Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Síða 24

Læknablaðið - 15.09.1992, Síða 24
284 LÆKNABLAÐIÐ aldursflokka er 6,6 sem er sambærilegt við heimilislækna í Oðinsvéum (2). Hærri aldri fylgir aukin tíðni sjúkdóma, svo eðlilegt er að meðalfjöldi rannsókna á sjúkling aukist þegar verið er að leita sjúkdóma eða fylgja eftir staðfestum sjúkdómum. Hjá hjartalæknum er lítill munur á meðalfjölda rannsókna á beiðni, en meðaltal heildarinar er 6,1 rannsókn á beiðni. Hjartalæknar virðast leggja áherslu á rannsóknir vegna sjúkdóma á sínu sérsviði, svo rannsóknum fjölgar ef til vill ekki með aukinni tíðni annarra sjúkdóma. Sjúklinga í aldursflokki 0-9 ára virðast hjartalæknar ekki meðhöndla utan sjúkrahúsa, enda verksvið barnalækna. Algengar rannsóknir í meinefnafræði og blóðmeinafræði eru yfirleitt ódýrar, enda hagkvæmar, en dýrustu rannsóknimar svo fátíðar að þær eru aðeins lítill þáttur í heildarkostnaði. Fjórðungur heildarkostnaðar hjá hvorum hópi felst í mælingum á blóðhag og sökki, tveimur langalgengustu rannsóknunum. Aðrir flokkar rannsókna sem taka umtalsverðan hluta heildarkostnaðar eru 22% fyrir lifrarpróf/ensím hjá heimilislæknum og 30% fyrir blóðfitu hjá hjartalæknum, en í hvorum flokki var að meðaltali beðið um tvö mismunandi próf í sama flokki hjá þeim sjúklingum sem mældir voru. Blóðfitumælingar eru væntanlega gerðar til að geta gripið til fyrirbyggjandi aðgerða, ef hætta á æðakölkun er til staðar og við eftirlit hjá þeim sem hafa fundist með of mikla blóðfitu, en hættumörk til dæmis kólesteróls eru svipuð hér og erlendis (1,17,18). Flokkurinn lifrarpróf/ensím, sem við höfum sett hér upp, er auðvitað ekki bundinn við lifrarsjúkdóma og ensím eru að sjálfsögðu mæld við leit að hinum margvíslegustu sjúkdómum, til dæmis oft vegna óljósra einkenna frá brjóst- eða kviðarholi eða vegna gruns um sjúkdóma í ýmsum vefjum eða líffærum þar sem hækkun verður á mismunandi ensímum. Langflestir sjúklinga beggja læknahópanna komu aðeins einu sinni til rannsóknar á könnunartímabilinu, þó endurteknar rannsóknir væru ívið tíðari meðal hjartalækna. Bendir þetta til þess að mestur hluti rannsókna sé gerður við leit að sjúkdómum og áhættuþáttum sjúkdóma, en endurteknar rannsóknir við eftirlit sjúklinga séu tiltölulega lítill hluti allra rannsókna. Þannig endurspeglar notkun læknanna á rannsóknastofunni væntanlega mikið forvamarstarf sem unnið er samhliða öðrum læknisverkum utan spítala. Tíminn sem leið milli fyrstu og annarrar komu, væri um endurtekna rannsókn að ræða, var lengri hjá hjartalæknum en heimilislæknum. Þetta kemur heim við það, að heimilislæknar sem fást við nýgreiningu sjúkdóma endurtaki mælingar og biðji um nýjar innan skamms tíma til staðfestingar og frekari greiningar, en endurteknar rannsóknir hjartalækna stafi frekar af reglubundnu eftirliti með sjúklingum. Munur einstakra lækna á notkun rannsókna var ekki kannaður í þessari rannsókn, en í erlendum rannsóknum hefur kornið í ljós að hann er oft mikill (19). Könnun okkar á notkun skjaldkirtilsprófa í Rannsóknastofunni í Domus Medica leiddi hið sama í ljós (20). Ymsir þættir sem hafa áhrif á rannsóknanotkun lækna eru þekktir. Yngri læknar nota yfirleitt meira af rannsóknum en eldri (6) og lfklegt er að land það, sem læknar kusu til framhaldsnáms skipti máli. Þannig sýndi athugun á rannsóknum, sem breskir og bandarískir læknar gerðu á sjúklingum með háþrýsting, fjórfalt til fertugfalt tíðari notkun rannsókna í Bandaríkjunum (21). Bandarísk rannsókn sýndi að fyrir sambærilega sjúklinga báðu sérfræðingar að jafnaði um fleiri rannsóknir en heimilislæknar (5). Af rannsókn þessari má draga þær ályktanir, að sjúklingahópar og rannsóknaval heimilis- og hjartalækna endurspegli vel mismunandi viðfangsefni þeirra. Tilefni rannsókna virðist jafnvel oftar leit að sjúkdómum eða áhættuþáttum en reglubundið eftirlit sjúklinga og endurspeglar það hið mikla forvarnarstarf, sem unnið er á almennum læknastofum. Endurteknar beiðnir fyrir sama sjúkling voru tiltölullega fáar á tímabilinu eða 7-8% á ári. Arangursríkasta eða besta notkun rannsókna er ekki þekkt og kann að vera mismunandi við mismunandi aðstæður, en niðurstöður þær sem hér birtast virðast benda til hóflegrar notkunar rannsókna meðal læknanna. ÞAKKIR Við viljum þakka öllum þeirn heimilislæknum og sérfræðingum sem á einn eða annan hátt hafa aðstoðað okkur við að gera þessa könnun. Jafnframt þökkum við Snorra Bergmann, tölvusérfræðingi á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.