Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 2
„Vonandi verður þetta öllum til góðs,“ segir Bjarni Torfason hjarta- skurðlæknir sem í gær stýrði fyrstu aðgerðinni hér á landi þar sem gervihjarta var grætt í mann. Þar með urðu tímamót í heilbrigðis- sögu Íslendinga. Aðgerðin fór fram á hjartaskurðdeild Landspítalans. „Þetta er stór aðgerð sem er gott að geta gert fyrir þá sem ekki geta lif- að öðru vísi en með hjálp frá svona hjálpardælu,“ segir Bjarni. Sá sem gekkst undir aðgerðina hefði ekki getað lifað án þess að fá hjálpardæl- una. Áhætta er fólgin í því að gang- ast undir aðgerðina en hún gefur þó von um betra líf á eftir. Aðgerð- in hófst í gærmorgun og stóð fram undir kvöldmat. Nú tekur við gjör- gæslumeðferð þar sem starfsfólk sjúkrahússins fylgist með því hvern- ig sjúklingurinn braggast og síð- ar lega á legudeild. Það ferli er ekki hættulaust, gangi allt vel má búast við að það taki mánuð en það getur tekið lengri tíma. „Þetta var gert mögulegt með nokkurs konar þjóðarátaki,“ segir Bjarni. Minningarsjóður Þorbjörns Árnasonar sem nefnist Í hjartastað hefur staðið fyrir fjársöfnun. Þetta fé hefur svo verið notað til uppbygg- ingar. „Við höfum verið að byggja upp þekkingu og afla tækja, sem þarf gífurlega mikið af til að geta gert þetta. Við erum þakklát öllum þeim sem hafa lagt peninga í þetta eða stutt okkur á annan hátt,“ segir Bjarni. „Við viljum vera sjálfstæð í heil- brigðisþjónustunni,“ segir Bjarni. Hann bendir á að þeir sem þurfa að gangast undir aðgerð sem þessa eigi erfitt með að ferðast. Því sé mikil- vægt, meðal annars af þeim sökum, að geta framkvæmt aðgerðirnar hér á Íslandi. Bjarni hefur ekki áður grætt gervihjarta í sjúkling. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri þessa að- gerð,“ segir Bjarni sem hefur fengið þjálfun í Svíþjóð og Þýskalandi. Á annan tug manna vann að aðgerð- inni ásamt Bjarna, þar á meðal tveir hjartaskurðlæknar, tveir svæfinga- læknar, þrír sérfræðingar á hjarta- og lungnavél auk fleiri sérfræðinga og starfsmanna fyrirtækisins sem framleiðir gervihjartað, HeartMate II. fimmtudagur 10. maí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hestshræ liggur og rotnar á landi bónda í Rangárþingi ytra. Hundar, hrafnar og mávar hafa sést narta í það. Málið hefur verið tilkynnt til héraðsdýralæknisins, Katrínar Andrésdóttur á Suðurlandi. Hún segir málið vera komið í eðlilegan farveg en ekki liggur ljóst fyrir hvort það verði tilkynnt til lögreglu. HUNDAR OG HRAFNAR NARTA Í HESTAHRÆ „Almennt er þetta alls ekki líð- andi,“ segir Katrín Andrésdóttir hér- aðsdýralæknir á Suðurlandi. Em- bættið hefur fengið tilkynningu um illa meðferð á hestum á bæ einum í Rangárþingi ytra. Dýravernd fékk tilkynningu um málið frá sveitunga bóndans sem á hestana. Þar segir að bréfritari hafi fylgst með hrossahaldi bóndans í sjö ár en þau eru mögur, lúsug, með einhverjar sýkingar og klepróttir. Þá segir einnig að hundar og hrafnar narti í hestahræ á land- inu. „Þetta mál er komið í hefðbundinn farveg,“ segir Katrín en það þýðir að héraðsdýralæknir fái tvo daga til þess að taka út aðstæður dýranna. Sam- kvæmt heimildum mun fóðurgæslan hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri allt með felldu á bænum. Fóðurgæslan hefur það hlutverk að fylgjast með því hvort bæir hafi nægi- legt fæði fyrir dýrin. Þeir staðfestu áhyggjur þess sem tilkynnti dýravernd um slæmt ástand á bænum. Dýra- hræið sem liggur á landinu brýtur í bága við smitvarnir enda þarf að farga slíkum hræum á réttan hátt. Hrikalegur aðbúnaður Í bréfi sem birtist á heimasíðu Dýraverndar segir að fjórtán hestum hafi verið haldið á þremur hekturum í lengri tíma. Þá voru margir magrir og lélegir í hárfari. Auk þess voru hestar lokaðir inn í niðurníddu dimmu úti- húsi án fóðurs og fersks vatns. Sá sem ritar bréfið segir að á sjö árum hafi hestunum fækkað úr um það bil tvö hundruð niður í fimmtíu. Margir hest- ar eru lúsugir og með einhverjar sýk- ingar. Því er ljóst að aðbúnaður hest- anna virðist vera með versta móti en einnig má finna fylfullar merar á með- al hestanna þar sem sést í rifbeinin. Hundar og hrafnar éta hest Eins og sjá má á sláandi myndum sem fylgja fréttinni hefur hestshræ legið í nokkurn tíma á landi bóndans í Rangárþingi ytra. Hræið liggur á beiti- landi hrossanna sem ber merki ofbeit- ar. Þá mun hafa verið breitt plasti yfir haus og afturhluta dýrsins og því virð- ist vera sem svo að eigendur hafi vit- að af hestshræinu sem lá á beitilandi þeirra en ekkert að gert. Hræið er ansi illa farið eftir að hafa legið óhreyft á landinu. Ástæðan er sú að mávar, hrafnar og hundar á bæn- um hafa verið að narta í það. Afleið- ingarnar eru ekki fagrar, svo sem sjá má á myndunum. Tugir tilkynninga „Við fáum tugi tilkynninga á ári hverju,“ segir Katrín héraðsdýralæknir sem hefur eftirlit með aðbúnaði dýra. Að hennar sögn eru þau mál yfirleitt leyst hjá embættinu sjálfu. Örsjald- an kemur það fyrir að mál þeirra sem níðast með slíkum hætti á dýrunum sé vísað til lögreglunnar. Þá eru mál- in rannsökuð til hlítar og þaðan eru þau send til ákæruvaldsins í viðkom- andi héraði. Hægt er að dæma menn í háar fjársektir fyrir slík glöp og einn- ig er mögulegt að meina mönnum að hafa dýr á bænum í ákveðinn tíma. Eitt slíkt mál féll í Héraðsdómi Suður- lands á síðasta ári. Skylda að tilkynna „Þeir sem verða varir við illa með- ferð á dýrum er skylt að tilkynna slík brot til héraðsdýralæknis eða lögreglu,“ segir Katrín og leggur að jöfnu ofbeldi gagnvart börnum og illa meðferð á dýrum. Hún segir að undantekninglaust sé farið með slík- ar tilkynningar sem trúnaðarmál. Því hvetur hún fólk til þess að láta vita verði það vart við slík mál. Fyr- ir tveimur vikum sýndi Kompás slá- andi myndband sem sýndi tamn- ingamann misþyrma hesti. Því má þó ekki gleyma að það eru ávallt svartir sauðir inn á milli. Ekki er ljóst hvort málið í Rangár- þingi ytra verði tilkynnt til lögreglu. Hrikaleg meðferð Hestarnir eru margir hverjir magrir og fá ekki ferskt vatn þar sem þeir eru. Því er ljóst að aðbún- aður hestanna virðist vera með versta móti en einnig má finna fylfullar merar á meðal hestanna þar sem sést í rifbeinin. vAlur greTTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Rannsókninni er enn ólokið Rannsókn á eldsupptökum vegna bruna húsa á horni Lækj- argötu og Austurstrætis síðasta dag vetrar er ekki lokið og liggur niðurstaða því ekki fyrir. Hvorki hefur því verið útlokað að eldur- inn hafi kviknað af mannavöld- um né að kviknað hafi í út frá rafmagni. Lögregluskýrslur hafa verið teknar af þriðja tug manna. Rætt hefur verið rekstraraðila þeirrar starfsemi sem í húsunum var, starfsfólk þeirra og iðnaðarmenn sem voru að störfum þann dag sem bruninn varð. Allir þeirra hafa haft réttarstöðu vitnis og því enginn verið yfirheyrður sem sakborningur. Dæmdur fyrir kjaftshögg Maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára fyrir að gefa manni kjaftshögg. Atvikið átti sér stað á útihátíð í Hrísey í júlí á síðasta ári. Þá gaf hann öðrum manni rokna kjaftshögg með þeim af- leiðingum að sá hlaut tvo skurði í andliti. Sýking komst í sárið öðr- um megin. Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti einnig að greiða sýkta manninum tæplega hundr- að og fimmtíu þúsund krónur í skaðabætur. Þá er honum gert að greiða allan sakarkostnað. Grímseyjarferja í Ríkisendur- skoðun Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi hefur beðið Ríkiskaup og Vegagerðina um upplýsingar um kaup og endurbæt- ur á nýrri Grímseyjar- ferju. Þetta segir hann gert vegna umræðna um að kostnaður við ferjuna sé langtum meiri en ráð var fyrir gert. Samgöngunefnd Alþingis felldi nýverið tillögu um að vísa málinu til ríkisendurskoðanda. Kristján Möller, Samfylkingu, telur að kostnaður við ferjuna muni nema 600 milljónum þegar upp er staðið. „Við vorum alla tíð á móti því að skipið yrði keypt,“ sagði Brynjólfur Árnason, oddviti í Grímsey við DV í janúar. Hann segir heimamenn alltaf hafa efast um nýja skipið. föstudagur 26. janúar 200722 Fréttir DV Ófyrirséður kostnaður hleðst upp við nýja Grímseyjarferju sem Vegagerðin keypti í nóvem- ber 2005. Vegagerðin keypti ferj- una frá Írlandi fyrir 100 milljón- ir króna og áætlaði endurbætur fyrir um 150 milljónir. Við þetta hafa bæst aðrar 100 milljónir sem farið hafa í gagngerar breyting- ar á skipinu. Hjá Vegagerðinni og Stálsmiðju Orms og Víglundar, sem vinnur verkið, mætast stál- in stinn. Vegagerðin vill meina að um seinagang sé að ræða hjá verk- takanum. Stálsmiðjan sakar Vega- gerðina um að bæta við verkið eft- ir útboð. Ófullnægjandi útboðsgögn Ráðgjafarfyrirtækið Navis- Fengur í Hafnarfirði sá um gerð útboðsgagna og sér einnig um eftirlit með verkinu. Útboð Vega- gerðarinnar og tilboð Stálsmiðju Orms og Víglundar voru byggð á þessum útboðsgögnum. Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamála- stjóri segir að viðbótarkostnaður- inn við ferjuna sé fyrst og fremst tilkominn vegna krafna Grímsey- inga sjálfra um verulegar endur- bætur á ferjunni. „Þarna er um að ræða nýja yfir- byggingu, mikla endurnýjun á vistarverum áhafnarinnar, gagn- gerar breytingar á farþegasölum og svo er nýr losunar- og lestunar- búnaður með hliðaropum. Þetta eitt og sér lyftir kostnaðinum um hundrað milljónir,“ segir Gunnar. Verkefnið tvöfalt „Vandamálið er að verkefn- ið er orðið tvöfalt stærra en það átti að vera og þar með tekur það miklu lengri tíma og er flóknara og kostnaðarsamara,“ segir Eirík- ur Ormur Víglundsson hjá Stáls- miðju Orms og Víglundar. Fundur var haldinn með full- trúum Vegagerðarinnar, Ríkis- kaupa og Stálsmiðju Orms og Víg- lundar þann 9. janúar. Þar sagði Guðmundur Víglundsson, fram- kvæmdastjóri stálsmiðjunnar, að það væri smiðjunni metnaðarmál og íslenskum skipasmíðaiðnaði til framdráttar að verkið gengi sem best fyrir sig. Efasemdir heimamanna „Við vorum alla tíð á móti því að skipið yrði keypt,“ segir Brynj- ólfur Árnason, oddviti Grímseyj- arhrepps. Hann segist strax hafa bent á að þegar byrjað væri að rífa í sundur gamalt skip mætti eiga von á því að ýmislegt kæmi í ljós. „Við erum mjög ánægð með Sæ- fara, ferjuna sem er hér fyrir. Hún hefur þjónað okkur mjög vel,“ seg- ir Brynjólfur. Hann telur að einhver misbrest- ur sé á því að Stálsmiðja Orms og Víglundar sé starfi sínu vaxin. „Ég held að þeir í smiðjunni í Hafnar- firði hafi ekki staðið sig. Þeir hafa lítið sinnt þessu. Það hafa orðið seinkanir vegna þeirra. Ég held að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir tóku þetta að sér,“ segir Brynjólfur. Sæfarinn úr leik Ljóst er að gamla ferjan Sæfari verður endanlega úr leik árið 2009. Nýjar reglur Evrópusambandsins segja að skip á siglingarleið eins og milli Dalvíkur og Grímseyjar, þurfi að uppfylla kröfur sem Sæ- fari uppfyllir engan veginn. „Gangurinn í þessu hefur ekki verið eins og við hefðum kosið en við vonum að nú séu öll kurl að komast til grafar,“ segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamála- stjóri. Hann segir að ef ekki ná- ist að taka nýju ferjuna í notkun á þessu ári þurfi að fara í endurbæt- ur á gamla Sæfara vegna þess að nýjar reglur Evrópusambandsins taki gildi í áföngum. Eina leiðin í land Grímseyingar reiða sig á ferju- siglingar til þess að komast til lands og flytja vörur og aðr- ar nauðsynjar á milli. „Þetta er ódýrara en að fljúga og fólk tekur gjarnan bílinn með,“ segir Brynj- ólfur Árnason oddviti. Í eynni búa um 80 manns. Til Grímseyjar koma um sex þúsund ferðamenn yfir hásumar- ið. Brynjólfur segir að um helm- ingur allra ferðamanna komi með ferjunni. Sæfari siglir nú þrisvar í viku milli Dalvíkur og Grímseyj- ar og tekur ferðin þrjár og hálfa klukkustund. Ný Grímseyjarferja kemur til með að kosta 350 milljónir. Upphafleg áætlun miðaðist við 250 milljónir. Vegagerðin og Stálsmiðja Orms og Víglundar deila um hver eigi sökina. Á meðan tefst verkið og verður kostnaðarsamara. Grímseying- ar lýstu efasemdum um nýju ferjuna strax í upphafi. Keyptu ferju og breyta fyrir 250 milljónir Sigtryggur JÓhannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is gamla ferjan grímseyingar eru ánægðir með hinn 29 ára gamla sæfara. Brátt má hann ekki sigla vegna hertra reglna Evrópusambandsins. grímsey grímseyingar reiða sig á ferjusiglingar til þess að ferðast til lands og flytja nauðsynjar á milli. nýja ferjan Var keypt frá Írlandi og var áætlað að eyða 150 milljónum í endurbætur. Kostnaðurinn mun nema 250 milljónum þegar upp er staðið. „Við erum mjög ánægð með Sæfara, ferjuna sem er hér fyrir. Hún hefur þjónað okkur mjög vel.“ landspítalinn Á annan tug manna tók þátt í fyrstu ígræðslu gervihjarta í sjúkling á íslandi. Fyrsta gervihjartað grætt í hjartasjúkling á Íslandi: Vonandi öllum til góðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.