Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 30
290 LÆKNABLAÐIÐ þessu ekki svo farið, einungis þrír sjúklingar reyndust með sökkhækkun og enginn með blóðleysi. Þessar niðurstöður koma enn heim við það að íslenskir sjúklingar hafa flestir mildan sjúkdóm. Raynauds-fyrirbæri er mjög algengur kvilli í þjóðfélaginu sérstaklega meðal ungra kvenna, í fæstum tilfellum liggur bandvefssjúkdómur að baki, þó Raynauds-fyrirbæri geti verið fyrsta einkenni herslismeins. Þá, sem síðar eiga á hættu að fá herslismein, má greina við smásjárskoðun þar sem fram koma háræðabreytingar í naglbeði. Tíðni Raynauds-fyrirbæris og einkenna frá meltingarfærum, lungum og hjarta er svipuð og í erlendum rannsóknum. Þannig virðist sjúkdómsmyndin svipuð meðal íslensku sjúklinganna og þekkist erlendis, að því undanskildu að nýrnasjúkdómur er óþekktur hjá íslenskum sjúklingum með herslismein. Sjúkdómsgangurinn er aftur á móti hægari og bati tíðari meðal íslenskra sjúklinga en þekkist erlendis. Nýgengi herslismeins á Islandi á tímabilinu 1975-1984 er 0,55 á 100 þúsund íbúa á ári (18). Ekki virðist mikil breyting næstu sex árin eða fram til ársloka 1990, en á því tímabili greinast fimm einstaklingar með sjúkdóminn. Erlendar rannsóknir, sem byggja á sjúkrahússkýrslum fram til 1975, sýna nýgengi sjúkdómsins frá 0,6 til 2,3 á milljón íbúa. Rannsóknir yfir sama tímabil, sem ná til sjúklinga jafnt utan sem innan sjúkrahúsa, sýna nýgengi sem er margfalt hærra eða 6,3-12,0 á milljón íbúa (19). Nýleg faraldsfræðileg rannsókn á sjúkdómnum í Bandaríkjunum, sem er sambærileg okkar rannsókn, sýnir nýgengið vera 18,7 á milljón íbúa sem er um þrisvar sinnum meira en hér á landi (20). Á sama hátt er algengið um fjórfalt í Bandarrkjunum miðað við það sem hér er (21). Umhverfisþættir geta orsakað herslismein, þannig er vitað að sjúkdómurinn er algengari meðal námuverkamanna sem vinna í kolaryki (22) og einnig meðal þeirra sem vinna við polyvinyl-chlorid (23). Vel þekkt er slysið á Spáni þar sem iðnaðarolía var seld sem matarolía, margir þeirra sem neyttu olíunnar veiktust hastarlega í byrjun en fengu síðar sjúkdóm sem líkist herslismeini (24). Tryptophan hefur verið notað við svefnleysi og geðlægð (25), en er nú þekkt að því að geta valdið sjúkdómi sem líkist herslismeini, notkun þess er háð takmörkunum. Fjarvera flestra þessara umhverfisþátta á Islandi getur að einhverju leyti skýrt mun á nýgengi. Ymislegt bendir til þess að í sermi sjúklinga með fjölkerfa-herslismein sé þáttur sem er skaðlegur æðaþeli. Talið er að þessi þáttur sé mótefni gegn æðaþeli og valdi það bindingu gegnum Fc viðtæki við T-eitilfrumur. Rannsóknir hafa sýnt að í fjórðungi sjúklinga með herslismein finnast Ig G mótefni með þann eiginleika að geta bundist æðaþeli (26). í okkar rannsókn fundust mótefni gegn ræktuðu æðaþeli frá naflastreng í sex sjúklingum. Hugsanlegt er að orsakasamband sé á milli framangreindra mótefna gegn æðaþeli og þeirra breytinga á æðaveggnum sem sést í fjölkerfa-herslismeini (27). Unnið er að frekari rannsóknum á þessu sviði. ÞAKKIR Vísindaráð Islands veitti styrk til þessarar rannsóknar. Höfundar þakka Helga Sigvaldasyni veitta tölfræðiaðstoð. HEIMILDIR 1. Campell PM, Le Roy EC. Pathogenesis of systemic sclerosis: a vascular hypothesis. Semin Arthritis Rheum 1975; 4: 351-68. 2. Chen Z, Silver RM, Ainsworth SK, et al. Association between fiuorescent antinuclear antibodies, capillary pattems and clinical features in scleroderma spectrum disorders. Am J Med 1984; 77: 812-22. 3. Postlethwaite AE. Early immune events in scleroderma. In: Rheumatic Disease Clinics of North America, Scleroderma. WB Saunders, 1990: 125-39. 4. Blom-Bulow B. Jonson B, Brauer K. Lung function in progressive systemic sclerosis is dominated by poorly compliant and stiff airways. Eur J Dis 1985; 66: 1-8. 5. Geirsson ÁJ, Blom-Bulow B, Pahlm O, Akeson A. Cardiac involvement in systemic sclerosis. Semin Arthritis Rheum 1989; 19: 110-6. 6. Kahn A, Devaux JY, Amor B, et al. Nifedipine and thallium-201 myocardial perfusion in progressive systemic sclerosis. N Engl J Med 1986; 314: 1397- 402. 7. Le Roy EC. The heart in systemic sclerosis. N Engl J Med 1984; 310: 188-9. 8. Medsger TA jr, Masi AT. Epidemiology of systemic sclerosis (scleroderma). Ann Intem Med 1971; 74: 714-21. 9. Masi AT, Rodnan GP, Medsger TA jr, et al. Preliminary criteria for the classification of systemic sclerosis (scleroderma). Arthritis Rheum 1980; 23: 581-90. 10. Hudson 1, Hay FC. Practical Immmunology. Oxford: Blackwell Scientific Publication, 1980: 237. 11. Hashemi S, Smith D, Izaguirre CA. Anti-endothelial cell antibodies: Detection and characterization using

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.