Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 303-7
303
Kristinn R.G. Guðmundsson
BAKPANKAR:
UM BRJÓSKLOS í BAKI OG SÖGU PESS
INNGANGUR
Nú til dags þegar allskonar bakveiki telst
orðin til algengustu kvilla er ekki að furða
þótt spurt sé hvemig því hafi verið háttað
hér áður fyrr. Sérstaklega á þetta við um
brjósklos í baki og settaugarbólgu (ischias).
Hversu þekktur var þessi sjúkdómur, hvað
héldu menn um hann og hvemig var meðferð
háttað? Fróðleiksfúsum lesendum til gamans
verður hér á eftir rakin saga þessa sjúkdóms
og stuðst þar við efni úr ýmsum áttum eins og
kemur fram í heimildum.
BETRA AÐ HAFA TANNPÍNU í ÖLLUM!
í stuttu máli sagt virðast einkenni
settaugarbólgu lengst af hafa verið vel þekkt
og menn kunnað á þeim furðu góð skil.
Sagt er að Jakob sonur Isaks, sem segir frá
í Biblíunni, sé ef til vill fyrsti nafngreindi
sjúklingurinn í veraldarsögunni með þennan
sársaukafulla sjúkdóm. Hann vaknaði við
vondan draum með verki og visinn fót eftir
erfiðan dag og gekk haltur eftir það (1).
I egypskum papírushandritum frá því um tvö
til þrjú þúsund árum fyrir Krist er meðal
annars fjallað um áverka á hálsi og hrygg
og tognanir eða verki í baki og ef til vill
má greina þama lýsingu á settaugarbólgu.
Svo virðist sem taugaþansprófi (Lasegue) sé
einnig lýst. Hinsvegar vantar á handritið þar
sem byrjað er að fjalla nánar um meðferð
sjúkdómsins (2).
I ritum Hippókratesar frá því um 400 fyrir
Krist er af merkilegri kunnáttu rætt um ýmsa
sjúkdóma í baki, mjöðmum og fótum svo og
þvagsýrugigt.
Gerður er greinarmunur á verkjum í baki
og/eða mjöðm og verkjum í fæti sem taldir
eru hafa betri batahorfur. Ungir menn gætu
lagast af slíkum verk á 40 dögum en hjá eldri
Frá heila- og taugaskurölækningadeild Borgarspítalans.
mönnum gæti það tekið upp undir ár. Verkur í
mjöðm gæti hinsvegar varað mjög lengi (3).
A dögum Rómverja var þessum sjúkdómum
lýst af ýmsum höfundum og voru
sjúkdómslýsingar á margan hátt oft meira
lifandi og jafnvel nákvæmari en gerist nú til
dags. Meðal annars var sérstaklega greint frá
einkennum settaugarbólgu og því um hvaða
utanaðkomandi orsakir gæti verið að ræða, svo
sem fall og ýmiskonar líkamlega áreynslu.
Meðferð var fólgin í hvíld, lyfjum, bökstrum
og handfjöllun.
Við fall Rómarveldis barst læknisfræðileg
þekking til Persíu og þaðan um Arabalönd,
Norður Afríku og Spán. Arabar kynntust
fræðum Hippókratesar, Galens og annarra
í þýðingum úr grísku og latínu og bættu
einhverju við sjálfir. Þeir þekktu vel bak-
og fótaverki og kunnu að meðhöndla þá.
Þessi þekking barst svo aftur til Evrópu á
11. öld um læknaskólann í Salerno á Ítalíu,
nálægt Napólí. »í Salemo sat Hrafn á Eyri
(1170-1213) við fótskör meistaranna« sá »sem
mestur var og víðkunnastur læknir íslendinga
á þjóðveldistímanum«.
MALUM COTUGNII
Á fyrri öldum hafði líffærafræði hryggjarins
og settaugarinnar verið meira og minna þekkt
án þess menn gerðu sér grein fyrir sambandi
taugarinnar við verki í fótum. Reyndar mun
hún lengst af hafa verið talin einhverskonar
sin. Það mun svo hafa verið ítalinn Domenico
Cotugno sem árið 1764 varð fyrstur til að
benda á að verkurinn væri í ischiastauginni.
Þetta olli straumhvörfum í skilningi manna á
þessum sjúkdómi. Cotugno starfaði í Napólí
og það er merkilegt í þessu sambandi að
Grikkir höfðu nefnt mjaðmarliðinn og svæðið
umhverfis hann Ischia. En eyja á Napólíflóa
heitir einmitt Ischia og hafði frá alda öðli
verið fjölsótt af fólki er leitaði sér lækninga
við mjaðma- og fótaverkjum. Cotugno er