Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 10
272 LÆKNABLAÐIÐ Hverjum kólesterólhópi var skipt í fjóra undirhópa eftir reykingavenjum. Hlutfallsleg áhætta á kransæðadauða var síðan borin saman við áhættu þeirra sem aldrei höfðu reykt og voru í lægsta kólesterólhópi. A stöplaritinu kemur greinilega fram að áhrif kólesterólsins eru meiri meðal þeirra sem reykja en hinna sem aldrei hafa reykt eða eru hættir. A sama hátt eru áhrif reykinganna því meiri þeim mun hærra sem kólesterólið er. Mest er áhætta þeirra sem eru í hæsta kólesterólhópi og reykja, hvort sem það eru sígarettur, vindlar eða pípa. Aðrir þœttir: Fastandi blóðsykur náði því að vera tölfræðilega marktækur áhættuþáttur í þessu uppgjöri meðal karla, en reyndist ekki marktækur meðal kvenna. Þeir sem höfðu þekkta sykursýki meðal beggja kynja höfðu hins vegar marktækt aukna áhættu, þótt tekið væri tillit til allra annarra þátta (gögn ekki sýnd). Einnig var hjartastærð á röntgenmynd sjálfstæður áhættuþáttur fyrir bæði kyn. Þyngdarstuðull (Quetelet index: kílógrömm/(hæð í metrum)2) reyndist hins vegar ekki sjálfstæður áhættuþáttur né heldur hjartaritsbreytingar sem benda til þykknunar á vinstri slegli. Bæði þessi atriði tengdust þó marktækt aukinni áhættu, þegar áhættusambandið var metið með einsþáttargreiningu (univariate analysis). Samanburður áhœttuþátta: Með því að tjá hlutfallslega áhættu fyrir hvert staðalfrávik tiltekins áhættuþáttar, eins og gert er í töflum II og III auk viðmiðunar við hefðbundnar mælieiningar, er unnt að bera saman vægi þeirra áhættuþátta sem metnir eru sem samfelldar breytistærðir. Eins og fram kemur í töflunum vegur aldur þyngst með báðum kynjum, síðan kemur kólesteról, þá blóðþrýstingur í slagbili. Meðal karla rekur fastandi blóðsykur lest hinna marktæku áhættuþátta en þríglýseríðar hafa þá stöðu meðal kvenna. EFNISSKIL Rannsókn Hjartavemdar er framsýn langtímarannsókn á stórum hópi íslenskra karla og kvenna, sem hefur staðið samfellt í tæpan aldarfjórðung. Fylgt hefur verið skipulagi, sem ákveðið var við upphaf rannsóknarinnar, og framkvæmd hennar og yfirstjóm hefur að verulegu leyti verið í höndum frumkvöðlanna sjálfra. A síðustu árum hefur verið aflað ýtarlegra gagna um dánarorsakir þeirra þátttakenda í rannsókninni, sem látist hafa á rannsóknartímanum. Hefur meðal annars verið farið skipulega yfir allar krufningaskýrslur og liggja fyrir víðtækar upplýsingar úr krufningagögnum, sem ekki eru enn fullunnar. Dánarorsakir - samanburður kynja: í þessari grein birtast gögn um helstu dánarorsakir bæði karla og kvenna sem þátt höfðu tekið í rannsókn Hjartavemdar sem og upplýsingar um áhættuþætti, sem áhrif hafa á dánarlíkur úr kransæðasjúkdómi. Þar sem konur voru í öllum þrepum rannsóknarinnar skoðaðar á eftir körlum, em þær að jafnaði tveimur árum eldri en karlamir þegar þær koma til athugunar og hafði í árslok 1985 verið fylgt skemur eftir. Því er ekki unnt að bera nákvæmlega saman afdrif kynjanna. Hins vegar er unnt að bera saman vægi einstakra dánarorsaka meðal kynjanna sem og áhrif einstakra áhættuþátta á dánarlíkur. Er þetta mikilvægur styrkur Hjartavemdarrannsóknarinnar, þar sem vitneskja um áhættuþætti kvenna er almennt miklu takmarkaðri heldur en vitneskjan um karlana. Helstu niðurstöður í þessum samanburði kynjanna eru þríþættar: 1. Aldursstöðluð dánartíðni kvenna er talsvert lægri en karla, þótt sá fyrirvari sé á þessum samanburði sem fyrr er getið, að karlarannsóknin og kvennarannsóknin hafa ekki farið fram algerlega samhliða. Konum hefur því verið fylgt skemur eftir og ýkir það þennan kynjamun. Á hinn bóginn hafa þær verið heldur eldri þegar þær hafa komið til athugunar, sem gæti verkað í gagnstæða átt og dregið úr kynjamuninum. 2. Hlutfallslegt mikilvægi kransæðasjúkdóms sem dánarorsakar er miklu meira meðal karla en kvenna. Á þeim aldri, sem rannsóknin tekur til, er kransæðasjúkdómur langalgengasta dánarorsök karla jafnvel þótt öll krabbamein séu flokkuð saman. Hið gagnstæða er uppi á teningnum meðal kvennanna. Illkynja æxli, tekin sem einn sjúkdómur, vega þar langþyngst og kransæðasjúkdómur veldur innan við fimmtungi dauðsfallanna (mynd 2). 3. Þótt flestir hinir sömu áhættuþættir stuðli að kransæðadauða meðal karla og kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.