Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 9

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 271 <208 209-227 228-244 245-261 262-284 >285 Cholesterol mg/dl Figure 3. Probability of deathfrom coronary heart disease 10 years from first visit by cholesterol sextiles; expressed as percentage for 55 or 65 year old men. <210 210-231 232-249250-269 270-297 >297 Cholesterol mg/dl Figure 4. Probability of death from coronary heart disease 10 years from first visit by cholesterol sextiles; expressed as percentage for 55 og 65 year old women. Cholesterol sextiles Figure 5. Relative risk of dying from coronary heart disease by choiesteroi sextiles and smoking groups. Non-smokers in the lowest cholesterol sextile serve as reference group with relative risk of 1. Males. hlutfallsleg áhætta meðal karla um 1,1% fyrir hverja hækkun kólesteróls um eitt mg/dl en um 0,7% hjá konum. Þessi innbyrðis munur milli kynjanna var ekki tölfræðilega marktækur. Styrkur þríglýseríða í sermi var einnig marktækur áhættuþáttur meðal beggja kynja en vó þyngra meðal kvenna. Til viðbótar því að nota heildarefnivið fyrir karla og ganga út frá sambandi kólesteróls og áhættu senr veldisfalli, var þátttakendum skipt í sex flokka eftir kólesterólmagni og áhrif aldurs og reykinga athuguð í hverjum flokki. Niðurstöður sýna ekki marktæk frávik frá margfeldislíkani. Þetta kenrur glöggt fram á mynd 3, sem einnig sýnir áhrif kólesteróls á dánarlíkur í mismunandi aldursflokkum karla. Dánarlíkur næstu 10 árin fyrir 55 ára karlnrann í lægsta kólesteról-sextíli er um 2% en um það bil fimmfalt hærri fyrir karlmann í hæsta sextíli. Sambærilegar dánarlíkur fyrir 65 ára karlmenn eru 9% og 22%, þ.e. hlutfallsleg áhættuaukning af völdum kólesteróls hefur dvínað með aldrinum, en áhrif kólesteróls í hinum eldri aldursflokkum eru þó ótvíræð og fjöldi dauðsfalla, sem setja má á reikning kólesteróls er jafnvel enn hærri. Ahrif kólesteróls á dánarlíkur kvenna úr kransæðasjúkdómi næstu 10 árin eftir kólesterólmælingu eru sýnd á mynd 4. Borin eru saman áhrif á 55 ára og 65 ára konur. Dánarlíkurnar aukast lítillega í báðum aldursflokkum við hækkandi kólesteról, og áhrifin eru tölfræðilega marktæk eins og fyrr getur. í samanburði við karlana eru dánarlíkur úr kransæðasjúkdómi hins vegar miklu minni í báðum aldurshópunr og öllum kólesterólflokkum og áhrif kólesterólsins miklu minni. Reykingar: í mati á áhrifum reykinga var áhætta þeirra sem reyktu eða höfðu einhvem tíma reykt borin saman við þá sem aldrei höfðu reykt. Sígarettureykingar reyndust mjög marktækur áhættuþáttur kransæðadauða meðal beggja kynja og reyndist vera fylgni milli þess hve mikið var reykt og áhættuaukningarinnar. Meðal karla voru pípu- og vindlareykingar marktækur áhættuþáttur. Fyrri reykingasaga náði hjá hvorugu kyni máli sem marktækur áhættuþáttur. Tölfræðileg fjölþáttagreining miðar að því að meta sjálfstæð áhrif einstakra þátta á dánarlíkur. Mynd 5 sýnir hvernig reykingar og kólesteról hafa samverkandi og innbyrðis inagnandi áhrif á dánarlíkur karla úr kransæðasjúkdómi. Körlunum var skipt í sex jafnstóra hópa eftir hækkandi kólesteróli.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.