Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 64
52 dægurmál Helgin 15.-17. október 2010
Þegar Yoko Ono leggur leið sína til Íslands kem-ur hún iðulega við í Gallerý Hilton og kaupir fatnað eftir Rósu Helgadóttur hönnuð. „Hún
keypti mikið af Rósubolum og bindum. Yoko er mjög
hrifin af þeim,“ segir Vanessa Martinetti, starfsmað-
ur hjá Gallerý Hilton, en ekkja Johns Lennon var á
landinu um síðustu helgi. „Hún er hrifin af bolum
úr góðu efni. Hún keypti fyrir sjálfa sig og til gjafa.
Yoko vill fá alla í stíl. Hún er dálítið svoleiðis,“ segir
Vanessa sem er ánægð með heimsókn stjörnunnar.
„Við vissum að það var von á henni þannig að við
vorum búnar að undirbúa okkur og pöntuðum inn
meira en vanalega. Síðast keypti hún upp lagerinn
af hönnun Rósu.“
En hvað er það við þessa hönnun sem heillar Yoko?
„Ég held að það séu mynstrin sem Rósa hannar
sjálf. Þau skera sig úr og eru mjög sérstök. Yoko kem-
Lífsstíllinn
er ekki til
eftirbreytni
en fatastíll Lindsay er til fyrirmyndar
Lindsay Lohan er oftar en ekki í sviðsljósinu á röngum forsendum. Öfugt við lífsstílinn þykir fatastíll
hennar ekki vera af verri endanum. Hún
er talin vera frumkvöðull í tískuheim-
inum og þykir ein best klædda stjarnan
í Hollywood. Það er ekki skilyrði að eiga
hrúgu af peningum til að eignast flottustu
flíkurnar. Þú getur keypt hennar stíl fyrir
lága upphæð og liðið eins og stjörnu. – KP
kaupir íslenska hönnun
ur reglulega til okkar.
Hún er mjög almenni-
leg. Yfirleitt er hún með
aðstoðarmanneskju
með sér og þær koma
hingað og spjalla.“
Sjálf segir Rósa alltaf
gaman að heyra að
fólk sé hrifið af því sem
hún gerir. „Auðvitað er
það skemmtilegt. Yoko
kaupir æ meira í hvert
sinn sem hún kemur,
þannig að ég passa upp
á að eiga nóg á lager svo
að hún hafi úr nógu að
velja.” -sis
Yoko kaupir æ
meira í hvert
sinn sem hún
kemur ...
kauptu stílinn - lindsay lohan
Dúkkuhúsið: 6.990 kr.
Yoko heilluð af rosadesign
kauptu á netinu
Ódýr og flott föt
Þ að er ekki nauðsynlegt að fara út úr húsi í versl-unarleiðangur. Netið getur útvegað okkur nánast allt og hægt er að nálgast ótrúlegustu hluti á alls
konar vefsíðum sem til eru úti um allan heim. Til eru
flottar netverslanir sem selja flott og ódýr föt á góðu
verði og senda hingað heim fyrir lítið. Sumir eru á því
að það sé óhagstætt að kaupa á netinu vegna þess að
krónan sé svo lág, eða þá að tollurinn leggi svo mikið
á vöruna, en það þarf ekki endilega að vera. Á tollur.is
er að finna reiknivél sem hjálpar til við að reikna út hve
mikið innkaup kosta þegar þau eru komin til landsins.
Þar kemur í ljós að hagstæðast er að kaupa gleraugu,
bækur og geisladiska á erlendum vefsíðum og fá sent
með póstinum til Íslands. -kp
Hönnuðurinn Rósa Helgadóttir