Fréttatíminn - 15.10.2010, Page 8
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
Slakaðu á heima
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
Úrval nuddsæta - verð frá 23.750 kr.
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
65%
aukning á
þinglýstum
kaupsamn-
ingum frá fyrri
mánuði
september 2010
Árvekni gegn streitu og verkjum
Björgvin Ingimarsson
sálfræðingur
Sími: 571 2681
Árangursrík aðferð gegn síþreytu, krónískum
verkjum og vefjagigt.
Námskeið hefst 12. október
Nánari upplýsingar: www.salfraedingur.is
Fjárhagur Borgarahreyfingarinnar er betri en gerist
og gengur með stjórnmálasamtök. Fjórir fulltrúar
hennar voru kosnir til þingsetu í alþingiskosning-
unum í fyrra en hafa allir sagt skilið við hana. Engu
að síður fær Borgarahreyfingin lögboðnar árlegar
þingmannagreiðslur, eins og ekkert hafi ískorist.
Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þór Saari,
Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir gengu
til liðs við Hreyfinguna og síðastur hvarf Þráinn
Bertelsson úr hinum upphaflega þingmannahópi
Borgarahreyfingarinnar og gekk til liðs við Vinstri
græn.
„Jú, það er rétt, Borgarahreyfingin fær peninga
fyrir þingmenn Hreyfingarinnar,“ segir Valgeir
Skagfjörð, sem áður gegndi starfi formanns Borg-
arahreyfingarinnar en er nú genginn til liðs við
Hreyfinguna. „Borgarahreyfingin var það afl sem
þeir voru kosnir fyrir og það er sá flokkur sem fær
framlagið, þannig eru lögin,“ segir hann. Hann seg-
ir að hið opinbera framlag vegna þessara „horfnu“
þingmanna Borgarahreyfingarinnar nemi 16-20
milljónum króna á ári. Valgeir segir að allt sé þetta
uppi á borðum í reikningum Borgarahreyfingarinn-
ar, þar sé allt gagnsætt og hægt að skoða.
Borgarahreyfingin rekur Húsið svokallaða, við
Höfðatún 12, en aðalfundur hennar samþykkti að
halda því opnu fyrir breiðan hóp grasrótarhreyfinga
og styrkja verkefni hópa sem falla vel að stefnu og
markmiðum hennar. Valgeir segir að þar sé unnið
frábært starf.
Þótt rekstur hússins kosti sitt standa engu að
síður fjármunir eftir vegna þingmannaframlags-
ins. „Það var tekin sú meðvitaða ákvörðun á meðan
ég var formaður að skila þessu fé aftur út í samfé-
lagið, að það yrði gefið til góðra verka,“ segir Val-
geir. Hann segir Hreyfinguna, sem ekki nýtur þessa
framlags, ekki fjármagna sig að öðru leyti en því
að þingflokkurinn fái 2-4 milljónir króna á ári, með
sambærilegum hætti og aðrir þingflokkar, auk þess
sem þingmennirnir séu á launum. Hann segir Hreyf-
inguna ekki hafa gert tilkall til þeirra peninga sem
Borgarahreyfingin fær. Upphafleg stefna Borgara-
hreyfingarinnar hafi verið að þiggja ekki opinbert
fé og að allir stjórnmálaflokkar sætu við sama borð.
Hreyfingin sé sama sinnis. „Þetta er bjarnargreiði,“
segir Valgeir, „æ sér gjöf til gjalda.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Framlag vegna „horfnu“
þingmannanna nemur
16-20 milljónum á ári
Stjórnmál lögin Standa þótt þingmennirnir leiti á önnur mið
Peningarnir aftur út í sam-
félagið til góðra verka
Þingmannalaus Borgarahreyfingin fær þingmannaframlagið
Minna reykt og
drukkið en meira
tekið í nefið
Íslendingar reykja og drekka minna
en taka meira í nefið en áður. Sala á
sígarettum dróst saman um tæp 13% á
tímabilinu frá janúar til september í sam-
banburði við árið áður. Sala áfengis dróst
saman um 5,6% á
sama tíma. Mestur
var samdráttur í
sterkum og blönd-
uðum drykkjum en
minnstur í sölu hvít-
víns. Bjórdrykkja
dróst saman um
5,6%, að því er ÁTVR
greinir frá. Á sama
tíma jókst sala á nef-
tóbaki um 9,2% en í lok
september höfðu Ís-
lendingar sett tæplega
18,8 tonn af neftóbaki í vit sér.
Líf kviknar á ný á íbúðamarkaði
Óvenjumikið var um að vera á íbúðamarkaði í september
miðað við það sem verið hefur síðustu misseri. Samtals var
347 kaupsamningum þinglýst í mánuðinum sem er aukning um
65% frá fyrri mánuði þegar 211 samningum var þinglýst. Þetta
eru 50% fleiri samningar en í sama mánuði fyrir ári. Þá voru
kaupsamningar 228. Heildarvelta nam 9,8 milljörðum króna.
Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 28,3 milljónir króna.
Leita þarf allt aftur til mars 2008 til að finna mánuð þar sem
fleiri samningar voru gerðir, en að meðaltali hafa verið gerðir
180 kaupsamningar mánaðarlega síðan hrunið skall á. Einnig
var mikil velta á íbúðamarkaði fyrstu vikuna í október. Þá voru
gerðir 84 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu en í sömu viku
í fyrra voru gerðir 54 samningar. Óhætt er því að segja að um
mikinn viðsnúning sé að ræða frá því sem áður var og haldi þessi
þróun áfram næstu mánuði, segir Greining Íslandsbanka, er ljóst
að lífsmark virðist vera að kvikna á íbúðamarkaði á nýjan leik.
Bandaríkjadollar veikist enn gagn-
vart evru og hið sama gildir gagn-
vart íslensku krónunni. Verð á dollar
var 110 krónur í gær og hefur hann
ekki verið jafn ódýr síðan rétt eftir
hrun, að því er fram kemur hjá
Greiningu Íslandsbanka.
Staða dollars gagn-
vart evru var 1,407
í gær en dollarinn
hefur veikst um 10%
gagnvart evru frá
því í september.
Tölur sýna að vöxtur
bandaríska hag-
kerfisins er hægari
en reiknað hafði verið
með. Gengi krónunnar
gagnvart dollar hefur styrkst
um 8% frá því í september og um
15% frá júníbyrjun. Hæst fór dollar
í 147 krónur í árslok 2008 en fyrir
hrun kostaði hann 82 krónur. -jh
$
Dollarinn í 110 kr.
u mboðsmaður skuldara stoppaði upp-boðið á húsinu og nú veit ég ekki hvað tekur við. Hins vegar rignir yfir
mig tilkynningum um fleiri sem reyna að
taka hjá okkur fjárnám,“ segir Eyþór Reynis-
son, 28 ára tveggja barna faðir í Grindavík.
Hús hans og Bjarneyjar Högnadóttur var
auglýst á uppboði 4. október. Eyþór lýsir því
hvernig hann hafi barist við að standa í skil-
um en lánin sem hann hafi tekið, þau stærstu
fyrir húsi sem þau byggðu fyrir fjórum árum
og bíl, sem Avant hafi tekið til sín, hafi vaxið
úr 28 milljónum króna í 44 milljónir.
Nú er fjárhagsvandi þeirra kominn í ferli
hjá umboðsmanni skuldara. Fréttatíminn
ætlar að fylgjast með Eyþóri og fjölskyldu
og hvernig tekið verður á vanda hans næstu
misseri.
„Við bíðum nú eftir einhverri lausn hjá
umboðsmanni skuldara. Frændi minn, sem
er viðskiptafræðingur, hefur hjálpað mér og
sett upp plan um hvernig við gætum staðið
í skilum. Hefði hann ekki hringt beint í um-
boðsmanninn hefði uppboðið farið fram,“
fullyrðir Eyþór. Verst sé að hugsa til þess að
fari hann í þrot dragi hann föður sinn með
sér í fallinu.
„Bæði mamma og pabbi eru hvort í sínu
lagi í ábyrgðum fyrir lánunum. Við fengum
veð í húsinu hans pabba, sem bankinn benti
mér á að fá þegar ég hóf að byggja. Svo þegar
kom af því að flytja veðið neitaði bankinn að
færa það yfir á mína eign. Nú vilja þeir að-
eins skuldbreyta láninu verði það flutt yfir á
nafnið hans pabba,“ segir hann.
Nærri hundrað eignir voru auglýstar á
lokauppboði á Suðurnesjum fyrstu vikuna
í október. Alls lentu 49 undir hamrinum,
staðfestir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður
í Keflavík. Hann segir fáum uppboðum af-
stýrt á vegum umboðsmanns skuldara, en
embættið sé í góðu samstarfi við hann. „Allt
er gert til að túlka lögin með ítrasta hætti
fyrir skuldara.“
Eyþór segir að fjárhagurinn hafi þrengst
þegar gengi krónunnar féll fyrir banka-
hrunið. „Þá stökkbreyttist bílalánið, vinnan
minnkaði og við hættum að standa í skilum.
Þegar verst var kom mamma með matarpoka
í mánaðarlok,“ segir hann.
„Ég viðurkenni að maður hefur stundum
verið þungur í skapi. Ef ég ætti ekki tvö ung
börn stæði ég örugglega ekki hér. Ég er 28
ára og skulda 44 milljónir. Ef pabbi væri ekki
undir hamrinum líka út af skuldum mínum
væri ég flúinn úr landi. Þetta er ömurleg
staða.“
Eyþór og fjölskylda eru hætt að borga af
skuldum. „Við getum það ekki. Ég vil eyða
þessum örfáu aurum sem ég fæ útborgað
til að brauðfæða fjölskylduna. Við erum ung
en höfum ekki einu sinni leyft okkur að fara
í bíó í tvö ár. Konan mín er í fæðingarorlofi
núna og við vitum ekki hvort hún getur snúið
aftur til vinnu sinnar í Víðihlíð í Grindavík –
öldrunarheimilinu – út af niðurskurði.“ Hann
segir óvissuna nú skelfilega. „Þetta er Klepp-
ur. Maður veit ekkert hvort maður hefur efni
á að kaupa í matinn þegar líður á mánuðinn.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Bjargað undan hamrinum af umBoðSmanni Skuldara
Óttast að draga
föður sinn í þrot
Fjölskyldufaðir á þrítugsaldri segir að löngunin til að afstýra því að faðir hans fari í
þrot vegna skulda hans sé það sem haldi honum hér á landi. Börnin hans tvö komi
í veg fyrir að lífsviljinn slokkni. Fjölskyldan sé nú í óvissu um framhaldið.
Eyþór Reynisson náði að bjarga heimili sínu undan hamrinum á síðustu stundu með aðstoð umboðsmanns skuldara. Ljósmynd/Hari
49
eignir voru
slegnar á
uppboði
hjá sýslu-
manninum
í Keflavík
í síðustu
viku.
8 fréttir Helgin 15.-17. október 2010