Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 48

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 48
306 LÆKNABLAÐIÐ Á NORÐURSLÓÐUM Prófessor Olivecrona mun fyrstur manna á Norðurlöndum hafa gert skurðaðgerð við brjósklosi í baki. Snorri Hallgrímsson segir svo frá árið 1946 að þá hafi langflestar slíkar aðgerðir í Svíþjóð verið gerðar á Vanföreanstalten og hafi þær verið innleiddar þar af Ameríkumanninum J.G. Love árið 1938. Ég var um tíma aðstoðarmaður Dr. Love á námsárum mínum við Mayo Clinic í Rochester, Minnesota árin 1967-71. Hann hafði verið þar yfirlæknir en fór á eftirlaun um þetta leyti. Víðfrægur en sérstæður maður. Hörkutól af gamla skólanunt. Fyrsti sjúklingurinn hér á landi, kona, var skorin upp á Sjúkrahúsi Hvítabandsins í Reykjavík 6. september 1943 en fyrsta aðgerðin á Landspítalanum var gerð 13. mars 1944. Báðar aðgerðirnar voru framkvæmdar af Snorra Hallgrímssyni. Árið 1966 höfðu á handlækningadeild Landspítalans verið skomir upp 320 sjúklingar vegna brjóskloss í baki (11). Á Landakotsspítala hafa brjósklosaðgerðir verið gerðar í áraraðir. Dr. Bjami Jónsson tjáir mér að þær hafi upphaflega byrjað um 1945 og þá í samvinnu við Dr. Bjarna Oddsson en hann hafi svo gert þær einn eftir að sá síðarnefndi féll frá. Slflcar aðgerðir hafa verið gerðar utan Reykjavíkur og þá sérstaklega á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hin síðari ár. Á Borgarspítalanum hófust þessar aðgerðir árið 1971 en árið 1981 var byrjað að gera þar smásjáraðgerðir vegna brjóskloss og er sú aðgerð ríkjandi þar nú (12). Vorið 1991 var einnig hafist þar handa með baksjáraðgerðir (percutaneous endoscopic luntbar discectoiny) (13). FERÐIN TIL MARS Það verður að segjast að greining og meðferð á brjósklosi í baki hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum áratugum. Rannsóknir og aðgerðir fá orðið lítið á sjúklinginn og legutíminn er stuttur. Koma má að mestu í veg fyrir örmyndun með því að leggja áherslu á að varðveita lig. flavum. Batahorfur eru yfirleitt góðar. Fjöldi aðgerða er mikill en margir komast þó hjá aðgerð með hvíld, deyfingum og sjúkraþjálfun. Hinsvegar hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir að brjósklos endurtaki sig eftir aðgerðir en það hendir í um 10% tilfella. Mjög erfitt er að bæta líðan þeirra sjúklinga sem ekki lagast þrátt fyrir vel heppnaða aðgerð. Oft er líka erfitt að bæta þá sem hafa slæma verki í fótum sem líkjast einkennum settaugarbólgu en brjósklos finnst ekki. Sumir þeirra lenda í gagnslausum aðgerðum og þá verr farið en heima setið. Það er nefnilega fleira en brjósklos sem veldur verkjum þótt erfitt kunni að reynast að gefa því nafn. Ef til vill öðlast menn meiri þekkingu á verkjum í baki og fótum með betri klínískum rannsóknum og þær þyrfti að efla. Ef til vill leiðir segulómunin eitthvað nýtt í ljós. Það er trú mín að baksjáraðgerðir geti átt mikla framtíð fyrir sér ef tekst að þróa núverandi tækjabúnað og auka þar með notagildi aðgerðarinnar. Að lokum spyr sig margur maðurinn hvort og þá hvemig megi koma í veg fyrir bakveiki og brjósklos. Streita, kyrrseta og oft slæm vinnuaðstaða skiptir þama miklu máli. Hætta að reykja og koma sér í betra líkamlegt horf? Hætt er við að nokkuð langt sé í land þar til fullnægjandi árangri verður náð hvað þetta snertir. HEIMILDIR 1. Harrington TR. Sciatica and the history of surgical treatment of lumbar disc disease. BNI Quarterly 1988; 4(2); 24-9. 2. Bennett G. History. The Egyptian period. In: Howorth MB, ed. Injuries of the spine. Baltimore: Williams & Wilkins, 1964: 1-3. 3. Markham JW. Surgery of the spinal cord and vertebral column. In: Walker AE, ed. A history of neurological surgery. New York: Hafner Publ., 1967: 364-92. 4. Hallgrímsson S. Nokkur orð um diskus prolaps. Læknablaðið 1946; 15: 44-62. 5. Gurdjian ES, Thornas LM. Surgery of ruptured and protruded intervertebral discs. In: Operative neurosurgery. 3rd ed. Baltimore: Williams & Wilkins, 1970; 408-13. 6. Mixter WJ, Barr JS. Rupture of the intervertebral disc with involvement of the spinal canal. N Engl J Med 1934; 211: 210-5. 7. Love JG. Removal of protruded intervertebral disks without laminectomy. Proc Staff Meet, Mayo Clinic 1939; 14: 800. 8. Williams RW. Microlumbar discectomy. A conservative approach to the virgin hemiated lumbar disc. Spine 1978; 3(2): 175-82. 9. Jónsson B. Discographia lumbalis. Læknablaðið 1978; Fylgirit 5: 17-20." 10. Jónasson K. Hryggþófarannsóknir með skuggaefni. Læknablaðið 1978, Fylgirit 5: 21-6. 11. Sigurðsson K. Brjósklos í mjóbaki. Arangur skurðaðgerða innan átta vikna frá byrjun einkenna. Læknablaðið 1971; 16: 5-14.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.