Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1992, Page 27

Læknablaðið - 15.09.1992, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 287-91 287 Árni Jón Geirssonl), Kristján Steinssonl), Sveinn Guðmundsson2), Vigfús Sigurðsson3) FJÖLKERFA-HERSLISMEIN Á ÍSLANDI ÁGRIP I árslok 1990 voru 18 einstaklingar með fjölkerfa-herslismein (systemic sclerosis, scleroderma) á lífi hér á landi, þar af 16 konur. Algengi sjúkdómsins er 7,2 á 100 þúsund íbúa. Nýrnasjúkdómur er óþekktur meðal íslenskra sjúklinga með herslismein, en að öðru leyti er sjúkdómsmyndin sambærileg því sem þekkist í erlendum rannsóknum. Af 18 sjúklingum hafa 13 hlotið verulegan bata, að meðaltali 12 árum eftir upphaf sjúkdómsins. Sjúkdómshorfur eru mun betri en í Bandaríkjunum, fimm ára lifun er 100% og 10 ára lifun er 81%. Nýgengi sjúkdómsins er með því lægsta sem þekkist. Sex sjúklingar voru með mótefni gegn æðaþeli, sem getur átt þátt í meingerð sjúkdómsins. INNGANGUR Meingerð herslismeins einkennist í fyrsta lagi af breytingum í smáum slagæðum og háræðum. Þykknun verður í æðaþelslagi slagæða, þrenging á æðum getur orðið í svo til öllum líffærum, aftur á móti verður víkkun á háræðalykkjum og verða þær hlykkjóttar. Þessar breytingar má greina við smásjárskoðun á háræðum í naglbeði sjúklinga (1). Háræðabreytingamar gefa vissa vísbendingu um útbreiðslu og alvarleika sjúkdómsins og hafa þar með ákveðið forspárgildi (2). 1 öðru lagi einkennist meingerðin af óeðlilega mikilli bandvefsmyndun bæði í húðinni og innri líffærum. Fibroblastar frá húð sjúklinga með herslismein framleiða meira af kollageni en fibroblastar frá húð heilbrigðra. I herslismeini sjást breytingar í frumubundna ónæmiskerfinu. Heildarfækkun verður á T- eitilfrumum en hlutfallsleg aukning á T- hjalparfrumum á kostnað T-bælifrumna. Flestir Frá 1 )lyflækningadeild Landspítalans, 2)háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíþjóö, 3)háskólasjúkrahúsinu ( Utrecht, Hollandi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Árni Jón Geirsson. sjúklingar með herslismein hafa mótefni gegn ýmsum kjamaþáttum (3). Sjúkdómsmynd herslismeins er fjölbreytileg. Fyrstu sjúkdómseinkennin eru yfirleitt kuldaóþol, samdráttur verður í slagæðum við kuldaáreiti. Fram kemur svokallað Raynauds- fyrirbæri, sem er einkum áberandi í fingrum og tám, sem taka á sig dæmigerð litbrigði. I byrjun fölva, síðan bláma og þá roða. Þessi þrenns konar litbrigði eru ekki alltaf fyrir hendi, en yfirleitt verður fölvi við kuldaáreiti þó önnur litbrigði vanti. Raynauds-fyrirbæri getur varað mánuðum saman áður en frekari sjúkdómseinkenna verður vart. Húðbreytingar, sem eru einkennandi fyrir sjúkdóminn, fara í gegnum þrjú stig. í fyrstu verður húðin bólgin og deigkennd, þetta kemur oft fram sem bjúgur og stirðleiki í fingrum og andliti. Á þessu stigi er oft erfitt að greina sjúkdóminn með vissu og er þá smásjárskoðun á háræðum í naglbeði hjálpleg svo og athugun á kjamamótefnum (ANA), en mótefni gegn Scl 70 eru sértæk fyrir herslismein. Síðar verður húðin stíf og óteygjanleg, hún strekkist yfir fingur og andlitið verður svipbrigðalaust. Þessar húðbreytingar eru einkennandi fyrir herslismein og á þessu stigi er auðvelt að greina sjúkdóminn. Á lokastigi verður rýmun á leðri húðarinnar og í sumum tilfellum mýkist hún aftur. Eins og nafnið bendir til er sjúkdómurinn oft á tíðum ekki eingöngu bundinn við húðina, heldur getur hann einnig lagst á önnur líffærakerfi. Hvað þetta varðar eru einkenni frá meltingarvegi algengust og koma fyrst fram. Brjóstsviði og kyngingartruflun eru einkenni sem sjást hjá um 85% sjúklinga með herslismein og orsakast þau af truflun á vöðvasamdrætti í neðsta hluta vélindans. Truflun á vöðvasamdráttarbylgjum getur líka orðið í smáþarminum, þetta ásamt breytingum í briskirtlinum getur valdið meltingartruflunum og vanfrásogi. Lungnaeinkenni eru líka

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.