki er hœgt að sjá af þessari rannsókn hvort hér er um raunsœtt mat eða minnimáttarkennd heimilislœkna að rœða, en því hefur verið haldið fram (Fry J) að heimilislœknar njóti minni virðingar en aðrar sérgreinar, þar sem greinin er ekki talin búa yfir vísindalegri þekkingu, sem grundvallast á eigin rannsóknum«. LOKAORÐ Ofannefnd gagnrýni Kristjáns Guðmundssonar á tölfræðilegan þátt greinaflokks okkar einkennist af fullyrðingum um að þetta eða hitt sé »ekki rétt«, »óheimilt« o.s.frv. I svörum okkar er gerð grein fyrir úrvinnsluaðferðum. Lögð er áhersla á að nota má bæði kí- kvaðrat og t-próf fyrir utan aðrar aðferðir við úrvinnslu á Likert kvarða. Niðurstöður okkar voru birtar myndrænt og stuðst við kí- kvaðrat á fjölda. Við erum sammála KG um að einnig hefði verið hægt að vinna úr þessum gögnum á annan veg, en athuganir benda ekki til að önnur tölfræðileg útfærsla hefði breytt megin niðurstöðum. Nýlega birtist fræðigrein frá Israel (4), þar sem beitt er Likerts kvarða við mat á afstöðu heimilislækna og kvensjúkdómalækna til verkaskiptingar á sviði kvensjúkdóma. Atti einn undirritaðra (JAS), sem ritstjóri tímaritsins, þátt í að koma þessari grein á framfæri. Þar er beitt ágætum aðferðum við úrvinnslu á Likert kvarða, sem lesendur blaðsins geta tekið til fyrirmyndar ef þeir hyggjast nota hann við rannsóknir sínar. Hinn hluti athugasemda KG beinist að umræðu um niðurstöðumar. KG virðist óánægður með niðurstöðumar, sem stangast á við skoðanir hans. Þetta er afar eðlilegt og engin ástæða til að amast út af því, enda staðfesti greinaflokkur okkar að það er skoðanaágreiningur á milli lækna hinna ýmsu sérgreina. Reykjavík 17. apríl 1992 Hjalti Kristjánsson Jóhann Ag. Sigurðsson Guðjón Magnússon

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.