Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1996, Side 46

Læknablaðið - 15.07.1996, Side 46
534 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hollvinasamtök Háskóla íslands Hollvinasamtök Háskóla ís- lands voru stofnuð formlega 17. júní síðastliðinn. Stofnfélagar eru á sjötta hundrað talsins. Markmið Hollvinasamtak- anna er að auka tengsl Háskóla íslands við fyrrverandi nemend- ur sína og aðra sem bera hag skólans fyrir brjósti. A fundi í læknadeild 3. júní síðastliðinn var eftirfarandi ályktun frá Reyni Tómasi Geirssyni samþykkt: Deildarfundur læknadeildar Háskóla Islands, haldinn í Læknagarði 3. júní 1996, lýsir stuðningi við stofnun Hollvina- félags læknadeildar, sem verði aðili að Hollvinasamtökum Há- skóla íslands. Stefnt verði að aðild allra lækna sem útskrifast hafa úr deildinni og aðild annarra vel- unnara læknakennslu og lækna- vísinda á Islandi. Fundurinn felur núverandi undirbúningsnefnd að vinna að því að haldinn verði stofnfund- ur í septembermánuði 1996, þar sem félaginu verði sett stofn- skrá í samræmi við markmið Hollvinasamtaka Háskóla ís- lands og stjórn kjörin. í undirbúningsnefndinni sitja eftirfarandi læknar: Árni Björnsson, Gunnar H. Gunn- laugsson, Reynir Tómas Geirs- son, Tómas Árni Jónasson, Víkingur H. Arnórsson og Þor- steinn Njálsson. Ennfremur eru í nefndinni læknanemarnir Andri Már Þórarinsson, Eiríkur Orri Guðmundsson og Þórdís Guðmundsdóttir. Formlega verður gengið frá stofnun Hollvinafélags læknadeildar með haustinu. Nú þegar er hins vegar hægt að gerast stofnandi að því. Skrifstofa Hollvinasam- taka Háskólans skráir félags- menn og veitir upplýsingar. f nýkjörinni stjórn Hollvinasam- taka Háskóla íslands eru: Pétur Oskarsson heimspekinemi til- nefndur af Stúdentaráði HÍ, Sigmundur Guðbjarnarson pró- fessor tilnefndur af Háskóla- ráði, Anna Ólafsdóttir Björns- son sagnfræðingur og myndlist- armaður, Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri í Samgönguráðuneytinu og Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri. Skrifstofa Hollvinasamtakanna er í Stúd- entaheimilinu við Hringbraut. Síma- og bréfasímanúmer er 551 4374. Netfang er sigstef@ rhi.hi.is. Framkvæmdastjóri er Sigríður Stefánsdóttir réttarfé- lagsfræðingur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.