Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1996, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.07.1996, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 537 íðorðasafn lækna 79 Leiðrétting Þorgeir Þorgeirsson, yfir- læknir á meinafræðideild FSA, hringdi og benti á að ekki hefði verið farið rétt með tvö latnesk heiti í 77. pistli. Fjallað var þar um fæðingarbletti og nefnd voru latnesku heitin nevus nevocellulare og nevus melano- cyticum (sjá Lbl 1996;82:406). Naevus er karlkyns nafnorð og því skulu heitin vera þannig: naevus nevocellularis og naevus mclanocyticus. Beðist er vel- virðingar á því að aðgæsla var ekki næg þegar pistillinn var skrifaður. Þessi mistök gefa til- efni til þess að spyrja hvort lat- ínukunnátta íslenskra lækna sé ekki á svo miklu undanhaldi að kominn sé tími til að hætta notk- un hreinnar latínu í læknamáli. Claudicatio Nýlega barst beiðni um endurskoðun á þýðingu Iðorða- safns lækna á enska heitinu claudication, en það fær þar þýðingarnar: 1. helti, 2. helti- köst. Erlendar orðabækur eru sammála um það að heitið sé dregið af latnesku sögninni claudico, haltra, og því er þýð- ing íðorðasafnsins laukrétt. Hins vegar er það oftast notað um tiltekið sjúklegt ástand, interniittent claudication, sem stafar af blóðþurrð í vöðvum fóta, einkum kálfavöðvum. Intermittent á við um það sem er slitrótt eða kemur öðru hvoru og heltiköst er því rétt orðaþýð- ing. Intermittent claudication gefur sig hins vegar ekki aðeins til kynna með helti, heldur einn- ig með verkjum í fótum, og stundum er heitið notað þó ástandið einkennist eingöngu af verkjum. Heltiköst er ekki sér- tækt heiti og getur átt við um annars konar helti en þá sem stafar af blóðþurrð. Því virðist heppilegt að íslenska heitinu á intermittent claudication sé breytt. Ekki bætir úr skák að í gömlum læknisfræðiorðabók- um má finna heitið cerebral claudication. Bein þýðing á því væri þá heilahelti, sem er vissu- lega lipurt heiti en varla nothæft nema í spaugi. íðorðasafnið til- greinir heitið angina cruris sem samheiti við intermittent clau- dication. Þar er lausnin senni- lega fengin. Angina er latneskt nafnorð, komið af sögninni ango: kæfa, kyrkja, kreista eða þrýsta saman. Það var áður not- að um aðþrengjandi verkja- ástand, einkum við hálsbólgu, en er nú mest notað um þann brjóstverk sem fram kemur við blóðþurrð í hjartavöðva, angina pectoris eða angina cordis, en slíkt nefnir íðorðasafnið hjarta- öng. Crus er leggur eða fótlegg- ur, svæðið milli hnés og ökkla. Því er nú lagt til að angina cruris fái heitið leggjaröng. Til vara má tilnefna heitin leggjaöng, fótaöng, fótaröng eða jafnvel kálfaöng. Tourette heilkenni Um miðjan maí barst beiðni frá formanni Tourette samtak- anna, Elísabetu Magnúsdóttur, þess efnis að tekin yrðu til um- ræðu nokkur heiti sem tengjast svonefndu Tourette heilkenni. Hin alþjóðlega læknis- og líf- fræðiorðabók Wileys greinir frá því að Tourette hafi verið taugasjúkdómalæknir í Frakk- landi og uppi á árunum 1857- 1904. Fullt eftirnafn mannsins var Gilles de la Tourette, en fornöfnin ekki færri en fjögur: Georges Edouard Albert Brut- us. Kvillinn, sem við hann er kenndur, er nú oftast nefndur Tourette, de la Tourette eða Gilles de la Tourette sjúkdómur eða heilkenni. Kvillinn hefur einnig verið kenndur við annan franskan lækni, Georges Guin- on, sem uppi var á svipuðum tíma og þá nefndur á frönsku tic de Guinon. Að auki má finna að minnsta kosti tíu önnur heiti á frönsku og ensku. Sjúkdóma- flokkun Heilbrigðisstofnunar þjóðanna (sjá Fréttabréf lækna 1993:7:6) setur fyrirbærið í flokk sem nefnist Tic disorders, en sá hefur fengið heitið kippa- raskanir í nýrri íslenskri þýð- ingu. De la Tourette heilkenni kemur fyrir í undirflokki sem nefnist samsett radd- og fjöl- kipparöskun (combined vocal and multiple motor tic disor- der). Honum er meðal annars þannig lýst að um sé að ræða kipparöskun með mörgum hreyfikippum og einum eða fleiri raddkippum, þó ekki þurfi þeir að hafa komið samtímis (sjá ICD-10, bls. 384). í nýlegri Greiningar- og tölfræðihand- bók Ameríska geðlæknafélags- ins (DSM-III-R) er Tourette heilkenni fellt inn í flokk sem fengið hefur heitið fjölkippa- röskun í íslensku þýðingunni. Orðanefndin hefur á sínum tíma valið heitið svipvöðvakipp- ir til að tákna Gilles de la Tour- ettes heilkenni, en ef til vill lýsir það heiti ástandinu þó ekki nógu vel. (Framhald í næsta blaði.) Jóhann Heiðar Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.