Fréttatíminn - 15.10.2010, Qupperneq 4
eftir metsöluhöfundinn
Önnu B. Ragde
„… mikil fjölskyldusaga …
afskaplega fallegur stíll
og hún er vel skrifuð. Bók
sem höfðar til margra …“
ÞES / Kiljan
Heildarlisti 06.-12.10.10
www.forlagid.is — alvöru bókabúð á netinu
Baldur ákærður fyrir
innherjasvik
Búið er að ákæra
Baldur Guðlaugs-
son, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra í
fjármálaráðuneytinu,
fyrir innherjasvik
og brot í opinberu
starfi. Fréttastofa
Ríkisútvarpsins
greindi frá þessu í kvöldfréttum í gær.
Baldur er grunaður um innherjasvik þegar
hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum
fyrir rúmar 190 milljónir rétt fyrir hrun
bankanna. Hann er og talinn hafa haft
vitneskju um stöðu Landsbankans sem
markaðurinn hafði ekki en Baldur sat
fund ásamt Björgvini G. Sigurðssyni og
Alistair Darling þar sem vandamál vegna
Icesave-reikninga Landsbankans voru
rædd. -jh
Saga Capital á uppleið
Fjárfestingarbankinn Saga Capital hyggur
á flutninga í næstu viku. Bankinn hefur
haft aðsetur á Þóroddsstöðum í Skógarhlíð
undanfarin ár en mun flytja á fjórtándu
hæð í Höfðatorgi. Brynhildur Ólafsdóttir,
upplýsingafulltrúi bankans, segir í samtali
við Fréttatímann að hagkvæmniástæður
liggi að baki. Bankanum hafi einfaldlega
boðist betri leigusamningur á Höfðatorgi
heldur en á gamla staðnum. -óhþ
Steini í Kók sex
milljarða í mínus
Athafnamaðurinn Þorsteinn M. Jónsson,
einatt kenndur við Kók, rær nú lífróður
til að halda Vífilfelli. Sólstafir, félag í hans
eigu sem heldur utan um hlut hans í Vífil-
felli, er með neikvætt eigið fé upp á rétt
tæpa sex milljarða samkvæmt ársreikningi
félagsins árið 2009 og rétt um tveir
milljarðar eru gjaldfallnir.
Eftir því sem Fréttatíminn
kemst næst standa yfir
samningaviðræður á milli
Þorsteins og Arion banka,
helsta lánardrottins hans,
um lausn á skuldum Sól-
stafa og annarra félaga í
eigu Þorsteins. -óhþ
Á milli 150 og 250 af þrettán þúsund greið-
endum meðlaga með börnum sækja í hverj-
um mánuði um greiðslufrest eða að fá að
lækka greiðslurnar til Innheimtustofnunar
sveitarfélaga.
„Það geta aldrei allir orðið ánægðir með
afgreiðslu stofnunarinnar en ég held að
ég geti fullyrt að langflestir séu sæmilega
sáttir við afgreiðslu mála,“ segir Jón Ing-
var Pálsson, forstjóri Innheimtustofnun-
arinnar, spurður hvort margir fái neitun.
Aðstæður séu mjög misjafnar en reynt sé
að meta þær á jafnræðisgrundvelli.
Jón Ingvar segir æ fleiri sækja um breyt-
ingu greiðslnanna. „Við hrunið breyttist
þetta allt til hins verra,“ segir hann. Fólk
hafi misst vinnuna, þurft að lækka starfs-
hlutfall eða lent í öðrum hremmingum.
-gag
21.657
Er LágmarkSmEðLag
á mánuðI.
Hundruð vilja greiða minna í meðlög
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
HitASkil Með úrkoMu nálGASt
lAnDið oG riGninG SunnAnlAnDS oG
veStAn ÞeGAr líður á DAGinn.
HöfuðBorGArSvæðið:
rIgnIng Frá HádEgI.
Milt í veðri, StrekkinGSvinDur Af Sv oG
úrkoMulítið á lAnDinu.
HöfuðBorGArSvæðið:
ÞungBúIð og SúLd annað SLagIð.
riGninG eðA Skúrir frAMAn Af DeGi,
en SnýSt í n-átt oG SnJÓr til fJAllA
norðAntil uM kvölDið.
HöfuðBorGArSvæðið: dáLítIL
rIgnIng, En roFar tIL undIr kVöLd.
umskipti á sunnudag
Eftir einmunatíð síðustu vikna er að
sjá að veðrabrigði séu í nánd. Seint á
sunnudag snýst til n-áttar. kulda og
norðantrekki er síðan spáð fram í næstu
viku. En fram að því verður bærilegsta
veður, hitaskil frá lægð fara yfir landið
með rigningu seint á
föstudag og aðfararnótt
laugardags. úrkomu-
lítið með mildu veðri á
laugardag. Síðasti
dagurinn af þeirri
sortinni a.m.k. í bili.
8
7
6 6
8
9
8 11
12
9
8
5 5
6
8
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
SkulDAvAnDi HeiMilAnnA HuGMynDir SeM fenGu ekki HlJÓMGrunn
Vildu fella niður skuldir
án kostnaðar fyrir ríkið
Lækka hefði mátt íbúðalán landsmanna um 200 til 250 milljarða króna án kostnaðar, samkvæmt
tveimur sérfræðingum sem báru hugmyndirnar til fyrrum félagsmálaráðherra í fyrrahaust.
K oma hefði mátt í veg fyrir kostnað við leiðréttingu íbúðalána, að mati þeirra
Jóhanns G. Jóhannssonar, fyrrum
starfsmanns áhættustýringar Íbú-
ðalánasjóðs, og Sigurjóns Arnar
Þórssonar, fyrrum aðstoðarmanns
framsóknarmannsins Árna Magn-
ússonar sem félagsmálaráðherra.
Talsmaður neytenda lagði útreikn-
inga þeirra fyrir samráðsfund rík-
isstjórnarinnar um skuldir heimil-
anna á miðvikudag.
Í útreikningum fjármálaráð-
herra frá því á miðvikudag er það
mat hans að verði farið í 18% al-
menna skuldaniðurfellingu kosti
hún Íbúðalánasjóð og lífeyris-
sjóðina 227 milljarða króna. Rík-
isstjórnin skoðar nú í fyrsta sinn
hvort þetta er gerlegt.
Jóhann og Sigurjón hittu fyrr-
um félagsmálaráðherra, Árna Pál
Árnason, síðla hausts í fyrra og
kynntu honum hugmyndirnar. Þar
má sjá að hefði ríkið keypt íbúðal-
án bankanna með 50-70% afföllum
og bókfært þau yfir í Íbúðalánasjóð
á hærra verði, hefði myndast hagn-
aður hjá sjóðnum og þá svigrúm til
að leiðrétta allt lánasafnið um 200
til 250 milljarða króna, samkvæmt
útreikningunum.
„Þetta var hugmynd sem var
gerleg á þessum tíma,“ segir Sig-
urjón Örn Þórsson. „En hún er
miklu erfiðari í dag. Nú er ár liðið,
eignarhald bankanna er annað og
ríkisstjórnin getur ekki sett sama
skilyrði og á sínum tíma,“ segir
hann. „Auðvitað voru það mikil
vonbrigði að hugmyndin skyldi
ekki hafa verið skoðuð betur,“
segir hann, enda hafi ráðherrann
tekið henni afar vel, en hugmyndin
hafi ekki fengið brautargengi og
bankarnir slaufað henni sem öðr-
um sem fela í sér almenna skulda-
niðurfellingu.
Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, segir að hann hafi far-
ið með útreikningana inn á fund-
inn til upplýsingar. Þar komi fram
ákveðin aðferðafræði sem hugsan-
lega megi byggja á. Gísli áréttaði
einnig á fundinum á miðvikudag
hugmynd sína um að skipaður
verði gerðardómur sem fari yfir
forsendubrest húsnæðislána og
kveði upp úr um hvernig megi leið-
rétta þau.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
gylfi arn-
björnsson og
Hannes g.
Sigurðsson
gagnrýna
hugmyndir um
að lífeyris-
sjóðirnir komi
að almennri
niðurstöðu.
Lífeyrissjóð-
irnir megi ekki
ráðstafa fé
sjóðanna með
þeim hætti.
Ljósmynd/Hari
Fundaraðir um skuldavandann
Aldurshópurinn 25 til 40 ára
er langskuldsettasti hópur-
inn á Íslandi í dag. Það kom
fram í máli fjármálaráðherra
á samráðsfundi ríkisstjórn-
arinnar með lífeyrissjóðum,
fjármálastofnunum, umboðs-
manni skuldara, talsmanni
neytenda og fulltrúa Hags-
munasamtaka heimilanna á
miðvikudagskvöld.
Sa mráðsnef nd r ík is -
stjórnarinnar fundaði aftur
síðdegis í gær með aðilum
vinnumarkaðarins og hefur
alla vikuna fundað með hag-
munaaðilum og stjórnarand-
stöðunni þar á undan.
gylfi arnbjörnsson, aSí
„Lífeyrissjóðirnir geta ekki komið að
almennri skuldaniðurfellingu húsnæðis-
lána heimilanna,“ segir gylfi arnbjörnsson,
forseti aSí, eftir samráðsfundinn með ríkis-
stjórninni í gærkvöld. Þeim sé ekki leyfilegt
að ráðstafa fjármunum lífeyrissjóðanna og
skerða þannig greiðslur úr sjóðum sínum til
lífeyrisþega til þess að greiða niður skuldir
húsnæðislánþega.
gylfi bendir á að verði ráðist í almenna
niðurfellingu verði ekkert eftir til þess að
mæta vanda þeirra sem þurfi hvað mest á
slíku að halda. „Því má svo ekki gleyma að
lágtekjufólk, sem aldrei gat keypt sér íbúð,
á ekki að þurfa að þola lækkun lífeyrisrétt-
inda til þess að greiða þessar skuldir.“
Hannes g. Sigurðsson, Sa
Hannes g. Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir
að á samráðsfundinum hafi komið fram að
ríkisstjórnin vilji ganga hratt í það verk og
fjarlægja þær hindranir sem þar séu í vegi
þess að fyrirtæki geti starfað með eðlilegum
hætti. „Við brýndum fyrir ríkisstjórninni að
fyrirtækin yrðu að hafa rekstrargrundvöll.
En á meðan þessi óvissa er um mál fyrir-
tækja geta þau ekki gert framtíðaráætlanir
eða ráðið til sín fólk.“
um skuldavanda heimilanna segir Hannes
að lífeyrissjóðirnir geti ekki greitt húsnæðis-
lánin niður. Stjórnir þeirra hafi ekkert umboð
til þess. „Við leggjum áherslu á að aðgerðum
verði beint til þeirra sem mest þurfa.“
4 fréttir Helgin 15.-17. október 2010