Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 52

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 52
474 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Ólafur Sigurðsson kjörinn heiðursfélagi Læknafélags íslands Ávarp Sverris Bergmann formanns LÍ, er Ólafl var afhent heiðursskjaliö á formannaráðstefnu fé- lagsins 11. maí síðastlið- inn. Á aðalfundi Læknafélags Is- lands 29.-30. september árið 1995 lagði stjórn Læknafélags íslands fram tillögu þess efnis að Ólafur Sigurðsson fyrrver- andi yfirlæknir á Akureyri yrði kjörinn heiðursfélagi Læknafé- lags íslands. Þessa tillögu stjórnar Læknafélags Islands samþykkti aðalfundurinn ein- róma með lófataki. Ólafur Sig- urðsson er kjörinn heiðursfélagi Læknafélags íslands fyrir starf brautryðjanda á sviði lyflækn- inga í héraði og fyrir mikilsvert framlag hans til menntunar og þjálfunar læknisefna. Fyrir hönd allra lækna afhendi ég Ólafi Sigurðssyni skjal til stað- festingar þessu kjöri. Ólafur Sigurðsson er fæddur í Reykjavík árið 1915. Hann lauk læknisprófi árið 1941 og varð sérfræðingur í lyflækningum ár- ið 1951 eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum og þó einkum í Bretlandi við virtustu lækna- stofnanir þar. Hann gegndi læknisstörfum víða á íslandi en yfirlæknir lyflækningadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyr- ar var hann frá árinu 1954 til starfsloka. Hann var formaður læknaráðs Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar frá stofnun 1976 og einnig formaður hjarta- og æða- verndarfélags Akureyrar frá stofnun þess árið 1964. Eftir hann liggur mikið starf og grundvölluð uppbygging sér- fræðistarfs í héraði sem og rík hlutdeild í mótun íslenskra lækna með umfram allt leið- beiningum og þjálfun í þeirri kunnáttu sem nauðsynleg er til að beita rétt þekkingu sinni. Fyrirþetta allt taldi aðalfund- ur Læknafélags íslands Ólaf Sigurðsson meira en verðugan heiðursfélaga Læknafélags ís- lands og mér er það í senn mikill heiður og ánægja að afhenda Ólafi Sigurðssyni skjal þetta til staðfestingar kjöri hans sem heiðursfélaga heildarsamtaka íslenskra lækna.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.