Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 301 Myndir 3a, 3b. Teknar skömmu eftir útskrift frá annarri legit, en þá var sjúklingur tœpiega níu mánaöa gamall. þá fjarlægður. Beinglufan við nefrótina var hreinsuð upp og henni lokað með stórum beinhimnulepp sem tekinn var á enni og saumaður yfir nefið og niður í augntóttimar. Þetta greri vel og beingerðist yfir glufuna, þannig að ekki varð frekari fyrirferðaraukning á staðnum (myndir 3a, 3b). Eftir sem áður hafði barnið þó langt nef og mikið bil milli augna og þurfti að nota gleraugu vegna sjónskekkju. Að öðru leyti dafnaði það vel og virtist ekki þjakað af lýti sfnu. Þegar dró að skólaaldri tók að bera á feimni og barnið reyndi að fela andlitið í návist ókunnugra og í margmenni. Við sjö ára aldur var barnið tekið til umfangsmikillar lýtaaðgerðar til þess að minnka bilið milli augnanna og minnka nefstæðið (mynd 4). I þeirri aðgerð var ennisbeinið aftur undir eyru sagað frá og lagt til hliðar meðan fyrra aðgerðarsvæðið var hreinsað upp, nefbeinin minnkuð og neflægir beinveggir augntóttanna losaðir upp og færðir inn á við. Nefið var byggt upp að nýju með beinflutningi og ennisbeininu komið fyrir aftur á sínum stað. Allt var fest með vírum, skrúfum og beinflögum (myndir 5a, 5b). Lítilsháttar leki varð á heilavökva í sárinu til að byrja með, en að öðru leyti greri allt vel (myndir 6a, 6b). NIÐURLAG Lýst hefur verið sjúklingi með heilahaul sem hljóp fram um glufu milli ennisbeins og nefbeina. Þessu fylgir lenging og breikkun á nefstæði og hliðrun á augntóttum. Caroonsmith og Suwanwela hafa haldið því fram, að sé þessháttar heilahaull fjarlægður fyrir þriggja ára aldur verði vöxtur hauskúpu eðlilegur og beinglufan lokist sjálfkrafa (2). Jackson er ekki á sama máli. Að vísu greinir hann frá sjúklingum þar sem beinglufan hefur lokast sjálfkrafa eftir að haullinn hafði verið fjarlægður snemma. Hann telur þó að alltaf verði eftir verulegur útlitsgalli (3). Saga þessa sjúklings, þar sem haullinn var fjarlægður af baminu 13 daga gömlu, styður kenningu Jacksons. I samræmi við horfur hafði brottnám heilahaulsins engin áhrif á andlegan eða líkamlegan þroska barnsins, en þörf var á umfangsmikilli lýtaaðgerð á beinhlutum andlitsins þegar barnið var sjö ára gamalt. Myndir með grein eru birtar með leyfi viðkomandi aðila. Endurprentun mynda er óheimil. SUMMARY Frontonasal meningoencephalocele is a relatively rare congenital anomaly. Normal development of the frontal-, nasal- and ethmoidal bones is hindered by the prolapsing meningeal and brain tissue. Amputation of the cele is not followed by any neurological impairment nor is hydrocephalus to be expected. The deformity gives a characteristic look: The so called »long nose hyperteleorism«. In most cases a complicated operation for reconstruction of the nose and the orbits will be needed.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.