Læknablaðið - 15.09.1992, Síða 6
268
LÆKNABLAÐIÐ
sem fylgt hefur verið eftir í tvö til 17 ár. Gefst
þannig tækifæri til að bera saman vægi hinna
helstu áhættuþátta meðal kynjanna.
Aðferðir og þýði: Rannsókn Hjartavemdar er
ferilrannsókn, sem hófst haustið 1967 og er
enn í gangi. Nákvæm greinargerð um skipulag
rannsóknarinnar, val úrtaks, þátttöku og
framkvæmd hefur þegar verið birt í skýrslum
Hjartavemdar (7,8). 1 stuttu máli var boðið til
rannsóknarinnar öllum körlum sem samkvæmt
þjóðskrá 1. desember 1966 áttu lögheimili
á höfuðborgarsvæðinu og fæddir voru árin
1907, ’10, ’ 12, ’ 14, ’16, ’17, ’18, ’19, ’20,
’21, ’22, ’24, ’26, ’28, ’31 og ’34. Konumar
sem boðin var þátttaka voru fæddar ári síðar,
þ.e. 1908, 1911 o.s.frv. Rannsóknin hefur
verið framkvæmd í nokkrum áföngum (mynd
1). Bæði karla- og kvennahópnum var skipt
eftir fæðingardögum og í fyrsta áfanganum
var boðið þeim sem fæddir voru 1., 4., 7.,
...28. til 31. hvers mánaðar (B-hópur).
Þegar fyrsta áfanga karlarannsóknarinnar
var lokið í árslok 1968 tók við fyrsti áfangi
kvennarannsóknarinnar og var þá boðið þeim
konum sem áttu sömu fæðingardaga. í annan
áfanga var sömu hópum boðið á ný en einnig
þeim sem fæddir voru 2., 5., 8. dag hvers
mánaðar o.s.frv. (C-hópur). Karlarnir voru
rannsakaðir á árunum 1970-1971, en konumar
í öðrum áfanga á árunum 1971-1972. í þriðja
áfanganum 1974-1978 var þessum tveimur
hópum (B og C) boðið enn á ný og nýjum
rannsóknarhópi, hópi A, þeim sem fæddir
voru 3., 6., 9. o.s.frv. bætt við. Loks í fjórða
áfanga var fyrsta hópnum boðið í fjórða
sinn og síðan fjórða hópnum, hópi D, sem
aldrei hafði komið áður, en það voru þeir
sem fæddir voru 1., 4., 7. dag hvers mánaðar
o.s.frv. árin 1908, ’09, ’ 11, ’ 13, ’ 15, ’23,
’25, '21, ’29, ’30, ’32 og 1933, árin sem
í upphafi vóru undanskilin. Fjórða áfanga
karlarannsóknarinnar lauk 1981 en fjórða
áfanga kvennarannsóknarinnar 1984.
Alls var 10.263 karlmönnum boðin þátttaka
í rannsókninni. Þar af hafa 8001 komið að
minnsta kosti einu sinni. Mætingarhlutfall
meðal karla er því um 78% (tafla I). Boðið
var 11.069 konum og 8468 (76,5%) komu
einu sinni eða oftar.
Sérhverju boðsbréfi um þátttöku fylgdi
staðlaður spumingalisti um félagslegar
aðstæður, lifnaðarhætti og heilsufar.
Study plan
Participants
Stage I 1967-'68
Stage II 1970-71
Stage III 1974-76
Stage IV 1979-'81
Figure 1. Study plan of the Reykjavík Study showing the
number of participants in each cohort and the years when
the different stages of the study were carried out.
Table I. Participants in the Reykjavík Study who were
invited and examined in stages I-IV.
Males Invited Examined Response %
Stage 1 1967-’68 2941 2203 (74.9)
Stage II 1970-71 5589 4058 (72.7)
Stage III 1974-76 7994 5564 (69.6)
Staqe IV 1979-’81 4662 3244 (69.6)
Females Invited Examined Response %
Stage 1 1968-’69 3085 2371 (76.9)
Stage II 1971-72 6011 4184 (69.6)
Stage III 1976-78 5801 3902 (67.3)
Stage IV 1981-’84 4992 3577 (71.7)
Spurningalistinn hefur áður verið birtur í
heild (7,8). Sérþjálfaður ritari fór síðan yfir
spumingamar með hverjum þátttakanda til
að tryggja sem áreiðanlegastar upplýsingar.
Ýmsar þessara spuminga lúta beint að
áhættuþáttum kransæðasjúkdóms. ítarlega var
spurt út í reykingavenjur með spumingum sem
flestar voru þýddar úr breskum spumingalista
(9).
Einnig var spurt um háan blóðþrýsting og
meðferð við honum. Hins vegar var ekki
spurt um mataræði né um áfengisneyslu.
Niðurstöður spumingalistans lágu fyrir þegar
sérhver þátttakandi gekkst undir ítarlega
læknisrannsókn um 10 dögum síðar. Þá
lágu einnig fyrir niðurstöður úr fastandi
blóðrannsókn fyrri heimsóknar sem og
hjartarafrit. Blóðþrýstingur var mældur
í báðum heimsóknum, í fyrra skiptið af
hjúkrunarfræðingi en í hið síðara af lækni.
Meðaltal beggja var lagt til grundvallar í mati
á vægi blóðþrýstings sem áhættuþáttar. Af
blóðrannsóknum komu mælingar á blóðsykri,
kólesteróli og þríglýseríðum í sermi til álita
sem áhættuþættir. Mælingaaðferðum og
gæðaeftirliti hefur áður verið lýst (10).