Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 50

Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 50
Djáknastarf er mín vinna, sáluhjálp muntu þar finna. Ýmsu ógætni að sinna, svo ólánið verði minna. Þetta orti vinur minn og fyrrum sam­ starfsfélagi, Helgi Seljan, á gosp­ el­kvöldi í Hátúni. Gospelkvöldin eru einu sinni í mánuði og vel sótt af íbúum Hátúns en þar er Þorvaldur Halldórsson tónlistamaður í aðal­ hlutverki ásamt undirritaðri. Þegar talað er um Hátún þá er átt við Há­ tún 10, 10a, 10b og 12. Á svæðinu öllu búa um þrjú hundruð manns en mun fleiri taka þátt í þeirri fjölbreyttu starfsemi sem er í boði á svæðinu. Má þar nefna starfsemi Þjónustu­ miðstöðvar, sjúkraþjálfunina Stjá og sundlaug Sjálfsbjargar. Meginmarkmið þjónustu djákna í Hátúni er að reyna að rjúfa einangrun íbúanna, eiga samfylgd með þeim, hvetja þá til félagslegrar virkni og styðja og styrkja til vonar og trúar. Djáknaþjónusta veitir von, kærleika og trú á getu hvers og eins. Það má segja að um ákveðið forvarnarstarf sé að ræða því í starfinu felst ákveð­ in endurhæfing og eftirfylgd með leiðsögn og hvatningu, fræðslu og stuðningi til betra lífs. Megináhersl­ an í þjónustunni er á að hver og einn finni sína eigin rödd, taki sínar eigin ákvarðanir og taki virkan þátt í sam­ félaginu. Djáknaþjónustan í Hátúni, sem tengist Laugarnessöfnuði, hefur fengið að þróast í rúmlega tíu ár en því miður hefur djákni alltaf verið í hlutastarfi. Í ár er Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þjónusta kirkj­ unnar í Hátúni fékk á haustdögum styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að styðja betur við þá öryrkja sem búa þar. Styrkurinn verður nýttur til að efla samveru íbúanna með félags­ legri virkni og ferða út fyrir borgar­ mörkin. Þá er vikulega Opið hús þar sem boðið er upp á næringu og sam­ félag. Það gefur augaleið að mikil fátækt er í Hátúni því eins og flestir vita eru bætur til öryrkja langt fyrir neðan þau mörk sem einstaklingur þarf til lífsviðurværis. Fólkið ber sig samt vel og segir að það hafi svo sem aldrei kynnst góðærinu þannig að fallið hjá þeim hafi ekki verið eins hátt og hjá mörgum öðrum þegar hrunið skall á. Íbúarnir sækja sér aðstoð til Hjálpar­ starfs kirkjunnar, Mæðrastyrks­ nefndar og fleiri aðila sem veita mat­ ar­ og fataaðstoð. Það sem einkennir íbúa á Hátúns­ svæðinu er æðruleysi. Þeir gera ekki kröfur um mikið en eru þó þakklátir fyrir það sem þeir hafa og þá aðstoð sem völ er á. Styrkurinn sem fékkst í haust fer aðallega í að lyfta fólkinu upp úr hversdagsamstrinu. Haustið byrj­ aði á mikilli grillhátíð, með guðsþjón­ ustu og tónlist. Haustferð verður farin upp í Borgarfjörð og borðað saman. Sjálfboðaliðar og annað gott fólk er fengið til að koma í Hátúnið bæði til að kynnast íbúunum, gefa þeim góða nærveru og efla félagsleg tengsl. Þjónusta kirkjunnar er mikils virði fyrir íbúa Hátúns og hún veitir þeim ákveðið öryggi. Allir íbúar eru sjálf­ stætt búandi og veit hvert þei eiga að leita til að fá leiðsögn og stuðning, ásamt því að geta fengið sálgæsluvið­ töl til að losa um áhyggjur og kvíða. Geðdeild er starfandi á svæðinu og margir íbúar tengjast deildinni, sem veitir þeim gríðarlegt öryggi. Reykja­ víkurborg heldur úti öflugri heima­ þjónustu og húsverðir eru ætíð til staðar, allan sólarhringinn. Í Hátúni er yndislegt samfélag sem þarf á stuðningi að halda og er það vel að kirkjan sjái sér fært að halda þar úti sérstakri þjónustu. Kirkjan ætti að efla stuðning sinn meira úti í sam­ félaginu eins og gert er í Hátúni því þar er fólkið. Hvað gerði ekki Jesús Kristur? Fór hann ekki út til fólks­ ins og var meðal þess? Hann er fyrir­ mynd okkar sem störfum við djákna­ þjónustu í kærleika og virðingu fyrir náunganum. 38 viðhorf Helgin 15.-17. október 2010 „Það eina sem getur bilað er þetta,“ sagði sölumaðurinn um leið og hann sneri drif­ læsingarsnerli í mælaborði jeppans, „og það bilar varla nema af notkunarleysi,“ bætti hann við. „Þið verðið því að læsa drifinu annað slagið svo að kerfið virki þegar á þarf að halda, í erfiðum torfærum, aur og snjó.“ Um leið óskaði hann okkur til hamingju með bílinn og velfarnaðar, ekki síst í fjalla­ og tor­ færuferðum. „Um hvað var maðurinn að tala?“ sagði konan sem var ekki jafn ákafur jeppakaup­ andi og eiginmaðurinn enda hafði hún bent á að þörf okkar fyrir slíkt tæki væri tak­ mörkuð, það væri hending ein ef við ættum erindi út af malbikaðri braut – og þá gætum við gengið. „Þetta er algerlega nauðsynlegt til þess að geta splittað bílinn,“ sagði ég drjúgur með mig, hafði heyrt jeppakalla nota þetta slang­ uryrði um þann kost að geta læst hjólunum í átaki svo síður spólaði á einu hjóli að aftan og öðru að framan. „Þetta skiptir sköpum,“ sagði ég, „torfærurnar verða leikur einn og ef við lendum í því að festa jeppann er mun auðveldara að losa hann með því að splitta. Manstu þegar ég festi smájeppann sem við áttum í sprænunni fyrir vestan, bara af því að það vantaði þennan búnað. Hann tók bara á með einu hjóli og ég varð mér hreinlega til skammar.“ „Ef ég man rétt var þetta ekki endilega bílnum að kenna,“ sagði konan og blimskakkaði augunum á bónda sinn. Hún hafði kunnað vel að meta smá­ jeppann, fannst hann þægileg­ ur í umgengni og spar­ neyt inn. Því sá hún ekki beina þör f á s t ær r i jeppa undir rass­ inn á okkur tveimur. Hún lagðist samt ekki gegn kaupunum af alefli enda var þetta á góðæristíma, áður en Icesave varð alræmt og ósköpin dundu yfir. „Þetta er allt annar bíll,“ sagði ég, kátur undir stýri stóra bróður gamla smájepp­ ans. „Á þessum förum við hik­ laust inn í Öskju og gott ef ekki Gæsavatnaleið. Þá er minnsta mál að skreppa á honum á Font en þangað hefur þig lengi langað. Ég þarf ekki að nefna skreppitúra eins og í Land­ mannalaugar, Þórsmörk eða inn í Veiðivötn. Þá erum við fljótari norður Sprengisand en hefðbundna malbiksleið til Akureyrar, þessi bíll er það mjúkur og fer svo undur vel með okkur.“ Jeppinn góði hefur möglunarlaust komið okkur milli staða alla tíð frá því við festum kaup á honum, einkum innanbæjar í Kópa­ vogi, í snatti til Reykjavíkur og stundum austur fyrir fjall, með viðkomu í ísbúð í Hveragerði eða á Selfossi. Við höfum líka farið til Akureyrar, hefðbundna leið að sum­ arlagi. Við höfum gætt að því að fara með jepp­ ann í reglubundnar skoðanir að fyrirmælum umboðsins. Konan sótti hann í eina slíka nú á haustdögum og hringdi í framhaldi af því í bónda sinn. „Þeir segja mér hjá umboðinu að driflæsingin í þessum jeppa þínum sé bil­ uð og vilja vita hvort við viljum láta gera við hana,“ sagði hún. „Já, já, fyrir alla muni,“ sagði ég án um­ hugsunar. „Við verðum að geta splittað jepp­ ann. Það er vetur fram undan og allra veðra von með fannkomu og ófærð. Við látum það ekki spyrjast að við verðum stopp á honum, bara af því að driflæsinguna vantar.“ „Jæja, góði minn,“ sagði konan, „það hefur varla snjóað í mörg ár og ef það frystir eru kallarnir hjá bænum búnir að salta löngu áður en við vöknum. Ég veit ekki annað en dóttir okkar á Póló­pútunni hafi komist allra sinna ferða, ekki síður en þú á þessum jeppa.“ „En hvað með sveitatúrana á okkar fjalla­ bíl?“ spurði ég, „verðum við ekki að hafa drif­ læsinguna klára og tilbúna, svona til öryggis, í þeim ferðum?” „Jú, að sönnu væri gaman að renna norður Sprengisand og fara jafnvel alla leið á Font,“ sagði hún. „Í leiðinni mætti skreppa inn í Öskju, en það er kannski of langt að fara Gæsavatnaleiðina í einni bunu. En ég minn­ ist þess ekki að við höfum skroppið þetta, á okkar fjallabíl sem þú kallar svo, og raunar ekki heldur í skreppitúra í Þórsmörk eða Landmannalaugar.“ „Ja,” hummaði ég, án þess beinlínis að svara spurningu konunnar. Skilningur henn­ ar á jeppum og mikilvægi þeirra var greini­ lega ekki nægur. „Þessi búnaður í bílnum er greinilega ónýtur af áralöngu notkunarleysi, rétt eins og sölumaðurinn varaði okkur við þegar við keyptum hann,” sagði konan. „Þú þóttist nógu mikill jeppasérfræðingur þá. Hefurðu einhvern tímann notað þetta splitt þitt eða hvað það heitir, eða manstu yfirhöfuð hvar þessi takki er í bílnum?“ „Nei,“ viðurkenndi ég, „það hefur verið svo voðalega snjólétt.“ Ávallt reiðubúinn Barist gegn fátækt og einangrun Þjónusta kirkjunnar við öryrkja Guðrún Kristín Þórsdóttir djákni með BA í sálarfræði, sér­hæfingu­í­hugrænni­atferlis­ nálgun­og­sálgæslu. Te ik ni ng /H ar i  Vikan sem Var Minn tími mun koma! „70% vilja ný framboð til Alþingis“ Afstaða landsmanna í nýrri könnun MMR um afstöðu til stjórnmálaflokka, gamalla og hugsanlega ófæddra. Sérfræðiþekking á sendingu tölvupósta áskilin „Bjarni ráðinn upplýsingafulltrúi“ Jón Bjarnason valdi Bjarna Harðarson, bóksala og fyrrum þingmann, í starf upplýsingafulltrúa í ráðuneytum sínum. Birgitta Bardot – nei afsakið – Jónsdóttir „Hvorki ég né þingið borgaði fyrir þessa ferð“ Þingmaður Hreyfingarinnar og tunnu­ mótmælandi blandaði ekki geði við alþýðuna þegar hún brá sér til Lundúna – enda á Saga Class. Hvað varst þú að gera, Gutti minn? „Ég er til í að milda áhrifin og taka þetta á lengri tíma.“ Guðbjartur Hannesson heilbrigðis­ ráðherra um öldu mótmæla vegna niðurskurðar heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Ísland stórara en Skotland „Ólafur fagnar með strákunum“ Forseti Íslands sendi U21 karlalandslið­ inu í fótbolta hamingjuóskir þegar það tryggði sér farseðilinn á EM með útisigri á skoskum jafnöldrum. Ófeigur til bjargar „Þó að stjórnarskráin kippi ekki í lag öllu því, sem aflaga fer í þjóðfélaginu, getur hún verið grunnur til að byggja á endurreisn þjóðlífsins.“ Ólafur Sigurðsson, fyrrum fréttamaður RÚV, hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnlagaþings. Árni tryggir meirihlutann næstu þrjú kjörtímabil „Reykjanesbær tekur ný lán í stað eldri“ Lánasjóður sveitarfélaga hefur veitt Reykjanesbæ nýtt 14 ára lán til þess að greiða höfuðstól eldra láns á gjalddaga. Bragð er að þá barnið finnur „VG fundar um skuldastöðuna“ Vinstrihreyfingin­grænt framboð í Reykjavík boðaði til fundar um skuldastöðu heimilanna. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HeLGarPisTiLL Lj ós m yn d/ G et ty

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.