Læknablaðið - 15.09.1992, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ
269
Við mat á áhættuþáttum var byggt á gögnum
sem aflað var við fyrstu heimsókn hvers
þátttakanda.
í árslok 1985 voru liðin fimm til 17
ár frá fyrstu heimsókn karla, en tvö
til 16 ár frá fyrstu heimssókn kvenna.
Þá höfðu 1140 (14,2%) karlar og 537
(6,3%) konur látist. Farið var yfir öll
dánarvottorð, krufningaskýrslur kannaðar
í þeim tilvikum, sem krufning hafði farið
fram (61% karla og 53% kvenna) og í
einstaka tilvikum var viðbótarupplýsinga
aflað úr sjúkraskrám sjúkrahúsa (Mynd
2). Dánarorsök var skráð í samræmi við
Alþjóðlegu sjúkdóms- og dánarmeinaskrána,
níundu endurskoðun (ICD 9). I þessari grein
er fjallað um dánarorsakimar 410-414 í
dánarmeinaskránni, þ.e. bráða kransæðastíflu
og aðra blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta.
Tölfrœðileg úrvinnsla: Sjálfstæð áhrif
hinna ýrnsu heilsufars- og lifnaðarþátta á
líkur þess að deyja úr kransæðasjúkdómi,
bráðri kransæðastíflu eða öðrum tilbrigðum
blóðþurrðar í hjarta voru metin með
fjölþáttagreiningu Cox (11), sem tekur bæði
tillit til þess að margir þættir hafa áhrif
og einnig tímalengdar milli athugunar og
dánardægurs. Eins og fyrr getur var aðeins
ntiðað við upplýsingar úr fyrstu heimsókn
þátttakenda.
Marktekt var miðuð við 5% mark. í
heildamiðurstöðum (töflum 11 og III) er
gengið út frá margföldunarlíkani, þ.e. að
áhætta einstaklings ákvarðist af margfeldi
talna, sem hver um sig táknar hlutfallslega
áhættu vegna ákveðins áhættuþáttar. Þetta
líkan rniðar einnig við að áhættuhlutfall vegna
samfelldra breytistærða sé veldisfall. Þar
að auki var efniviði skipt í sex flokka eftir
kólesterólmagni og niðurstöður fengnar fyrir
hvem flokk fyrir sig (myndir 3 til 5).
NIÐURSTÖÐUR
Dánarorsakir: Helstu dánarorsakir beggja
kynja eru sýndar á mynd 2. Þar kemur
fram að meðal karla er kransæðasjúkdómur
langalgengasta dánarorsökin (43%), en
öll krabbamein tekin sem einn flokkur
koma þar næst í röð (27%). Miklu færri
eða 7% deyja úr heilablóðföllum og
enn færri úr »öðrum hjartasjúkdómum«
(lokusjúkdómum, meðfæddum hjartagöllum,
Coronary
heart
disease
Cancer
Cancer
Coronary
heart
disease
irOther
causes Cerebro
Cerebrovascular h rt vascular
disease ?ther heart disease
oisease diseases
Males (N: 1140) Females (N: 537)
Figure 2. Causes of death in hoth sexes afler follow-up
for 2 to 17 years.
hjartavöðvasjúkdómum og hjartasjúkdómum af
völdum háþrýstings). Ymsir aðrir sjúkdómar,
svo sem nýmasjúkdómar, lungnasjúkdómar,
sýkingar og slys valda samtals 19%
dauðsfalla.
Skipting dánarorsaka meðal kvenna er að því
leyti frábrugðin, að krabbamein orsaka flest
dauðsföll (42,3%) en kransæðasjúkdómur
telst dánarorsök í aðeins 19,4% tilfella. Aftur
á móti er heilablóðfall 7%, sama hlutfall
dánarorsaka og meðal karla.
Áhœttuþœttir: Eins og fram kemur í
greinargerð fyrir tölfræðilegri úrvinnslu
var fjölþáttagreiningu Cox beitt til að meta
sjálfstæð áhrif hinna ýmsu þátta á hlutfallslega
áhættu þess að deyja úr kransæðasjúkdómi
(hazard ratio). í töflu II eru skráðir þeir
áhættuþættir sem marktækir reyndust hjá
körlum og í töflu III er sambærileg skráning
marktækra áhættuþátta meðal kvenna.
í ntargföldunarlíkaninu liggur, að
viðbótaráhætta vegna hvers áhættuþáttar
verður því meiri eftir því sem áhættan eykst
vegna annarra þátta.
Ahrif aldurs eru metin með aldurinn sem
samfellda breytistærð. Aldur reyndist mjög
marktækur áhættuþáttur og jukust líkur á
kransæðadauða um 1.103 eða 10,3% á ári
hjá körlum, en um 1.123 eða 12,3% á ári hjá
konum. Þar sem hlutfallsleg áhættuaukning
reiknast af sífellt hærri tölu með hækkandi
aldri verður viðbót hvers árs sífellt hærri.
Blóðþrýstingur í slagbili reyndist einnig
mjög marktækur áhættuþáttur kransæðadauða
með báðum kynjum. Hver hækkun um
einn mm Hg jók áhættuna um 1,0%
meðal karla en 1,3% meðal kvenna og er
munurinn milli kynjanna ekki marktækur.