Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 11

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 439 Table II. Crohn ’s disease in Iceland 1980-1989. Localization of inflammation at diagnosis infour different age groups (number of patients). Age Small bowel only lleocolic Large bowel only Stomach Total 0-19 4 3 2 1 10 20-39 7 9 16 0 32 40-59 5 1 6 0 12 > 60 3 1 17 0 21 Total 19 (25.3%) 14 (18.7%) 41 (54.7.%) 1 (1.3%) 75 (100%) The relative increase with age of inflammation limited to the colon shows significant linear trend (p=0.003). sjúklingunum, lítil slímhúðarsýni úr meltingar- vegi hjá 60 (80%), en mjógirnis- eða ristilhlut- ar hjá 33 (44%). Blönduð bráð og langvarandi bólga fannst í sýnum frá 71 sjúklingi (95%), einkennandi bólguhnúðar hjá 46 (61,3%), sár hjá 45 (60%) og kirtilkýli (crypt abscess) hjá 21 sjúklingi (28%). Hjá níu sjúklingum (12%) var lýst fistilmyndun, en rofi á görn hjá fjórum (6%). Sjúkdómseinkenni: Algengustu sjúkdóms- einkenni voru kviðverkir (84%), tíðar hægðir eða niðurgangur (79%), blóð í hægðum (32%) og endaþarmskveisa (tenesmus) (27%). Ein- kenni frá einu eða fleiri líffærum utan melting- arvegar, lifur, gallvegum, liðum, augum og húð, höfðu 34,6%. Rúmlega helmingur sjúk- linganna (51%) hafði greinst innan þriggja mánaða frá byrjun einkenna, tveir þriðju hlut- ar (67%) innan sex mánaða, en hjá rúmlega fjórðungi sjúklinga (27%) dróst greiningin í eitt ár eða lengur. Sjúkrahúsvist og fjölskyldusaga: Um 97% sjúklinganna hafði þegar vistast á sjúkrahúsi lncidence/100,000 4 1-------------- 1950-59 1960-69 1970-79 1980-89 Years vegna sjúkdómsins, ýmist við greiningu eða síðar í tengslum við fylgikvilla eða aðgerðir. Hjá sex sjúklingum (8%) fengust upplýsingar um einn eða fleiri ættingja með staðfestan þarmabólgusjúkdóm. Hjá ættingjum fjögurra (5,3%) var um svæðisgarnabólgu að ræða og hjá ættingjum tveggja (2,7%) sáraristilbólgu. Umræða Þær niðurstöður rannsóknar á faraldsfræði svæðisgarnabólgu á íslandi árin 1980-1989, sem hér er skýrt frá, leiða í ljós marktæka hækkun á nýgengi miðað við fyrri könnun (3,4). Ef miðað er við nýgengið á árunum 1950-1969 er aukningin nær áttföld, en rúm- lega þreföld ef miðað er við áratuginn 1970- 1979 (mynd 2). Þrátt fyrir þessa miklu aukn- ingu er árlegt meðalnýgengi sjúkdómsins, 3,1 tilfelli á 100.000 íbúa, með því lægsta sem greint er frá á svipuðu tímabili í nálægum lönd- um (6-19) (tafla III). Við teljum að greina megi vísbendingar í niðurstöðum okkar um stöðupa aukningu á nýgengi svæðisgarnabólgu á Is- landi. Rannsókn okkar nær til heillar þjóðar en allar hinar að einni undanskilinni (6), eru svæðisbundnar, ýmist afturskyggnar (8,10- 12,14,15,17) eða framskyggnar (6,9,13,18,19). Fyrri könnun á nýgengi svæðisgarnabólgu á Islandi (3) sýndi mjög lágt nýgengi árin 1950- 1979. Rannsóknirnar eru þó unnar á sambæri- legan hátt. Við leit að nýjum tilfellum af svæð- isgarnabólgu var fyrst og fremst byggt á vefja- greiningu á sýnum sem komu til rannsóknar á Rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræði í Reykjavík og meinafræðideild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. í báðum rannsókn- unum voru einnig fengnar upplýsingar frá sér- fræðingum í meltingarsjúkdómum og leitað var í sjúkdómaskrám geislagreiningardeilda. í fyrri könnuninni voru að auki send bréf til allra heilsugæslu- og heimilislækna á íslandi og sjúk- dómaskrár á stærstu sjúkrahúsum landsins

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.