Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 267-76 267 Guðmundur Þorgeirsson, Davíð Davíðsson, Heigi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMS MEÐAL KARLA OG KVENNA Á ÍSLANDI. Niðurstöður úr hóprannsókn Hjartaverndar 1967-1985 ÁGRIP Samband hinna ýmsu áhættuþátta og dánartíðni úr kransæðasjúkdómi var kannað í úrtaki 8001 karls og 8468 kvenna sem hafa komið að minnsta kosti einu sinni til skoðunar í framskyggndri hóprannsókn Hjartaverndar. Karlamir voru á aldrinum 34-74 ára og konumar 34-76 ára við fyrstu heimsókn í Hjartavemd. í árslok 1985 hafði þessum hópi fólks verið fylgt í tvö til 17 ár. Þá höfðu 1140 (14,2%) karlanna og 537 (6,3%) kvennanna látist. Tíðni dánarorsaka var mjög ólík meðal kynjanna. Þannig stöfuðu 43% dauðsfalla karla af kransæðasjúkdómi, 27% af illkynja sjúkdómum og 7% af heilablóðfalli. Illkynja sjúkdómar voru algengasta dánarorsök kvenna (42,3%), kransæðasjúkdómur var orsök 19,4% dauðsfalla og 6,9% stöfuðu af heilablóðfalli. Sjálfstætt vægi hinna ýmsu áhættuþátta var metið með tölfræðilegri fjölþáttagreiningu Cox. Aldur, kólesteról og þríglýseríðar í sermi, reykingar og blóðþrýstingur (slagbil) voru tölfræðilega marktæk sem sjálfstæðir áhættuþættir kransæðadauða beggja kynja. Fastandi blóðsykur var marktækur áhættuþáttur meðal karla en ekki meðal kvenna. Hins vegar voru hvorki hlutfall líkamsþunga og líkamshæðar, né fyrri saga um reykingar sjálfstæðir áhættuþættir kransæðadauða. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms séu nánast hinir sömu meðal íslenskra karla og kvenna. Hins vegar eru dánarlíkur kvenna úr kransæðasjúkdómi næstum fimmfalt lægri en dánarlíkur karla og því er viðbótaráhætta sem tengist hverjum áhættuþætti mun lægri meðal kvenna en karla. Frá Rannsóknarstöö Hjartaverndar. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Guömundur Þorgeirsson, Rannsóknarstöö Hjartaverndar. INNGANGUR Á undangengnum árum og áratugum hefur náðst slíkur árangur í faraldsfræðilegum rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum, að nokkur vitneskja um helstu áhættuþætti sjúkdómanna er orðin hluti af almennri þekkingu upplýsts fólks. Margt er þó enn óljóst og um sumt ríkir ágreiningur. Þannig hefur styrkur háþéttni-fitu-prótín-kólesteróls (HDL) í sermi reynst jákvæður áhættuþáttur (vemdandi þáttur) í Framingham-rannsókninni (1), Tromsö-rannsókninni (2) og víðar, en skiptir ekki máli sem sjálfstæður þáttur í British Regional Heart Study (3). Miklu minni og óöruggari vitneskja liggur fyrir um áhættuþættina meðal kvenna en karla og sumar rannsóknir hafa jafnvel bent til þess að áhættuþættir kransæðasjúkdóms séu alls ekki hinir sömu meðal kynjanna (4). Loks hafa rannsóknir á mismunandi stöðum í heiminum sýnt mikinn svæðisbundinn breytileika, jafnvel hvað hina öflugustu áhættuþætti snertir. Þekkt dæmi eru reykingar, sem í Japan og fleiri Asíulöndum vega ekki þungt sem áhættuþáttur kransæðasjúkdóms (5), þótt þær séu helsta orsök lungnakrabbameins og langvinnra lungnasjúkdóma. Rannsóknir í Afríku benda til þess að háþrýstingur sé þar mikilvæg orsök hjartabilunar og heilablóðfalla, en sé ekki áhættuþáttur kransæðaþrengsla (6). Þótt fyrirfram sé líklegt að sömu áhættuþættir skipti máli á Islandi og á hinum Norðurlöndunum er ekki óhætt að fullyrða um það að óathuguðu máli. Á Islandi verður því ekki komist hjá að spyrja spurningarinnar: Hverjir eru áhættuþættir kransæðasjúkdóms með íslenskri þjóð? Einn megintilgangur hóprannsóknar Hjartavemdar frá upphafi hefur verið að kanna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi. I þessari grein verður greint frá niðurstöðum úr athugun á 8001 karlmanni og 8468 konum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.