Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 29
en nú eru þeir langtum færri – það
munar þúsundum.“ Það þýði þó ekki
að iðnaðarmennirnir standi uppi at-
vinnulausir, flestir þeirra séu flutt-
ir úr landi eða horfnir til annarra
starfa.
Bölvaður barningur
Sigurður Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri KNH, segir stöðu
verktakafyrirtækjanna svarta. KNH
hafi til að mynda ekki átt neinn séns
í útboði um Suðurstrandarveg þótt
það hafi staðið vel að vígi; þegar
með vinnubúðir á staðnum að vinna
við annan áfanga vegarins.
„Ástandið er óvenju slæmt,“ seg-
ir hann og nefnir að tilboð Háfells
sé ekki það eina þar sem fyrir-
tæki bjóði langt undir áætluðum
kostnaði. „Allt er reynt til að halda
í menn og tapa ekki undirstöðum
fyrirtækjanna,“ segir hann. „Menn
vita ekkert í sinn haus. Það veit eng-
inn neitt. Inni á samgönguáætlun
eru 4,6 milljarðar en það er ekkert
í hendi að þeir verði notaðir. En við
höfum alltaf búið við óöryggi. Það
er gegnum gangandi í þessu starfi.
Þetta er bölvaður barningur og
óvissan mikil.“
En hvað með að herja út? „Jú,
það er hægt að bjóða í verk en það
er mjög erfitt.“ segir Hilmar hjá
Verktökum Magna. „ Við höfum
verið að bjóða í verk í Noregi. Þar
áttum við lægsta boð og vorum á
leið út með tæki þegar hringt var í
okkur og sagt að brotið hefði verið
á okkur í útboðsferlinu og því þyrfti
að endurtaka leikinn. Það var gert
þrátt fyrir að við hefðum ekkert út
á brotið að klaga. En mér fannst
þetta lykta af pólitík. Mikil pressa
var á svæðinu að semja við heima-
menn,“ segir hann en bendir jafn-
framt á að þannig sé það einnig hér á
landi. Skriffinnskan sé einnig mikil
og sækja þurfi um mörg leyfi; allt
á norsku. „Við erum búnir að fara í
gegnum þetta allt. En við stefnum
ekki til Noregs um hávetur án þess
að þekkja aðstæður betur.“
Hilmar bendir á að íslenskum
verktökum hafi verið hampað fyrir
að fara út nú þegar kreppi að hér
heima. „En menn verða að hafa
í huga að Ístak býður ekki í verk
sem íslenskt fyrirtæki heldur undir
merkjum Phil & son, sem er danskt
fyrirtæki, og ÍAV í 100% eigu Sviss-
lendinga,“ fullyrðir hann.
Stefna á að selja vélarnar
Allir segja þeir Jóhann Gunnar,
Sigurður og Hilmar fyrirtækin sín
stefna á sölu vinnuvéla. Sigurður
segir þær aðeins seljast úr landi á
lágu verði. Jóhann Gunnar heldur
enn í sínar en hefur haft samband
við söluaðila. „Við höfum þó ekki
tekið drastískar ákvarðanir og erum
ekki að fara á límingunum. Við eig-
um eftir að dunda í verkefnum fram
undir jól.“
Allir hafa þeir haft tugi ef ekki
hundruð starfsmanna en hafa nú
aðeins lágmarksmannafla á sínum
snærum. „Ég var með sjötíu manns í
vinnu. Nú erum við sjö,“ segir Hilm-
ar, sem rekur minnsta fyrirtækið af
þessum þremur.
Veturinn er ekki bjartur, þótt þeir
beri sig vel. „Nú bindum við vonir
við að samningaviðræður ríkisins
við lífeyrissjóðina um fjármögnun
viðamikilla vegaframkvæmda gangi
eftir, því þá verður hægt að ráðast í
verk eins og Vaðlaheiðargöng sem
annars biðu í nokkur ár í viðbót,“
segir Jóhann Gunnar.
Hilmar segir þó skelfilegt að sí
og æ sé fyrirtækjunum gefin von
um verkefni fram undan. „Það væri
hreinskiptnara að gefa upp stöðuna
eins og hún er í stað þess að veita
von. Við bíðum og bíðum í stað þess
að geta stoppað og lágmarkað tapið.“
Við ætlum að gera betur
Hefur þú kynnt þér
sértæka skuldaaðlögun?
Komdu í næsta útibú og talaðu við okkur.
Sértæk skuldaaðlögun hentar þeim sem skulda umfram greiðslugetu
en geta þó greitt af láni sem nemur að lágmarki 80% af markaðsvirði fasteignar.
• Þú greiðir af skuldum eins og greiðslugeta leyfir • Arion banki getur fallist á eftirgjöf krafna á móti
• Þú fyrirgerir ekki rétti þínum samkvæmt dómi, lögum eða ákvörðun stjórnvalda
• Einstaklingur í sértækri skuldaaðlögun fer ekki á opinbera vanskilaskrá
Við hjá Arion banka höfum lagt mikla vinnu og metnað í að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar
með íbúðalán. Um þrjú þúsund viðskiptavinir hafa þegar nýtt sér lausnir bankans til höfuðstólslækkunar.
Þar af er ungt fjölskyldufólk með sína fyrstu íbúð í miklum meirihluta.
Ekki bíða. Kynntu þér lausnir okkar í lánamálum á arionbanki.is
eða komdu og hittu okkur í næsta útibúi.
Menn vita ekkert í
sinn haus. Það veit
enginn neitt. Inni á
samgönguáætlun eru
4,6 milljarðar en það
er ekkert í hendi að
þeir verði notaðir. En
við höfum alltaf búið
við óöryggi. Það er
gegnum gangandi í
þessu starfi. Þetta er
bölvaður barningur og
óvissan mikil.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
fréttaskýring 29 Helgin 15.-17. október 2010