Fréttatíminn - 15.10.2010, Qupperneq 68
56 dægurmál Helgin 15.-17. október 2010
Sverðið syngur
„Besta ljóðabók Gerðar Kristnýjar.
Meitlaður texti sem talar til
lesandans á mörgum sviðum.
Lestrarnautn.“ FB/FBL
Blóðhófnir
er ný ljóðabók eftir
Gerði Kristnýju.
Feikisterkur kveð-
skapur með rætur
í hinum fornu
Skírnismálum.
Plötuhorn Dr. Gunna
Fæst vitum við hvað skal gera
við fólkið í kjallaranum. Annað
en að gangast bara við því – og
það getur verið fjandi erfitt. Að
viðurkenna að það búi sitthvað
misheppnað og mölétið undir
yfirborðinu. Sagan sem sýningin
Fólkið í kjallaranum miðlar gæti
flokkast sem
dæmi um slíka
persónusátt; að
gangast við því
sem maður er.
Verðlaunabók
Auðar Jóns-
dóttur er góður
efniviður sem
aðstandendur
sýningarinnar, og
þá einkum Ólafur
Egill Egilsson
sem vann leik-
gerðina, hefur
unnið haglega úr.
Erindi sögunnar
á enda afar vel við
þessa stundina,
það er til marks
um gæði góðra
verka að þau tali
ekki aðeins til
„síns tíma“ held-
ur lifi áfram. Þótt
ekki sé langt um
liðið frá því bókin
kom út er býsna margt breytt.
Þarna er fjallað um árekstur
hugmynda og kynslóða – bæði
í hversdagsleik átakanna og á
háleitara plani gildismatsins
sem við keppumst við að móta.
Og þessi sýning er fróðlegt og
skemmtilegt árekstrarpróf.
Sagan hverfist um aðalpersón-
una Klöru, afkvæmi ‘68-kyn-
slóðarinnar sem nú er misvirkur
þátttakandi í íslensku lífsgæða-
kapphlaupi, algjörlega á barmi
taugaáfalls yfir sísósuðum for-
eldrum sínum og uppdópaðri
systur en líka á öndverðum meiði
við markaðsmiðaðri kærasta og
tilgerðarlega vini hans. Sum sé
uppskrift að líflegu kvöldi.
Leikstjórinn Kristín Eysteins-
dóttir hefur hér skapað flotta
og eftirminnilega sýningu með
fallegri umgjörð og þar vil ég
sérstaklega minnast á leikmynd
Snorra Freys Hilmarssonar sem
svínvirkaði. Ilmur Kristjánsdóttir
er síðan æðisleg Klara, fyndin og
tragísk með allan
tilfinningaskalann á sínu valdi.
Guðjón Davíð
Karlsson leikur
Svenna af fínlegu
öryggi. Pena
parið, Hallgrím-
ur Ólafsson og
Birgitta
Birgisdóttir,
er samstillt og
sannfærandi.
Kristín Þóra Har-
aldsdóttir leikur
dásamlega tveim-
ur skjöldum, ef
ekki þremur,
og Þröstur Leó
Gunnarsson er
frábær Barði –
manneskjulegur
en afar fráhrind-
andi og gerir
mikið úr litlu.
Það gerir einnig
Elma Lísa Gunn-
arsdóttir í
hlutverki vin-
konunnar Fjólu.
Hippahjónin leika Sigrún Edda
Björnsdóttir og Jóhann Sigurðar-
son en spila þar helst til mikið á
hláturstrengina.
Nú er íslenskt samfélag á
gelgjunni, ef ‘68-kynslóðin var
ungviðið – saklaus, þurfandi og
ósjálfstæð var kynslóðin sem á
eftir kom, barnalega sjálfhverf,
svo upptekin af eignarrétti sínum
og frekju að hún heimtaði yfir
sig. Og nú eru Íslendingar orðnir
eins og unglingar – ofsalega
reiðir og dramatískir en vita ekk-
ert hvað þeir vilja. Sýning eins og
Fólkið í kjallaranum gæti hjálpað
okkur að fullorðnast.
Kristrún Heiða Hauksdóttir
Borgarleikhúsið
Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
leikhúsdómur Fólkið í kjallaranum
Skemmtilegt árekstrarpróf
Sýning eins og Fólkið í
kjallaranum gæti hjálpað
okkur að fullorðnast.
albúm
Orri Harðarson
Einfaldleikinn er í
fyrirrúmi á fimmtu
sólóplötu Orra. Hann
spilar bara á einn
kassagítar (reyndar
margar umferðir
stundum) og syngur
ofan í hálsmálið á
þér. Platan býður
upp á mikla nánd við
tónlistarmanninn,
sem væri óþægilegt
ef Orri væri ekki
svona góður. Oft
frábærar lagasmíðar
og oftast góðir textar
mynda mjög sterka
og skemmtilega heild.
Rólegheitatónlist
fyrir haustkvöld og
tebolla.
divided
Noise
Bræðurnir Einar og
Stefán Vilberg (synir
Einars Vilbergs, sem
gerði góða hluti í
músík á síðustu öld),
eru Noise auk tveggja
stráka sem áður voru
í Sign, sem er áþekkt
band. Þetta þunga-
rokksættaða gítar-
rokk er mikið spilað
á X-inu, en heyrist
varla annars staðar.
Noise eru mjög þéttir
og góðir í því sem
þeir eru að gera
og hitta stundum á
melódískar gullæðar
sem gætu gengið
utan markhópsins.
Freak
Haffi Haff
Á fyrstu plötu Haffa
er boðið upp á mikið
unnið nútímapopp
með harðneskjulegri
R&B-áferð. Að vanda
stendur allt og
fellur með gæðum
lagasmíðanna. Sum
lög eru stöngin inn,
til dæmis Jealousy og
Buried Alive, önnur
leka út af. Útsetn-
ingar og efnistök
mættu stundum vera
fríkaðri, ævintýra-
legri. Vonandi víkkar
Haffi sjóndeildar-
hringinn því hann er
skemmtilegur „sjó“-
maður, sem gaman
væri að sjá þróast í
óvæntar áttir.
„Við Palli erum komnir á þann
aldur að það er auðveldara að kalla
fram barnið í okkur núna en þeg-
ar við vorum 29 ára,“ segir Gunn-
ar Þórðarson tónlistarstjóri söng-
leikjarins um Dísu ljósálf, sem er
gerður eftir samnefndri barnabók,
aðspurður um hvernig honum og
Páli Baldvini Baldvinssyni hafi
gengið að semja verk fyrir yngstu
kynslóðina.
Ævintýrið sígilda um Dísu ljósálf
eftir G.T. Rotmann kom fyrst út á ís-
lensku árið 1928. Í bók Rotmann er
Dísa varla stærri en mannsfingur,
saklaus lítill ljósálfur sem dettur af
trjágreininni þar sem hún býr og
lendir í klóm skógarhöggsmanns og
konu hans sem klippa vængina af
ljósálfinum og loka hana inni í búr-
skáp. Síðar kemur m.a. við sögu ill-
gjörn moldvarpa sem þrælar Dísu
út við húsverk neðanjarðar þar til
froskaprinsinn Jeremías bjargar
henni úr prísundinni, eins og prins-
um einum er lagið.
Að sögn Páls Baldvins er söng-
leikurinn um ljósálfinn hlaðinn
spennu, framvindan hröð og söng-
atriðin fá sitt rými. En hvaða er-
indi á Dísa ljósálfur við samtím-
ann? „Framan af sögunni er Dísa
leiksoppur umhverfisins en þegar
hún loksins tekur afstöðu byggða
á eigin réttlætiskennd verður hún
frjáls,“ segir Páll Baldvin, sem leik-
stýrir sýningunni, og bætir því við
að sjálfur sjái hann Dísu ljósálf sem
dæmisögu um valið sem allar mann-
eskjur hafi í þeim aðstæðum sem
þær lendi í. „Láta þær allt yfir sig
ganga eða rísa þær upp og gera það
sem þeim finnst vera rétt?“
Söngleikurinn um Dísu ljósálf
verður frumsýndur í Austurbæ 23.
október.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Frumsýning Ævintýrið um dísu ljósálF
Leiksoppur umhverfisins
og uppreisnarseggur
Dísa ljósálfur Söngleikurinn er hlaðinn spennu og framvindan hröð.