Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Síða 20

Læknablaðið - 15.09.1992, Síða 20
280 LÆKNABLAÐIÐ heimilislækningum nokkuð verið rannsakaður (2-4). Allnokkuð hefur verið birt um þá þætti sem ráða mestu um rannsóknanotkun lækna (5-8) og áhrif ýmissa leiðbeininga á notkun rannsókna (9). Hérlendis er lítið um þetta vitað og engin rannsókn verið gerð eins og sú sem hér er birt. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun íslenskra heimilis- og hjartalækna á efna- og blóðmeinafræðirannsóknum utan spítala, með því að lýsa sjúklingahópum þeirra og rannsóknaháttum. Notkunin ætti að endurspegla nokkuð viðhorf læknanna og sýna hvernig þeir nýta sér þennan hluta heilbrigðisþjónustunnar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gagnasöfnun: Athugaðar voru yfir 21 þúsund rannsóknabeiðnir fyrir rúmlega 14 þúsund sjúklinga, sem sendar voru á tæplega fjögurra ára tímabili, frá 1. apríl 1987 til 31. desember 1990, til Rannsóknastofunnar í Domus Medica. Rannsóknastofan þjónar læknum á höfuðborgarsvæðinu og þar eru gerðar hátt í 100 mismunandi tegundir efna- og blóðmeinarannsókna. Beiðnir um rannsóknir eru skrifaðar af læknum á eyðublað frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem velja verður hverja einstaka mælingu fyrir sig. I grein þessari er rannsóknum til hægðarauka skipt í ellefu flokka eftir eðli og tilgangi, án þess að um staðlaða flokkun sé að ræða. Skipting rannsóknanna f þessa flokka sést í töflu I. Upplýsingum af rannsóknabeiðnum og niðurstöðum rannsókna var jafnóðum safnað á tölvu rannsóknastofunnar. Ritarar færðu inn upplýsingar af rannsóknabeiðnum, en niðurstöður rannsókna bárust tölvunni í flestum tilvikum sjálfkrafa frá mælitækjunum þegar mælingu sýna lauk. Urvinnsla upplýsinga fór fram á annarri tölvu í Informix-SQL gagnagrunninum (Informix Software Inc 1987) og voru gögnin flutt á milli tölva á disklingum. Lœknahópar: Tveir hópar lækna voru valdir, heimilislæknar og hjartalæknar. Heimilislæknar eru fjölmennasti sérgreinahópurinn sem sendir að staðaldri sjúklinga til Rannsóknastofunnar í Domus Medica. I þeim hópi eru bæði læknar sem starfa á eigin stofum og heilsugæslulæknar. Af sérfræðingum, sem senda sjúklinga til rannsóknastofunnar er hópur hjartalækna fjölmennastur og samstæðastur, en langflestir hjartalæknar í Reykjavík sem starfa á eigin stofu eru þar á meðal. Tuttugu og sex heimilislæknar og ellefu hjartalæknar höfðu sent 100 eða fleiri beiðnir á rannsóknatímabilinu og áttu 97 og 98% allra beiðna í hvorum hópi. Meðalárafjöldi frá læknaprófi var 21 ár hjá heimilislæknunum en 25 ár hjá hjartalæknum. Munurinn er ekki tölfræðilega marktækur. Beiðnum fimm heimilislækna á einni heilsugæslustöð var sleppt við úrvinnslu, þar eð hluti rannsókna á sjúklingum þessara lækna er gerður á eigin rannsóknastofu stöðvarinnar. Læknar voru taldir til þeirrar greinar sem þeir störfuðu við, en ekki þeirrar sem þeir höfðu sérfræðiviðurkenningu í, færi það ekki saman. Notkun lœkna á rannsóknastofunni: Aflað var upplýsinga frá þeim læknum sem senda sjúklinga sína reglulega á rannsóknastofuna til að fá fullvissu um, að sjúklingar sendir rannsóknastofunni væru ekki valdir með tilliti til ákveðinna rannsókna eða veldust á Table I. Groups of lests used in the survey (see fig. 3). 1. Blood courtt: Haemoglobin, red and white blood cells, haematocrit, differential count of white cells 2. ESR 3. Kidrtey tests: creatinine, urea 4. Blood sugar 5. Electrolytes: Na, K, Cl 6. Liver function tests/ensymes: Bilirubin, GGT, ALP, ALAT, ASAT, LDH 7. Serum proteins: Total serum protein, serum albumin 8. Blood lipids: Cholesterol, HDL-cholesterol, triglycerides 9. Iron metabolism: Serum iron, iron binding capacity, BP, folic acid 10. Thyroid tests: TSH, T3, T4, FT4 11. Other tests: LH, FSH, prolactin, progesterone, oestradiol, testosteron, cortisol, bleeding time, coagulation tests, Ca, inorganic phosphorus, urinalysis, HbA1, glucose tolerance test, PAP, PSA, amylase, CPK, and a few other tests

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.