Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1992, Page 51

Læknablaðið - 15.09.1992, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78; 309-12 309 Þorsteinn Blöndah), Hagerup Ísakssen2), Jónína Hafliðadóttir3) REYKLAUSIR RÍKISSPÍTALAR: Viðhorf til reykinga meðal sjúklinga og deildarhjúkrunarfræðinga ÁGRIP I könnun á reykingavenjum sjúklinga og starfsfólks sjúkradeilda á Ríkisspítölum í ágúst 1991 kom í ljós að ef aðspurðir reyktu ekki sjálfir töldu 23-24% að sjúklingar reyktu inni á sjúkrahúsunum en ef aðspurðir reyktu sjálfir var talan 36-37%. Hjá 63% þeirra sem reyktu en hjá 78% þeirra sem ekki reyktu kom fram stuðningur við reykingabann á Ríkisspítölum. Að reykingabann hefði verið til bóta töldu 44% reykingamanna, en 71% þeirra sem ekki reyktu. Aðspurðir um þrjá valkosti: Obreytt ástand; strangari reglur; að komið skyldi upp lágmarksaðstöðu til reykinga, völdu 81% reykingamanna en 53% þeirra sjúklinga sem ekki reyktu þriðja kostinn. INNGANGUR Um áramótin 1990-1991 var hrint í framkvæmd áætlun stjómamefndar Ríkisspítala um reyklaust hús (1). Ætlunin var að úthýsa öllum reykingum, nema reykingum sjúklinga sem kynnu að hljóta undanþágu frá banninu (2). Starfshópur vann að undirbúningi framkvæmdar meðal annars með útgáfu veggspjalda, bréfum til starfsmanna, blaðaskrifum og merkjum um reyklaust hús. Fjölmiðlar fjölluðu talsvert um reykbannið fram að áramótum en lítið eftir það. Eftir hálft ár þótti rétt að kanna hvemig reykingamálum væri háttað á Ríkisspítölum. Þá þegar var vitað að útfærsla á reykingabanninu hafði verið nokkuð mismunandi á hinum ýmsu deildum. Var ákveðið að kanna reykingavenjur sjúklinga sem lágu inni á þessum tíma og viðhorf þeirra til bannsins. Einnig var ákveðið að spyrja deildarhjúkrunarfræðinga sömu spuminga Frá 1)lyflækningadeild, 2)taugalækningadeild, 3)geödeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti; Þorsteinn Blöndal. þar eð talið var að það væri mjög undir þeim komið hversu til tækist með framhaldið. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Könnunin var gerð í ágúst 1991. Ákveðið var að spyrja helming af inniliggjandi sjúklingum á hverri deild. Deildarhjúkrunarfræðingar á hverri deild eða staðgenglar þeirra voru einnig spurðir. Höfundar (JH og HÍ) sáu um að spyrja auk aðstoðarlækna og annars starfsfólks. Á hverri legudeild var helmingur af sjúklingunum sem lágu inni spurðir. Voru þeir valdir úr innskriftarbók deildarinnar, aftur á bak uns tölunni var náð. Ef ekki náðist í sjúkling eða hann var í rannnsóknum eða of veikur til að taka þátt í könnuninni var næsti fyrir ofan í innskriftarbók valinn. Spumingalistanum svöruðu alls 265 manns af 63 deildum, 213 sjúklingar og 52 hjúkrunardeildarstjórar. Þegar talað er um þátttakendur hér að neðan er átt við allan hópinn bæði sjúklinga og hjúkrunarfræðinga. Þeir, sem aldrei höfðu reykt eða höfðu reykt en voru hættir, voru fiokkaðir með þeim sem »reyktu ekki«. Hinir sem reyktu daglega eða minna en daglega voru sagðir »reykja«. Af sjúklingum voru 52% karlar. Meðalaldur var 53 ár (10-94). Meðal karlsjúklinga voru 41% reykingamenn en meðal kvensjúklinga 34%. Deildarhjúkrunarfræðingar og staðgenglar þeirra voru 52. Konur meðal þeirra voru 94% (49/52). Meðalaldur var 41 ár (26-63 ára). Meðal kvenhjúkrunarfræðinga reyktu 39% (19/49) en meðal karlhjúkrunarfræðinga 100% (3/3). NIÐURSTÖÐUR I töflu I sést að ef þátttakendur (aðspurðir) reyktu ekki sjálfir töldu aðeins 11-17% að sjúklingar reyktu inni á sjúkradeildum en ef aðspurðir reyktu var talan um 26-41%.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.